Byggingariðnaður

Fréttamynd

Hættur í Við­reisn og sækist eftir for­mennsku í SI

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og varaformaður Viðreisnar, og forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. sækist eftir embætti formanns Samtaka iðnaðarins. Þá segist hann hafa sagt skilið við Viðreisn og lýsir óánægju með ríkisstjórnarsamstarf flokksins með Flokki fólksins.

Innlent
Fréttamynd

Opin­ber út­boð á árinu fyrir 221 milljarð króna

Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum þeirra ellefu opinberu verkkaupa sem taka þátt í Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, Samtaka innviðaverktaka og Mannvirkis – félags verktaka árið 2026 nemur 221 milljarði króna. Þetta er 53 prósenta, eða 76 milljarða króna, aukning frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2025 en fjárhæð þeirra nam 145 milljörðum króna. Áætlað var að fjárhæð útboða síðasta árs myndi nema 264 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Mark­miðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“

Pétur Marteinsson, sem vill leiða lista Samfylkingar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, segir að markmið hans hafi aldrei verið að kaupa lóðir til þess að selja síðar með hagnaði. Fram hefur komið að hann hafi fengið 69 milljónir króna í sinn hlut eftir sölu á lóð í Skerjafirði fyrir tveimur árum. Hann segir undirbúning byggingu ódýrra íbúða á lóðinni hafa verið aðalstarf hans í fimm ár. Fyrir það hafi hann verið með reiknuð laun upp á 25 milljónir króna, sem gerir 417 þúsund krónur á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Hækkum endur­greiðslu virðis­auka­skatts af vinnu iðnaðar­manna

Meistaradeild Samtaka iðnaðarins telur nauðsynlegt að bregðast við aukinni eftirspurn eftir svartri atvinnustarfsemi og vill koma á framfæri skýru ákalli til stjórnvalda um að hækka hlutfall endurgreiðslu virðisaukaskatts til að styðja við heilbrigðari starfsumhverfi í mannvirkjagerð.

Skoðun
Fréttamynd

Leigan rukkuð mánaðar­lega en ekki í lokin

Stefnir, sem rekur sex sjóði fyrir verktaka sem bjóða upp á svokallað sameignarform í fasteignaviðskiptum, hefur gjörbreytt forminu í kjölfar breytinga sem Seðlabankinn gerði nýverið á lánþegaskilyrðum. Breytingarnar fela í sér að leiga fyrir eignarhlut verktakans verður greidd mánaðarlega í stað þess að safnast upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Martraðarverktaki Kópa­vogs­bæjar greiddi ekki krónu með gati

Ekki króna fékkst upp í 2,6 milljarða króna gjaldþrot ítalska verktakafyrirtækisins Rizzani de Eccher Ísland ehf. sem kalla mætti martröð Kópavogsbæjar eftir deilur við byggingu Barnaskóla Kársness. Undirverktakar sitja eftir með sárt ennið og ógreidda reikninga. Kópavogsbær undirbýr skaðabótamál á hendur móðurfyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig á­byrgan“

Bókin Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason er viðbragð við yfirstandandi uppbygingarskeiði sem höfundur lýsir sem „stóra lúffinu“.  Fólk sé ekki stolt af byggingum sem rísi á Íslandi líkt og áður fyrr heldur skammist sín ef eitthvað er. Ekki sé hægt að benda á sökudólga heldur sé ástandið afleiðing djúpstæðrar menningar. Jötunsteinn er hróp til fólks um að beygja af þessari leið.

Menning
Fréttamynd

Gagn­rýna að selj­endur og verk­takar þurfi einir að lækka verð

Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala og framkvæmdastjóri Landmarks, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn breytir reglum um greiðslu­byrðar­hlut­fall

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að samþykkja breytingar á reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni eigna­myndun en fleiri komist í eigið hús­næði með nýrri lausn á markaði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst ráðast í greiningu á nýrri fjármögnunarleið til húsnæðiskaupa sem nú býðst í vaxandi mæli á markaði. Minnst fimm sjóðir í eigu byggingaverktaka bjóðast nú til að vera meðeigendur með kaupendum sem kaupa íbúðir í nýbyggingum á þeirra vegum. Eignamyndun er minni fyrir kaupendur sem einnig þurfa að greiða hluta í leigu, en á móti getur lausnin gert fleirum kleift að komast inn á markaðinn að sögn hagfræðings HMS.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­tak byggir Fossvogsbrú

Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar fyrr í dag. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7,7 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Nú ætla menn að koll­varpa þessu kerfi, fyrir hvað?“

Ágúst Þór Pétursson, verkefnastjóri mannvirkjasviðs VHE, óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar og komi til með að auka kostnað við byggingarframkvæmdir. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Reisa minnst 2.600 fer­metra á Völlunum á tólf mánuðum

Eik fasteignafélag hf. og Hamravellir atvinnuhús ehf. hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á iðnaðar- og lagerhúsnæði við Jötnahellu í Hafnarfirði. Húsnæðið verður byggt með þarfir öflugra fyrirtækja að leiðarljósi. Áætlaður framkvæmdartími er um 12 mánuðir. Byrjað verður á 2.600 fermetrum að Jötunhellu 5 en til greina kemur að sameina lóðir að Jötnahellu 5 og 7 og stækka húsnæðið og athafnasvæði lóðanna til muna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ill­skiljan­leg við­mið vinni gegn mark­miði Seðla­bankans

Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast að stóru stofurnar gætu orðið ein­ræðis­herrar í eftir­liti

Það er brýnt að bæta verulega eftirlit í byggingariðnaði, ekki síst strax á hönnunarstigi, til að unnt sé að koma betur í veg fyrir óþarfa galla í nýbyggingum. Þetta segir sérfræðingur sem segir bæði kosti og galla við hugmyndir um að eftirlit í byggingariðnaði verði fært á hendur einkaaðila.

Innlent
Fréttamynd

Að vera hús­byggjandi

Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun.

Skoðun
Fréttamynd

Boða rót­tækar breytingar á byggingarreglugerð

Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt.

Innlent