Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Viðskiptavinur sem keypti borðplötu úr svokölluðum náttúrusteini skal vera heimilt að rifta kaupunum þar sem sýnishornið sem kaupin byggðu á hafi verið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim. Í borðplötunni hafi verið fjöldi áberandi ryðbrúnna slikja. Neytendur 11.9.2025 14:04
Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld gæti þess að boðaðar breytingar á tollflokkun á pítsaosti með íblandaðri jurtaolíu grafi ekki undan samkeppnishæfni íslenskra bænda og framleiðenda. Viðskipti innlent 9.9.2025 21:58
Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Fjármálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Ráðherra hefur áður boðað slíka lagasetningu en dregið áformin til baka eftir hávær mótmæli hagaðila. Viðskipti innlent 9.9.2025 13:48
„Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent 8.9.2025 12:36
Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum „Ég er almennt ekki vanur að svara einhverju svona sem fólk segir um félagið okkar út um bæinn. Maður hefði þá ekki annað að gera. En þetta tal í þessum manni var svo yfirgengilegt að það var nú ekki hjá því komist að bregðast við.“ Viðskipti innlent 3. september 2025 09:37
Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Svanurinn – Norræna umhverfismerkið stendur fyrir morgunfundi í dag þar sem neytandinn verður í brennidepli og meðal annars verður rætt um vilja neytenda til að gera vel, Svansvottun sem markaðstól og hvernig Svanurinn getur veitt innblástur til framtíðar. Viðskipti innlent 3. september 2025 08:32
Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Matfugl hefur innkallað átta vörur með ferskum kjúklingi vegna gruns um salmonellusmit. Innköllunin er sögð gerð í varúðarskyni og kjúklingurinn hættulaus sé rétt með hann farið. Viðskipti innlent 1. september 2025 15:33
Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir ekki lögmál að á Íslandi þurfi að vera hátt matarverð. Íslenskur markaður hafi tvo lykilþætti til að halda verði niðri sem séu samkeppni og fjöldi viðskiptavina. Neytendur 29. ágúst 2025 10:07
Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Fjölmiðlakonan Sigga Lund lenti í netsvindli svika-fataverslunarinnar Vefstóls Svanhildar og varar aðra við síðunni. Loka þurfti korti hennar en starfsmenn Arion banka könnuðust heldur betur við svikasíðuna. Neytendur 28. ágúst 2025 13:08
Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra. Innlent 23. ágúst 2025 21:26
Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum. Neytendur 23. ágúst 2025 10:11
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. Innlent 23. ágúst 2025 09:32
Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Á fyrstu sextíu dögum sölu á íþróttanammi Latabæjar í matvöruverslunum seldust um tuttugu tonn. Stofnandi Latabæjar hrósar íslensku þjóðinni fyrir að svara ákalli um aukna neyslu á ávöxtum og grænmeti. Neytendur 22. ágúst 2025 16:20
Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Prís stefnir á að opna fleiri verslanir á næstu árum sem myndi koma til með að efla samkeppni enn frekar á matvörumarkaði og valda auknu verðaðhaldi og lækkandi matarverði að mati ASÍ. Neytendur 22. ágúst 2025 09:35
Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn. Neytendur 21. ágúst 2025 12:58
Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Leiguverðshækkanir hafa leitt til þess að hlutfall húsnæðisbóta af leigu er komið ansi nálægt því sem það var áður en grunnfjárhæðir húsnæðisbóta voru hækkaðar um fjórðung í fyrra. Innlent 21. ágúst 2025 08:37
Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Rúmlega einn af hverjum átta kaupsamningum sem gerðir voru í júní voru um íbúð í nýbyggingu. Þinglýstir kaupsamningar voru 991, þar af 132 um nýjar íbúðir. Innlent 21. ágúst 2025 07:07
Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er afar ósáttur með ákvörðun peningastefnunefndar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hlutina þróast í ranga átt. Viðskipti innlent 20. ágúst 2025 11:57
Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Vöruskiptahalli hefur aldrei verið meiri á Íslandi sem skýrist þó aðallega af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Á sama tíma hafa Íslendingar aldrei ferðast eins mikið til útlanda og í ár. Neytendur 19. ágúst 2025 18:46
Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur ítrekað innköllun loftpúða fjölmargra tegunda bíla sem voru framleiddir frá 1998 til 2019. Um er að ræða 31 bílategundir allt í allt. Neytendur 19. ágúst 2025 14:49
Súpan með pappírnum innkölluð Icelandic Food Company ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum mexíkóska kjúklingasúpu sem Krónan selur undir sínu vörumerki. Neytandi vakti athygli á því í gær að klósettpappír hefði fundist í pakka með súpunni. Neytendur 19. ágúst 2025 09:52
Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Viðskipti innlent 18. ágúst 2025 23:43
Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Margréti Sigríði Jóhannsdóttur var verulega brugðið í gær þegar hún eldaði mexíkóska kjúklingasúpu frá Krónunni og fann í henni eitthvað sem virtist vera eldhús- eða klósettpappír. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir málið miður og að lotunúmer súpunnar hafi verið innkallað. Um sé að ræða mannleg mistök við pökkun. Neytendur 18. ágúst 2025 13:46
„Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Formaður Neytendasamtakanna segir stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á málum er varða bílastæðagjöld. Leiða megi líkur að því að fyrirtæki sem rukki fyrir þriðja aðila séu ekki með leyfi til þess og segir ekki ganga að hér á landi sé stunduð starfsemi sem sniðgangi lög. Neytendur 17. ágúst 2025 17:16
Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. Innlent 16. ágúst 2025 13:18