Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 22:31 Gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa sér aðgangsmiða að Perlunni vilji þeir fara á kaffihúsið eða veitingastaðinn á efstu hæðunum tveimur. Vísir/Vilhelm Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. Þetta kemur fram í frétt mbl um málið en þar er haft eftir starfsmanni Perlunnar. Á síðu Perlunnar má sjá verð aðgangsmiðanna að svokölluðum „Undrum Íslands“ (e. Wonders of Iceland) sem veita manni aðgang að allri Perlunni, það er að segja byggingunni, útsýnispallinum, norðurljósasýningunni Áróru og öllum öðrum sýningum. Dýrara að kaupa á staðnum en netinu Miði fyrir fullorðna kostar 5.390 en fyrir börn á aldrinum sex til sautján ára kostar hann 3.390. Það er því frítt fyrir fimm ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa sérstakan fjölskyldumiða, sem inniheldur tvo fullorðinsmiða og tvo barnamiða, á 14.990 sem sparar slíkri fjölskyldu 2.570 krónur. Verðið sem er gefið upp er hins vegar svokallað netverð og eru bæði fullorðins- og barnamiðarnir 300 krónum dýrari ef maður kaupir þá á staðnum. Fjölskyldumiðinn er jafnframt tvö þúsund krónum dýrari keyptur á staðnum og kostar 16.990 krónur. Íslendingar fái frítt inn með vildarkorti Íslendingar geta hins vegar sleppt við að borga sig inn ef þeir sækja um vildarvinakort að sögn starfsmannsins sem mbl ræddi við. Vildarvinakortið sé ókeypis og veiti korthöfum aðgang að fjórðu og fimmtu hæð Perlunnar þar sem útsýnispallurinn og veitingaþjónustan eru staðsett. Með því sé hægt að ganga beint inn. Á heimasíðu Perlunnar má lesa um skilmála Vildarvinakortsins sem er eingöngu gefið út til einstaklinga sem hafa náð átján ára aldri. „Gegn framvísun vildarvinakortsins á korthafi rétt á ákveðnum fríðindum í viðskiptum sínum við Perluna og eftir atvikum samstarfsfyrirtæki sem staðsett eru í Perlunni,“ segir á síðunni en þau fríðindi geti breyst frá einum tíma til annars. Korthafar eru hvattir til að fylgjast með fríðindum kortsins á heimasíðu Perlunnar þar sem þeir „geta ekki treyst því að Perlan muni senda þeim sérstakar tilkynningar um breytingar á fríðindum.“ „Réttur korthafa til að njóta þeirra fríðinda sem vildarvinakort Perlunnar býður upp á er bundinn við korthafa einan og gildir rétturinn því ekki um vini eða fjölskyldumeðlimi sem eftir atvikum heimsækja,“ segir á síðunni og er starfsmönnum Perlunnar heimilt að taka vildarkort úr umferð ef það er misnotað. Neytendur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl um málið en þar er haft eftir starfsmanni Perlunnar. Á síðu Perlunnar má sjá verð aðgangsmiðanna að svokölluðum „Undrum Íslands“ (e. Wonders of Iceland) sem veita manni aðgang að allri Perlunni, það er að segja byggingunni, útsýnispallinum, norðurljósasýningunni Áróru og öllum öðrum sýningum. Dýrara að kaupa á staðnum en netinu Miði fyrir fullorðna kostar 5.390 en fyrir börn á aldrinum sex til sautján ára kostar hann 3.390. Það er því frítt fyrir fimm ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa sérstakan fjölskyldumiða, sem inniheldur tvo fullorðinsmiða og tvo barnamiða, á 14.990 sem sparar slíkri fjölskyldu 2.570 krónur. Verðið sem er gefið upp er hins vegar svokallað netverð og eru bæði fullorðins- og barnamiðarnir 300 krónum dýrari ef maður kaupir þá á staðnum. Fjölskyldumiðinn er jafnframt tvö þúsund krónum dýrari keyptur á staðnum og kostar 16.990 krónur. Íslendingar fái frítt inn með vildarkorti Íslendingar geta hins vegar sleppt við að borga sig inn ef þeir sækja um vildarvinakort að sögn starfsmannsins sem mbl ræddi við. Vildarvinakortið sé ókeypis og veiti korthöfum aðgang að fjórðu og fimmtu hæð Perlunnar þar sem útsýnispallurinn og veitingaþjónustan eru staðsett. Með því sé hægt að ganga beint inn. Á heimasíðu Perlunnar má lesa um skilmála Vildarvinakortsins sem er eingöngu gefið út til einstaklinga sem hafa náð átján ára aldri. „Gegn framvísun vildarvinakortsins á korthafi rétt á ákveðnum fríðindum í viðskiptum sínum við Perluna og eftir atvikum samstarfsfyrirtæki sem staðsett eru í Perlunni,“ segir á síðunni en þau fríðindi geti breyst frá einum tíma til annars. Korthafar eru hvattir til að fylgjast með fríðindum kortsins á heimasíðu Perlunnar þar sem þeir „geta ekki treyst því að Perlan muni senda þeim sérstakar tilkynningar um breytingar á fríðindum.“ „Réttur korthafa til að njóta þeirra fríðinda sem vildarvinakort Perlunnar býður upp á er bundinn við korthafa einan og gildir rétturinn því ekki um vini eða fjölskyldumeðlimi sem eftir atvikum heimsækja,“ segir á síðunni og er starfsmönnum Perlunnar heimilt að taka vildarkort úr umferð ef það er misnotað.
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira