Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2025 10:10 Starmer er kominn til Washington og ávarpaði viðstadda í sendiherrabústaðnum. AP/Carl Court Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er kominn til Washington D.C. í Bandaríkjunum, þar sem hann mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Guardian segir að þess sé að vænta að Starmer freisti þess að afla stuðnings Trump við friðargæsluliða Bretlands og Frakklands í Úkraínu, ef til þess kemur að samningar nást um endalok átaka þar í landi. Trump sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að Bandaríkjamenn myndu ekki veita Úkraínumönnum neins konar öryggistryggingar; það væri undir Evrópuríkjunum að gera það. Starmer hefur hins vegar sagt að evrópskir friðargæsluliðar þyrftu að njóta ýmis konar stuðnings frá Bandaríkjunum, meðal annars hvað varðar loftvarnir. „Öryggistryggingarnar verða að vera þannig að þær hindri [Vladimir Pútín Rússlandsforseta] frá því að snúa aftur,“ sagði Starmer við fjölmiðla á leiðinni yfir Atlantshafið. „Því áhyggjur mínar eru þær að án fælingar sé þetta bara tækifæri fyrir hann að bíða og koma svo aftur, því fyrirætlanir hans varðandi Úkraínu eru öllum ljósar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ákvörðun stjórnvalda um að senda friðargæsluliða til Úkraínu ekki vera tekna af léttúð og að enn væri unnið að því að skoða mögulegar útfærslur. Stjórnvöld í Moskvu hafa hafnað hugmyndinni um evrópska friðargæsluliða, eftir að Trump hélt því fram að hann hefði rætt málið við Pútín og hann tekið vel í það. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er væntanlegur til Washington á morgun, þar sem til stendur að ræða og mögulega undirrita samkomulag við Bandaríkjamenn um vinnslu auðlinda í Úkraínu. Selenskí segist þó ekki munu ganga að neinu samkomulagi fyrr en samkomulag hefur náðst um öryggistryggingar. Bandaríkin Bretland Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Guardian segir að þess sé að vænta að Starmer freisti þess að afla stuðnings Trump við friðargæsluliða Bretlands og Frakklands í Úkraínu, ef til þess kemur að samningar nást um endalok átaka þar í landi. Trump sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að Bandaríkjamenn myndu ekki veita Úkraínumönnum neins konar öryggistryggingar; það væri undir Evrópuríkjunum að gera það. Starmer hefur hins vegar sagt að evrópskir friðargæsluliðar þyrftu að njóta ýmis konar stuðnings frá Bandaríkjunum, meðal annars hvað varðar loftvarnir. „Öryggistryggingarnar verða að vera þannig að þær hindri [Vladimir Pútín Rússlandsforseta] frá því að snúa aftur,“ sagði Starmer við fjölmiðla á leiðinni yfir Atlantshafið. „Því áhyggjur mínar eru þær að án fælingar sé þetta bara tækifæri fyrir hann að bíða og koma svo aftur, því fyrirætlanir hans varðandi Úkraínu eru öllum ljósar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ákvörðun stjórnvalda um að senda friðargæsluliða til Úkraínu ekki vera tekna af léttúð og að enn væri unnið að því að skoða mögulegar útfærslur. Stjórnvöld í Moskvu hafa hafnað hugmyndinni um evrópska friðargæsluliða, eftir að Trump hélt því fram að hann hefði rætt málið við Pútín og hann tekið vel í það. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er væntanlegur til Washington á morgun, þar sem til stendur að ræða og mögulega undirrita samkomulag við Bandaríkjamenn um vinnslu auðlinda í Úkraínu. Selenskí segist þó ekki munu ganga að neinu samkomulagi fyrr en samkomulag hefur náðst um öryggistryggingar.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira