Við þurfum að standa vaktina Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. nóvember 2023 13:00 Um þessar mundir horfum við upp á stórfellda eyðileggingu af völdum þeirra jarðskjálfta, landriss og landsigs sem á sér nú stað á sunnanverðu Reykjanesi. Grindavík er í miðju þessara skelfilegu hamfara og íbúar Grindavíkur eru að upplifa atburði á skala sem við höfum ekki séð hér á landi í rúma hálfa öld. Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga viðbragðskerfi sem er einstakt á heimsmælikvarða og það hefur sýnt sig á síðustu dögum hversu öflugt það er að byggja upp kerfi þar sem sjálfboðaliðar vinna þétt saman í þágu þjóðar. Grindavík var á föstudaginn var rýmd á mettíma og þar sýndi sig hversu mikilvægt það er að við leggjum vinnu í að búa til viðbragðsáætlanir. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar undanfarna daga hafa ávallt verið með öryggi íbúa og viðbragðsaðila að leiðarljósi. Hafandi starfað innan þess viðbragðskerfis í tæp þrjátíu ár, þá hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sjá það þróast og eflast í gegnum árin. Sem betur fer höfum við á undanförnum árum lagt aukið fjármagn í að styðja við uppbyggingu kerfisins. Það eru ekki nema níu ár síðan það gaus í Holuhrauni og þeir félagar Víðir og Rögnvaldur þurftu að skipta á milli sín tólf tíma vöktum í Samhæfingarstöðinni í marga mánuði því að fjárframlög til Almannavarna dugðu einungis fyrir örfáum starfsmönnum. Mikilvægt er að það aukna fjárframlag sem kom til kjarnarekstrar Almannavarna í kjölfar heimsfaraldursins sé ekki einungis viðhaldið, heldur aukið. Álagið á viðbragðskerfið okkar mun einungis aukast á komandi árum, nú þegar fleiri og fleiri eldstöðvakerfi eru að vakna af dvala. Viðbragðskerfi okkar er einnig af stóru leyti byggt upp af sjálfboðaliðum frá Rauða Krossinum og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar standa þúsundir einstaklinga vaktina dag og nótt og án þeirra væri ástandið mun alvarlegra. Það er samt mikilvægt að muna að þegar atburðir og aðgerðir dragast á langinn þá er ekki hægt að treysta einungis á sjálfboðaliða. Við þurfum því að huga að því hvernig við tryggjum langtíma aðstoð við íbúa Grindavíkur. Fram undan er mikil vinna en við megum ekki gleyma því að við erum enn þá í miðjum atburði. Hvort heldur sem gýs eða ekki, þá er augljóst að skemmdir og ástandið í Grindavík er skelfilegt og ansi erfitt fyrir nokkurt okkar að átta okkur á því hvernig íbúum Grindavíkur líður þessa dagana. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð að taka þessum íbúum opnum örmum og gera allt sem í okkar valdi til þess að lina þjáningar þeirra. Eitt helsta hlutverk ríkisstjórnarinnar á þessum miklu óvissutímum er að taka ákvarðanir hratt og örugglega. Nú er ekki tíminn til að skipa nefndir og starfshópa til þess að spá í hvað eigi að gera, heldur er mikilvægt að taka ákvarðanir sem sýna það strax í verki að við munum standa þétt við bakið á öllum íbúum Grindavíkur og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hjálpa þeim.. Nú, eins og svo oft áður er mikilvægt að við stöndum vaktina. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Grindavík Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir horfum við upp á stórfellda eyðileggingu af völdum þeirra jarðskjálfta, landriss og landsigs sem á sér nú stað á sunnanverðu Reykjanesi. Grindavík er í miðju þessara skelfilegu hamfara og íbúar Grindavíkur eru að upplifa atburði á skala sem við höfum ekki séð hér á landi í rúma hálfa öld. Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga viðbragðskerfi sem er einstakt á heimsmælikvarða og það hefur sýnt sig á síðustu dögum hversu öflugt það er að byggja upp kerfi þar sem sjálfboðaliðar vinna þétt saman í þágu þjóðar. Grindavík var á föstudaginn var rýmd á mettíma og þar sýndi sig hversu mikilvægt það er að við leggjum vinnu í að búa til viðbragðsáætlanir. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar undanfarna daga hafa ávallt verið með öryggi íbúa og viðbragðsaðila að leiðarljósi. Hafandi starfað innan þess viðbragðskerfis í tæp þrjátíu ár, þá hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sjá það þróast og eflast í gegnum árin. Sem betur fer höfum við á undanförnum árum lagt aukið fjármagn í að styðja við uppbyggingu kerfisins. Það eru ekki nema níu ár síðan það gaus í Holuhrauni og þeir félagar Víðir og Rögnvaldur þurftu að skipta á milli sín tólf tíma vöktum í Samhæfingarstöðinni í marga mánuði því að fjárframlög til Almannavarna dugðu einungis fyrir örfáum starfsmönnum. Mikilvægt er að það aukna fjárframlag sem kom til kjarnarekstrar Almannavarna í kjölfar heimsfaraldursins sé ekki einungis viðhaldið, heldur aukið. Álagið á viðbragðskerfið okkar mun einungis aukast á komandi árum, nú þegar fleiri og fleiri eldstöðvakerfi eru að vakna af dvala. Viðbragðskerfi okkar er einnig af stóru leyti byggt upp af sjálfboðaliðum frá Rauða Krossinum og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar standa þúsundir einstaklinga vaktina dag og nótt og án þeirra væri ástandið mun alvarlegra. Það er samt mikilvægt að muna að þegar atburðir og aðgerðir dragast á langinn þá er ekki hægt að treysta einungis á sjálfboðaliða. Við þurfum því að huga að því hvernig við tryggjum langtíma aðstoð við íbúa Grindavíkur. Fram undan er mikil vinna en við megum ekki gleyma því að við erum enn þá í miðjum atburði. Hvort heldur sem gýs eða ekki, þá er augljóst að skemmdir og ástandið í Grindavík er skelfilegt og ansi erfitt fyrir nokkurt okkar að átta okkur á því hvernig íbúum Grindavíkur líður þessa dagana. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð að taka þessum íbúum opnum örmum og gera allt sem í okkar valdi til þess að lina þjáningar þeirra. Eitt helsta hlutverk ríkisstjórnarinnar á þessum miklu óvissutímum er að taka ákvarðanir hratt og örugglega. Nú er ekki tíminn til að skipa nefndir og starfshópa til þess að spá í hvað eigi að gera, heldur er mikilvægt að taka ákvarðanir sem sýna það strax í verki að við munum standa þétt við bakið á öllum íbúum Grindavíkur og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hjálpa þeim.. Nú, eins og svo oft áður er mikilvægt að við stöndum vaktina. Höfundur er þingmaður Pírata.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun