Burt með mismunun! Skúli Helgason skrifar 8. október 2024 10:30 Börnum af erlendum uppruna og reyndar fullorðnum líka er mismunað á Íslandi eftir uppruna og búsetu. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu OECD um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og samanburð við stöðuna í Evrópu dregur vel fram mikilvægi þessa málaflokks. Skýrslan dregur fram hve innflytjendur eru mikilvægur og nauðsynlegur hluti af okkar samfélagi, atvinnulífi og hagkerfi. Stórar atvinnugreinar eins og mannvirkjageirinn og ferðaþjónustan treysta á vinnuframlag innflytjenda og þær gætu í raun ekki þrifist með góðu móti án þeirra. Atvinnuþátttaka innflytjenda er sú hæsta innan OECD eða 83% og þátttaka þeirra í samfélaginu sömuleiðis (89%). Í skýrslunni kemur líka fram að innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega en á Íslandi sl. áratug meðal ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda hækkaði úr 8% árið 2013 í 18% árið 2023. Langflestir eða um 80% í þessum hópi koma frá EES löndunum. En það eru miklar áskoranir sem mæta þessum hópi og hin hliðin á mikilli atvinnuþátttöku innflytjenda er sú að þetta er líka sá hópur sem er hættast við að missa vinnuna eða fá ekki vinnu – en annar hver einstaklingur á atvinnuleysiskrá er innflytjandi og það hlutfall hefur hækkað mjög mikið á stuttum tíma – farið úr 15% árið 2013 í 50% í fyrra. Enginn vafi er á því að stærsta hindrun innflytjenda inn á vinnumarkaðinn er skortur á íslenskukunnáttu – tungumálið er stærsti þröskuldurinn sem mætir innflytjendum í atvinnuleit þeirra. Menntun ekki metin Hvernig erum við að mæta þessum hópi í samfélaginu? Við verðum að viðurkenna að við höfum ekki staðið okkur vel í að meta menntun innflytjenda að verðleikum og alltof mörg dæmi eru um að innflytjendur séu hlunnfarnir þegar kemur að störfum og launum vegna þess að menntun þeirra í heimalandinu er ekki metin sem skyldi á íslenskum vinnumarkaði. Það segir sína sögu að rúmlega þriðjungur háskólamenntaðra innflytjenda (35%) er í störfum sem nýta ekki menntun þeirra með fullnægjandi hætti. Sambærilegt hlutfall innfæddra er þrisvar sinnum lægra eða 10%. Þarna birtist líka skýr kynjahalli því algengara er að konur séu í starfi þar sem menntun þeirra nýtist ekki sem skyldi. Hinn mikli munur milli innfæddra og innflytjenda á því sem við getum kallað vannýtta menntun í starfi er með því mesta sem gerist innan OECD. Íslenskukennslu ábótavant Íslenskukennslu hefur verið ábótavant bæði í skólakerfinu og á vinnumarkaði – við þekkjum öll dómsmálið okkar við ríkið út af þeirri mismunun sem reykvískt börn með annað móðurmál en íslensku mæta í krafti þess að þau búa í Reykjavík en ekki öðru sveitarfélagi – Reykjavík er eina sveitarfélagið sem ekki fær greiðslur úr Jöfnunarsjóði til að fjármagna íslenskukennslu fyrir þessi börn, Héraðsdómur dæmdi Reykjavík í vil í lok síðasta árs en ríkið áfrýjaði og við bíðum enn niðurstöðu þeirrar áfrýjunar 10 mánuðum síðar og á meðan er mismununinni viðhaldið. Reykjavíkurborg hefur margfaldað framlög sín til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku á undanförnum 7 árum en það dugar ekki til að mæta þörfinni vegna hinnar miklu fjölgunar í þessum hópi. En það er athyglisverð niðurstaða skýrslunnar að aðeins 18% telja sig hafa fullnægjandi vald á íslensku meðan sambærilegt hlutfall innflytjenda sem telur sig hafa gott vald á þjóðtungu búsetulands er í kringum 60% í öðrum löndum. Það er sérstakt rannsóknarefni sem þarf að bregðast við með fræðslu, vitundarvakningu, auknu aðgengilegu námsframboði en líka naflaskoðun okkar hinna innfæddu á því hvernig við getum gyrt okkur í brók varðandi það að tryggja eðlilegan framgang fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði þar með talið í ábyrgðarstöður. Íslenskukunnátta nemenda af erlendum uppruna skiptir lykilmáli upp á menntunarstöðu þessa hóps núna og síðar á lífsleiðinni. Þetta kemur vel fram í PISA niðurstöðum þar sem munurinn á frammistöðu þess hóps nemenda af erlendum uppruna sem tala íslensku á sínu heimili og þeim sem gera það ekki er mestur hér á Íslandi af öllum ríkjum OECD. Neikvæð áhrif heimgreiðslna Það er athyglisvert að skýrslan dregur sérstaklega fram hve mikilvægt er að börn með innflytjendabakgrunn njóti þeirrar menntunar sem leikskólavist býður upp á ekki síst þjálfun í íslensku og þar er sérstaklega dregið fram að heimgreiðslur sem valkostur við leikskólapláss geti haft neikvæð áhrif varðandi menntunarstöðu viðkomandi barna og stöðu foreldra þeirra á vinnumarkaði, ekki síst kvenna. Þarna er verk að vinna því þessi börn af erlendum uppruna sækja leikskóla mun síður en börn af innlendum uppruna og fara því frekar á mis við fyrsta skólastigið sem hefur mótandi áhrif á málþroska barna og máltöku sem aftur hefur heilmikið forspárgildi varðandi læsi og gengi á menntabrautinni síðar meir. Við þurfum að horfa í eigin barm sem samfélag varðandi framboð á íslenskukennslu fyrir þennan hóp og þar er áberandi í skýrslunni að opinber fjármögnun á slíkri kennslu er mun minni hér á landi en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum sem standa okkur miklu framar í að fjármagna kennslu í þjóðtungu viðkomandi landa. Við þurfum að gera betur – nýta betur menntun innflytjenda og meta hana að verðleikum og auka fræðslu til innflytjenda um mikilvægi þess að læra íslensku og auðvelda þeim aðgengi að íslenskukennslu– stórefla íslenskukennslu bæði barna og fullorðinna úr röðum innflytjenda svo þeir geti orðið virkari þátttakendur í okkar samfélagi og geti nýtt tækifæri sín og hæfileika til jafns við þá sem eru með innlendan bakgrunn – við þurfum sérstaklega að beita okkur gagnvart jaðarsetningu barna með erlendan bakgrunn – við sjáum að þau skila sér ekki eins vel í t.d. skipulagðar frístundir eins og önnur börn – við sjáum það á nýtingu frístundakortsins – að hún er undir meðallagi í hverfum eins og Breiðholti, Miðborg og að hluta til á Kjalarnesi þar sem hlutfall innflytjenda er hvað hæst í borginni. Merk skýrsla sem kallar á aðgerðir Samfélagið okkar hefur breyst gríðarlega á undanförnum áratugum, við erum orðin fjölmenningarlegt samfélag í meira mæli en nokkru sinni fyrr sem er gleðiefni en uppbygging innviða og fjármögnun grunnþjónustu hefur ekki haldið í við þessar breytingar. Ríkið og sveitarfélögin þurfa að vinna þessi mál mjög þétt saman – rétt eins og í tilviki samgöngusáttmálans –því hér er einfaldlega um að ræða eitt mikilvægasta samfélagsverkefni okkar tíma að tryggja jafnræði barna og fullorðinna óháð búsetu og uppruna. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Innflytjendamál Skúli Helgason Borgarstjórn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Börnum af erlendum uppruna og reyndar fullorðnum líka er mismunað á Íslandi eftir uppruna og búsetu. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu OECD um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og samanburð við stöðuna í Evrópu dregur vel fram mikilvægi þessa málaflokks. Skýrslan dregur fram hve innflytjendur eru mikilvægur og nauðsynlegur hluti af okkar samfélagi, atvinnulífi og hagkerfi. Stórar atvinnugreinar eins og mannvirkjageirinn og ferðaþjónustan treysta á vinnuframlag innflytjenda og þær gætu í raun ekki þrifist með góðu móti án þeirra. Atvinnuþátttaka innflytjenda er sú hæsta innan OECD eða 83% og þátttaka þeirra í samfélaginu sömuleiðis (89%). Í skýrslunni kemur líka fram að innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega en á Íslandi sl. áratug meðal ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda hækkaði úr 8% árið 2013 í 18% árið 2023. Langflestir eða um 80% í þessum hópi koma frá EES löndunum. En það eru miklar áskoranir sem mæta þessum hópi og hin hliðin á mikilli atvinnuþátttöku innflytjenda er sú að þetta er líka sá hópur sem er hættast við að missa vinnuna eða fá ekki vinnu – en annar hver einstaklingur á atvinnuleysiskrá er innflytjandi og það hlutfall hefur hækkað mjög mikið á stuttum tíma – farið úr 15% árið 2013 í 50% í fyrra. Enginn vafi er á því að stærsta hindrun innflytjenda inn á vinnumarkaðinn er skortur á íslenskukunnáttu – tungumálið er stærsti þröskuldurinn sem mætir innflytjendum í atvinnuleit þeirra. Menntun ekki metin Hvernig erum við að mæta þessum hópi í samfélaginu? Við verðum að viðurkenna að við höfum ekki staðið okkur vel í að meta menntun innflytjenda að verðleikum og alltof mörg dæmi eru um að innflytjendur séu hlunnfarnir þegar kemur að störfum og launum vegna þess að menntun þeirra í heimalandinu er ekki metin sem skyldi á íslenskum vinnumarkaði. Það segir sína sögu að rúmlega þriðjungur háskólamenntaðra innflytjenda (35%) er í störfum sem nýta ekki menntun þeirra með fullnægjandi hætti. Sambærilegt hlutfall innfæddra er þrisvar sinnum lægra eða 10%. Þarna birtist líka skýr kynjahalli því algengara er að konur séu í starfi þar sem menntun þeirra nýtist ekki sem skyldi. Hinn mikli munur milli innfæddra og innflytjenda á því sem við getum kallað vannýtta menntun í starfi er með því mesta sem gerist innan OECD. Íslenskukennslu ábótavant Íslenskukennslu hefur verið ábótavant bæði í skólakerfinu og á vinnumarkaði – við þekkjum öll dómsmálið okkar við ríkið út af þeirri mismunun sem reykvískt börn með annað móðurmál en íslensku mæta í krafti þess að þau búa í Reykjavík en ekki öðru sveitarfélagi – Reykjavík er eina sveitarfélagið sem ekki fær greiðslur úr Jöfnunarsjóði til að fjármagna íslenskukennslu fyrir þessi börn, Héraðsdómur dæmdi Reykjavík í vil í lok síðasta árs en ríkið áfrýjaði og við bíðum enn niðurstöðu þeirrar áfrýjunar 10 mánuðum síðar og á meðan er mismununinni viðhaldið. Reykjavíkurborg hefur margfaldað framlög sín til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku á undanförnum 7 árum en það dugar ekki til að mæta þörfinni vegna hinnar miklu fjölgunar í þessum hópi. En það er athyglisverð niðurstaða skýrslunnar að aðeins 18% telja sig hafa fullnægjandi vald á íslensku meðan sambærilegt hlutfall innflytjenda sem telur sig hafa gott vald á þjóðtungu búsetulands er í kringum 60% í öðrum löndum. Það er sérstakt rannsóknarefni sem þarf að bregðast við með fræðslu, vitundarvakningu, auknu aðgengilegu námsframboði en líka naflaskoðun okkar hinna innfæddu á því hvernig við getum gyrt okkur í brók varðandi það að tryggja eðlilegan framgang fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði þar með talið í ábyrgðarstöður. Íslenskukunnátta nemenda af erlendum uppruna skiptir lykilmáli upp á menntunarstöðu þessa hóps núna og síðar á lífsleiðinni. Þetta kemur vel fram í PISA niðurstöðum þar sem munurinn á frammistöðu þess hóps nemenda af erlendum uppruna sem tala íslensku á sínu heimili og þeim sem gera það ekki er mestur hér á Íslandi af öllum ríkjum OECD. Neikvæð áhrif heimgreiðslna Það er athyglisvert að skýrslan dregur sérstaklega fram hve mikilvægt er að börn með innflytjendabakgrunn njóti þeirrar menntunar sem leikskólavist býður upp á ekki síst þjálfun í íslensku og þar er sérstaklega dregið fram að heimgreiðslur sem valkostur við leikskólapláss geti haft neikvæð áhrif varðandi menntunarstöðu viðkomandi barna og stöðu foreldra þeirra á vinnumarkaði, ekki síst kvenna. Þarna er verk að vinna því þessi börn af erlendum uppruna sækja leikskóla mun síður en börn af innlendum uppruna og fara því frekar á mis við fyrsta skólastigið sem hefur mótandi áhrif á málþroska barna og máltöku sem aftur hefur heilmikið forspárgildi varðandi læsi og gengi á menntabrautinni síðar meir. Við þurfum að horfa í eigin barm sem samfélag varðandi framboð á íslenskukennslu fyrir þennan hóp og þar er áberandi í skýrslunni að opinber fjármögnun á slíkri kennslu er mun minni hér á landi en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum sem standa okkur miklu framar í að fjármagna kennslu í þjóðtungu viðkomandi landa. Við þurfum að gera betur – nýta betur menntun innflytjenda og meta hana að verðleikum og auka fræðslu til innflytjenda um mikilvægi þess að læra íslensku og auðvelda þeim aðgengi að íslenskukennslu– stórefla íslenskukennslu bæði barna og fullorðinna úr röðum innflytjenda svo þeir geti orðið virkari þátttakendur í okkar samfélagi og geti nýtt tækifæri sín og hæfileika til jafns við þá sem eru með innlendan bakgrunn – við þurfum sérstaklega að beita okkur gagnvart jaðarsetningu barna með erlendan bakgrunn – við sjáum að þau skila sér ekki eins vel í t.d. skipulagðar frístundir eins og önnur börn – við sjáum það á nýtingu frístundakortsins – að hún er undir meðallagi í hverfum eins og Breiðholti, Miðborg og að hluta til á Kjalarnesi þar sem hlutfall innflytjenda er hvað hæst í borginni. Merk skýrsla sem kallar á aðgerðir Samfélagið okkar hefur breyst gríðarlega á undanförnum áratugum, við erum orðin fjölmenningarlegt samfélag í meira mæli en nokkru sinni fyrr sem er gleðiefni en uppbygging innviða og fjármögnun grunnþjónustu hefur ekki haldið í við þessar breytingar. Ríkið og sveitarfélögin þurfa að vinna þessi mál mjög þétt saman – rétt eins og í tilviki samgöngusáttmálans –því hér er einfaldlega um að ræða eitt mikilvægasta samfélagsverkefni okkar tíma að tryggja jafnræði barna og fullorðinna óháð búsetu og uppruna. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun