Sterkari grunnskóli með gjaldfrjálsum skólamáltíðum Orri Páll Jóhannsson skrifar 24. júní 2024 14:31 Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla barnanna sjálfra hefur þar verið lögð á að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði í skólanum. Sjónarmið dýravelferðar hafa einnig komið fram í áherslum barnaþinga og einnig vilja nemendur fá að hafa aðkomu að ákvörðunum um hvað er í matinn í skólanum. Og svo finnst börnum afskaplega mikilvægt að öll börn fái mat. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafa verið sérstakt baráttumál okkar Vinstri grænna. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður flutti þingsályktunartillögu í nóvember síðastliðnum um málið, sem síðan var unnið áfram í innviðaráðuneytinu undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur og verkað í umhverfis- og samgöngunefnd undir stjórn Bjarna Jónssonar og loks samþykkt sem lög frá Alþingi 22. júní síðastliðinn. Í rannsóknarskýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings um fátækt barna á Íslandi kom fram að ókeypis skólamáltíðir geti skipt sköpum fyrir börn af fátækum heimilum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir munu auka jöfnuð meðal barna, óháð fjárhag foreldra og styðja markmið stjórnvalda um að draga úr fátækt meðal barna. Þá má benda á að ófullnægjandi næring er ein af meginorsökum margra langtímaafleiðinga barnafátæktar. Skortur í bernsku skilar sér út í heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og víðar þannig að það er til mikils að vinna að reyna að koma í veg fyrir slíkt. Norskar rannsóknir á áhrifum endurgjaldslausra skólamáltíða sýna tengsl þeirra og bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Samkvæmt annarri norskri rannsókn jókst neysla nemenda á hollum mat, sérstaklega þeirra með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði í heilsu. Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að því allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar ekki síst ef matartíminn sjálfur er nýttur betur en nú er. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir geta orðið til þess að hlutverk matmálstíma í skólum snúist ekki bara um að skófla í sig mat á sem stystum tíma heldur verði þeir gagnvirkur hluti af námi þar sem nemendur fræðast um mat og mataræði í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla í heimilisfræði. Þannig verður matur sem borðaður er í skólanum ekki einungis mikilvægur næringar- og orkugjafi heldur einnig hluti af sjálfbærnikennslu, næringarfræði og lífsleikni sem styrkir grunnskólann í heild sinni. Frá og með næsta hausti verður boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum landsins. Það er vegna þess að um það náðist samstaða á vettvangi aðila vinnumarkaðarins við gerð síðustu kjarasamninga með sterkri aðkomu ríkisins eins og kunnugt er. Þetta er tímabært fyrsta skref í átt að því að skólamáltíðir barna á öllum skólastigum verði gjaldfrjálsar í framtíðinni. Það stuðlar að félagslegu réttlæti í samfélaginu. Næring er þýðingarmikil fyrir þroska nemenda og starfsorku. Börn sem eru vel nærð njóta skólagöngu sinnar betur. Hollar og næringarríkar skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu aðstandenda þeirra. Börn eiga að hafa skýlausan rétt til að njóta þeirrar líkamlegu, ekki síður en andlegu, næringar sem samfélagið er sammála um að sé forsenda lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla barnanna sjálfra hefur þar verið lögð á að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði í skólanum. Sjónarmið dýravelferðar hafa einnig komið fram í áherslum barnaþinga og einnig vilja nemendur fá að hafa aðkomu að ákvörðunum um hvað er í matinn í skólanum. Og svo finnst börnum afskaplega mikilvægt að öll börn fái mat. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafa verið sérstakt baráttumál okkar Vinstri grænna. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður flutti þingsályktunartillögu í nóvember síðastliðnum um málið, sem síðan var unnið áfram í innviðaráðuneytinu undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur og verkað í umhverfis- og samgöngunefnd undir stjórn Bjarna Jónssonar og loks samþykkt sem lög frá Alþingi 22. júní síðastliðinn. Í rannsóknarskýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings um fátækt barna á Íslandi kom fram að ókeypis skólamáltíðir geti skipt sköpum fyrir börn af fátækum heimilum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir munu auka jöfnuð meðal barna, óháð fjárhag foreldra og styðja markmið stjórnvalda um að draga úr fátækt meðal barna. Þá má benda á að ófullnægjandi næring er ein af meginorsökum margra langtímaafleiðinga barnafátæktar. Skortur í bernsku skilar sér út í heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og víðar þannig að það er til mikils að vinna að reyna að koma í veg fyrir slíkt. Norskar rannsóknir á áhrifum endurgjaldslausra skólamáltíða sýna tengsl þeirra og bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Samkvæmt annarri norskri rannsókn jókst neysla nemenda á hollum mat, sérstaklega þeirra með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði í heilsu. Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að því allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar ekki síst ef matartíminn sjálfur er nýttur betur en nú er. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir geta orðið til þess að hlutverk matmálstíma í skólum snúist ekki bara um að skófla í sig mat á sem stystum tíma heldur verði þeir gagnvirkur hluti af námi þar sem nemendur fræðast um mat og mataræði í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla í heimilisfræði. Þannig verður matur sem borðaður er í skólanum ekki einungis mikilvægur næringar- og orkugjafi heldur einnig hluti af sjálfbærnikennslu, næringarfræði og lífsleikni sem styrkir grunnskólann í heild sinni. Frá og með næsta hausti verður boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum landsins. Það er vegna þess að um það náðist samstaða á vettvangi aðila vinnumarkaðarins við gerð síðustu kjarasamninga með sterkri aðkomu ríkisins eins og kunnugt er. Þetta er tímabært fyrsta skref í átt að því að skólamáltíðir barna á öllum skólastigum verði gjaldfrjálsar í framtíðinni. Það stuðlar að félagslegu réttlæti í samfélaginu. Næring er þýðingarmikil fyrir þroska nemenda og starfsorku. Börn sem eru vel nærð njóta skólagöngu sinnar betur. Hollar og næringarríkar skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu aðstandenda þeirra. Börn eiga að hafa skýlausan rétt til að njóta þeirrar líkamlegu, ekki síður en andlegu, næringar sem samfélagið er sammála um að sé forsenda lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun