Kæra ferðaþjónusta, gerum betur Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 30. desember 2023 14:01 Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði. Það er óumdeilanlegt að flest brot á vinnumarkaði eiga sér stað í ferðaþjónustu. Þetta er upplifun og reynsla okkar sem starfa að þessum málum dags daglega en þetta birtist okkur jafnframt í tölum og gögnum. Verkalýðsfélag Suðurlands birti nýverið frétt um tölfræði launaþjófnaðar á árinu 2023. (sjá frétt á vef félagsins). Á árinu 2023 innheimti Verkalýðsfélag Suðurlands 43,4 milljónir króna fyrir hönd 59 félagsmanna sinna vegna vangoldinna launa. Öll málin voru vegna starfsmanna í ferðaþjónustu. Hæsta einstaka krafan hljóðaði upp á tæpar 5 milljónir króna og eftir stendur að fólk var að meðaltali hlunnfarið um 413 þúsund krónur. Jafnframt er mikilvægt að horfa til þess að kröfur eru reiknaðar út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að hverju sinni, en þeim er oft ábótavant og í mörgum tilfellum er því um að ræða að starfsmenn hafi átt meira inni en krafan hljóðaði upp á. Hjá félagi eins og Verkalýðsfélagi Suðurlands, þar sem félagsmenn eru um 2000, eru 59 mál á ársgrundvelli skammarlegt hlutfall. Mikilvægt er að taka það einnig fram að innan þessara 59 mála er einungis um að ræða mál sem fóru í innheimtu og var gerð krafa vegna. Ótal mála leysast sem betur fer með einu símtali, tölvupósti eða eðlilegu samtali milli manna, þar sem menn viðurkenna mistök sín og leiðrétta. Það er jafnframt í framhaldi af því ágætt að árétta þá umræðu sem fer ávalt á flug þegar rædd eru kjarabrot í ferðaþjónustunni, þess efnis að þetta séu einungis fá skemmd epli. Það kann vel að vera, en eplin eru orðin ansi mörg. Þrátt fyrir að aðeins sé um að ræða fá skemmd epli, þá skortir innan greinarinnar að viðurkennt sé að launaþjófnaður sé vandamál. Að það sé horfst í augu við þá staðreynd að hér er sennilega um að ræða glæpsæknustu atvinnugrein landsins, með tilliti til réttinda launafólks. Í stað þess að fara í vörn fyrir fáu skemmdu eplin væri nær að þeir atvinnurekendur sem eru heiðarlegir og fara rétt að, fylki liði í að uppræta þennan ósóma í stað þess að tala vandann niður. Gleymum því ekki að launaþjófnaður kemur ekki bara niður á launamanninum, heldur skekkir hann einnig gríðarlega samkeppnisstöðu fyrirtækja. Kæra ferðaþjónusta, gerum betur. Það er rúmur áratugur síðan algjör sprenging varð í atvinnugreininni. Það er einfaldlega ekki hægt að bera endalaust fyrir sér mistök, kunnáttuleysi eða gáleysi. Á einhverjum tímapunkti hljótum við að gera þá kröfu að máli linni og fólk læri. Mistök eru til þess að læra af þeim, ekki til þess að afsaka endalausan tossaskap. Ég óska þess að á nýju ári hættum við að tala niður vandann, heldur horfumst í augu við hann, viðurkennum hann og stefnum að því að gera betur. Slíkt er einungis hægt með samheldnu átaki og skiptir þar máli aðkoma allra. Stjórnvöld þurfa að koma betri lagaramma utan um launaþjófnað og hagnýtingu starfsfólks og má þar nefna févíti við launaþjófnaði, taka harðar á kennitöluflakki og stórefla eftirlit. Þá þurfa atvinnurekendur að átta sig á mikilvægi þess að uppræta launaþjófnað með tilliti til samkeppnishæfs vinnumarkaðs. Öðruvísi hefst þetta ekki. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði. Það er óumdeilanlegt að flest brot á vinnumarkaði eiga sér stað í ferðaþjónustu. Þetta er upplifun og reynsla okkar sem starfa að þessum málum dags daglega en þetta birtist okkur jafnframt í tölum og gögnum. Verkalýðsfélag Suðurlands birti nýverið frétt um tölfræði launaþjófnaðar á árinu 2023. (sjá frétt á vef félagsins). Á árinu 2023 innheimti Verkalýðsfélag Suðurlands 43,4 milljónir króna fyrir hönd 59 félagsmanna sinna vegna vangoldinna launa. Öll málin voru vegna starfsmanna í ferðaþjónustu. Hæsta einstaka krafan hljóðaði upp á tæpar 5 milljónir króna og eftir stendur að fólk var að meðaltali hlunnfarið um 413 þúsund krónur. Jafnframt er mikilvægt að horfa til þess að kröfur eru reiknaðar út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að hverju sinni, en þeim er oft ábótavant og í mörgum tilfellum er því um að ræða að starfsmenn hafi átt meira inni en krafan hljóðaði upp á. Hjá félagi eins og Verkalýðsfélagi Suðurlands, þar sem félagsmenn eru um 2000, eru 59 mál á ársgrundvelli skammarlegt hlutfall. Mikilvægt er að taka það einnig fram að innan þessara 59 mála er einungis um að ræða mál sem fóru í innheimtu og var gerð krafa vegna. Ótal mála leysast sem betur fer með einu símtali, tölvupósti eða eðlilegu samtali milli manna, þar sem menn viðurkenna mistök sín og leiðrétta. Það er jafnframt í framhaldi af því ágætt að árétta þá umræðu sem fer ávalt á flug þegar rædd eru kjarabrot í ferðaþjónustunni, þess efnis að þetta séu einungis fá skemmd epli. Það kann vel að vera, en eplin eru orðin ansi mörg. Þrátt fyrir að aðeins sé um að ræða fá skemmd epli, þá skortir innan greinarinnar að viðurkennt sé að launaþjófnaður sé vandamál. Að það sé horfst í augu við þá staðreynd að hér er sennilega um að ræða glæpsæknustu atvinnugrein landsins, með tilliti til réttinda launafólks. Í stað þess að fara í vörn fyrir fáu skemmdu eplin væri nær að þeir atvinnurekendur sem eru heiðarlegir og fara rétt að, fylki liði í að uppræta þennan ósóma í stað þess að tala vandann niður. Gleymum því ekki að launaþjófnaður kemur ekki bara niður á launamanninum, heldur skekkir hann einnig gríðarlega samkeppnisstöðu fyrirtækja. Kæra ferðaþjónusta, gerum betur. Það er rúmur áratugur síðan algjör sprenging varð í atvinnugreininni. Það er einfaldlega ekki hægt að bera endalaust fyrir sér mistök, kunnáttuleysi eða gáleysi. Á einhverjum tímapunkti hljótum við að gera þá kröfu að máli linni og fólk læri. Mistök eru til þess að læra af þeim, ekki til þess að afsaka endalausan tossaskap. Ég óska þess að á nýju ári hættum við að tala niður vandann, heldur horfumst í augu við hann, viðurkennum hann og stefnum að því að gera betur. Slíkt er einungis hægt með samheldnu átaki og skiptir þar máli aðkoma allra. Stjórnvöld þurfa að koma betri lagaramma utan um launaþjófnað og hagnýtingu starfsfólks og má þar nefna févíti við launaþjófnaði, taka harðar á kennitöluflakki og stórefla eftirlit. Þá þurfa atvinnurekendur að átta sig á mikilvægi þess að uppræta launaþjófnað með tilliti til samkeppnishæfs vinnumarkaðs. Öðruvísi hefst þetta ekki. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun