Kosningaáróður skrifstofu Alþingis? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2024 08:00 Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti. Það er öllu heldur mótstaða flokkanna við stóraukinn fjölda innflytjenda og hælisleitenda til Evrópu sem hefur leitt til þessa merkimiða. Sú afmörkun fellur ekki vel að hefðbundinni flokkun stjórnmálanna í hægri og vinstri. Þessi þróun ráðandi stjórnmálaafla innan Evrópuþingsins hefur vofað yfir í einhvern tíma og valdið töluverðum titringi í Brussel. Við þingmenn sem sóttum fund þingmannanefndar EES í Strassborg fyrr í vetur fórum ekki varhluta af því. Á fundinum, sem fór fram í Evrópuþinginu sjálfu, fengum við einkar áhugaverðan fyrirlestur frá forstöðumanni kosningaherferðaskrifstofu Evrópuþingsins (e. Directorate for Campaigns). Forstöðumaðurinn („óháði“ embættismaðurinn) fór þar grímulaust yfir áhyggjur Brusselvaldsins af vinsældabylgju fyrrgreindra flokka. Þeir væru enda mjög gagnrýnir á Evrópusambandið. Því væri mikilvægt fyrir Evrópuþingið að standa fyrir kröftugri kosningaherferð um mikilvægi Evrópuþingskosninga. Góð þátttaka í þeim væri líklegri til að draga úr vægi framangreindra flokka. Ég staldraði við þessi skilaboð. Auðvitað er mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt til að kjósa og í sjálfu sér jákvætt að hvetja til kosningaþátttöku. Hvernig fyndist okkur annars sú hugmynd að skrifstofa Alþingis ræki kosningabaráttu og talaði fyrir (eða gegn) ákveðnum kosningaúrslitum? Þessi orðræða kom í það minnsta illa við mig. Ég gerði því athugasemd og spurði fyrirlesarann að því hvort þetta væru ekki veigamikil rök í málflutningi þessara róttæku flokka, þ.e.a.s. að afskipti Brusselvaldsins og embættismanna væri komin út fyrir öll velsæmismörk. Sömuleiðis að útþensla og kostnaður hefðu aukist úr hófi. Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum kosninganna. Þær varða okkur auðvitað óbeint vegna náins samstarfs okkar við Evrópusambandið. Hitt er svo annað mál hvort embættismönnum Evrópuþingsins verður að ósk sinni. Eða hvort þeir sem eiga taki til sín verðskuldaða gagnrýni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Diljá Mist Einarsdóttir Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti. Það er öllu heldur mótstaða flokkanna við stóraukinn fjölda innflytjenda og hælisleitenda til Evrópu sem hefur leitt til þessa merkimiða. Sú afmörkun fellur ekki vel að hefðbundinni flokkun stjórnmálanna í hægri og vinstri. Þessi þróun ráðandi stjórnmálaafla innan Evrópuþingsins hefur vofað yfir í einhvern tíma og valdið töluverðum titringi í Brussel. Við þingmenn sem sóttum fund þingmannanefndar EES í Strassborg fyrr í vetur fórum ekki varhluta af því. Á fundinum, sem fór fram í Evrópuþinginu sjálfu, fengum við einkar áhugaverðan fyrirlestur frá forstöðumanni kosningaherferðaskrifstofu Evrópuþingsins (e. Directorate for Campaigns). Forstöðumaðurinn („óháði“ embættismaðurinn) fór þar grímulaust yfir áhyggjur Brusselvaldsins af vinsældabylgju fyrrgreindra flokka. Þeir væru enda mjög gagnrýnir á Evrópusambandið. Því væri mikilvægt fyrir Evrópuþingið að standa fyrir kröftugri kosningaherferð um mikilvægi Evrópuþingskosninga. Góð þátttaka í þeim væri líklegri til að draga úr vægi framangreindra flokka. Ég staldraði við þessi skilaboð. Auðvitað er mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt til að kjósa og í sjálfu sér jákvætt að hvetja til kosningaþátttöku. Hvernig fyndist okkur annars sú hugmynd að skrifstofa Alþingis ræki kosningabaráttu og talaði fyrir (eða gegn) ákveðnum kosningaúrslitum? Þessi orðræða kom í það minnsta illa við mig. Ég gerði því athugasemd og spurði fyrirlesarann að því hvort þetta væru ekki veigamikil rök í málflutningi þessara róttæku flokka, þ.e.a.s. að afskipti Brusselvaldsins og embættismanna væri komin út fyrir öll velsæmismörk. Sömuleiðis að útþensla og kostnaður hefðu aukist úr hófi. Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum kosninganna. Þær varða okkur auðvitað óbeint vegna náins samstarfs okkar við Evrópusambandið. Hitt er svo annað mál hvort embættismönnum Evrópuþingsins verður að ósk sinni. Eða hvort þeir sem eiga taki til sín verðskuldaða gagnrýni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun