Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 21. febrúar 2025 07:32 Kjalarnes er einhver fallegasti staður á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúar njóta mikils útsýnis yfir til höfuðborgarsvæðisins, nálægðar við gullfallega nátturu þar sem létt gola leikur alla jafnan við íbúana. Á Kjalarnesi er stundaður landbúnaður, þó flestir íbúar sem búa þar starfi annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega auglýsti Reykjavíkurborg úthlutun á fjórum einbýlishúsalóðum á Kjalarnesi. Það er vel og að mínu mati má byggja miklu meira á Kjalarnesi en þessi fjögur einbýlishús og þar með fjölga íbúum og auka framboð af íbúðum. Á Kjalarnesi búa í dag um 530 manns en árið 2007 bjuggu þar yfir 1.000 manns. Það hefur orðið helmingsfækkun á síðustu 17 árum. Í þéttbýliskjarnanum á Kjalarnesi, Grundarhverfi, eru góðir innviðir eins og leikskóli, grunnskóli, íþróttahús og sundlaug auk mótttökustöð hjá Sorpu. Þaðmá byggja miklu meira á Kjalarnesi og fleiri fjölbýlishús. Svæðið getur vel verið íbúasvæði fyrir 2.500 íbúa sem er hæfilegt svæði fyrir góða nærþjónustu eins og verslun, um leið og hægt væri að auka þjónustu við íbúa sem búa þar, t.d. með góðum íbúakjarna fyrir 65 ára og eldri sem væri samtengdur hjúkrunarheimili. Með fleiri íbúum skapast enn betri grundvöllur fyrir bættar almenningssamgöngur milli Kjalarness og annara staða á höfuðborgarsvæðinu. Ein aðgerð styrkir frekari byggð á Kjalarnesi og það er sú staðreynd að ríkisstjórnin ætlar að klára Sundabraut sem er mögulega 6-8 ára framkvæmd. Með Sundabraut snarbatna samgöngur á milli Grundahverfisins og miðsvæðis Reykjavíkur sem gerir Kjalarnesið enn fýsilegri kost. Ég skora á nýjan meirihluta félagshyggjuflokka í Reykjavík að bretta upp ermar og stórauka byggð á Kjalarnesi. Höfundur er Kjalnesingur í hjarta sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Kjalarnes er einhver fallegasti staður á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúar njóta mikils útsýnis yfir til höfuðborgarsvæðisins, nálægðar við gullfallega nátturu þar sem létt gola leikur alla jafnan við íbúana. Á Kjalarnesi er stundaður landbúnaður, þó flestir íbúar sem búa þar starfi annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega auglýsti Reykjavíkurborg úthlutun á fjórum einbýlishúsalóðum á Kjalarnesi. Það er vel og að mínu mati má byggja miklu meira á Kjalarnesi en þessi fjögur einbýlishús og þar með fjölga íbúum og auka framboð af íbúðum. Á Kjalarnesi búa í dag um 530 manns en árið 2007 bjuggu þar yfir 1.000 manns. Það hefur orðið helmingsfækkun á síðustu 17 árum. Í þéttbýliskjarnanum á Kjalarnesi, Grundarhverfi, eru góðir innviðir eins og leikskóli, grunnskóli, íþróttahús og sundlaug auk mótttökustöð hjá Sorpu. Þaðmá byggja miklu meira á Kjalarnesi og fleiri fjölbýlishús. Svæðið getur vel verið íbúasvæði fyrir 2.500 íbúa sem er hæfilegt svæði fyrir góða nærþjónustu eins og verslun, um leið og hægt væri að auka þjónustu við íbúa sem búa þar, t.d. með góðum íbúakjarna fyrir 65 ára og eldri sem væri samtengdur hjúkrunarheimili. Með fleiri íbúum skapast enn betri grundvöllur fyrir bættar almenningssamgöngur milli Kjalarness og annara staða á höfuðborgarsvæðinu. Ein aðgerð styrkir frekari byggð á Kjalarnesi og það er sú staðreynd að ríkisstjórnin ætlar að klára Sundabraut sem er mögulega 6-8 ára framkvæmd. Með Sundabraut snarbatna samgöngur á milli Grundahverfisins og miðsvæðis Reykjavíkur sem gerir Kjalarnesið enn fýsilegri kost. Ég skora á nýjan meirihluta félagshyggjuflokka í Reykjavík að bretta upp ermar og stórauka byggð á Kjalarnesi. Höfundur er Kjalnesingur í hjarta sínu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar