Innflytjendamál

Fréttamynd

Inn­flytj­endur, samningar og stað­reyndir

EES-samningurinn er eitt mikilvægasta verkfæri íslenskrar efnahagsstjórnar. Hann tryggir Íslandi aðgang að stærsta innri markaði í heimi, samræmir reglur sem auðvelda viðskipti og gerir fyrirtækjum okkar kleift að starfa á jafnréttisgrundvelli við evrópska samkeppnisaðila.

Skoðun
Fréttamynd

Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Ís­landi

Hugtak um fjöldabrottflutning fólks af erlendum uppruna sem var þar til nýlega bundið við ystu hægri öfgar í Evrópu er byrjað að láta á sér kræla í íslenskri stjórnmálaumræðu. Varaþingmaður Miðflokksins gerði því nýlega skóna að reka íslenskan ríkisborgara úr landi í samfélagsmiðlafærslu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­gefin ís­lenska – Hvernig?

Íslenska er ekki sjálfgefin á Íslandi. Skrýtið!? Enska er sjálfgefna málið í samskiptum Íslendinga og innflytjenda. Aðeins 18% innflytjenda telja sig kunna góða íslensku.En kannski er það ekki skrýtið ef „allir“ tala ensku við innflytjendur, líka þegar þeir, innflytjendur, kunna ekki ensku. Enska er meira að segja oft töluð við börn og þá ekki einu sinni börn sem hafa ensku að móðurmáli.

Skoðun
Fréttamynd

Fer ekki aftur fram fyrir Sam­fylkinguna

Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segir það ekki auðvelda ákvörðun. Hún brenni fyrir jafnaðarstefnunni en geti ekki staðið með sannfæringu sinni með núverandi stefnu flokksins í innflytjendamálum. 

Innlent
Fréttamynd

Stöðva af­greiðslu um­sókna inn­flytj­enda frá ní­tján ríkjum

Bandaríkjastjórn hefur sett alla meðferð mála innflytjenda frá nítján ríkjum á bið, sem hefur meðal annars haft þær afleiðingar í för með sér að einstaklingar sem voru búnir að fara í gegnum ferlið og áttu aðeins eftir að fá ríkisborgararétt sinn formlega staðfestan eru nú í fullkominni óvissu um stöðu sína.

Erlent
Fréttamynd

Mikil­vægi málumhverfis í leik­skólum

Eins og fram kom í frétt á Vísi í gær ná um 10 prósent stöðugilda starfsfólks á leikskólum landsins ekki viðmiðum um meðalhæfni í íslensku. Þá eru rúmlega 20 prósent starfsmanna innflytjendur.

Skoðun
Fréttamynd

Krafa um ís­lensku­kunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúk­linga

Landspítalinn hefur samþykkt nýja tungumálastefnu þar sem gert er ráð fyrir að allt starfsfólk spítalans hafi einhverja færni í íslensku. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV í gær. Þar kom fram að fyrst verði þessar kröfur gerðar til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérnámslækna. Samkvæmt stefnunni verður íslenskukunnátta nú eitt skilyrða fyrir því að færast á milli starfslýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Skortir upp­lýsingar um móður­mál og ís­lensku­kunn­áttu leikskólastarfsfólks

Ekki liggja fyrir upplýsingar um móðurmál þess starfsfólk sem sinnir uppeldi og menntun barna í leikskólum á Íslandi. Hins vegar er allt að þriðjungur starfsfólks sem sinnir umræddum leikskólastörfum innflytjendur í þeim sveitarfélögum þar sem hlutfallið er hvað hæst. Hlutfall innflytjenda segir þó ekkert til um íslenskukunnáttu starfsfólksins enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir að því er fram kemur í svari mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Kennum þeim ís­lensku

Börnum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli hefur fjölgað verulega síðustu ár. Í fjórum skólum í borginni eru yfir 55% nemenda með annað móðurmál en íslensku og í níu þeirra eru yfir þriðjungur nemenda með erlent móðurmál.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðvum ólög­legan flutning barna

Í síðustu viku var skýrsla starfshóps um dvalarleyfi kynnt. Hún ber heitið Ísland í örum vexti og margt áhugavert kemur fram í henni. Meðal annars er bent á 25 dæmi um misræmi við Norðurlöndin í lögum og framkvæmd okkar Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Eftir hverju er verið að bíða?

Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land útsöluvara í nor­rænum saman­burði

Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Út­lendingar 69 prósent nýrra í­búa frá 2017

Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað náðunarnefnd til þriggja ára. Meðal verkefna nefndarinnar verður að taka fyrir mál Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani, sem sótt hefur um náðun af heilbrigðisástæðum.

Innlent