Sjötíu milljónir til að vinna með kvíða hjá börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2023 11:59 Þverfaglega teymið með bros á vör. Stjórnarráðið Nýtt meðferðarúrræði á netinu gæti tryggt mun fleiri börnum og forráðamönnum þeirra um allt land árangursríka geðheilbrigðisþjónustu. Háskólinn í Reykjavík og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vinna saman að verkefninu sem heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt með 70 milljóna króna framlagi. Verkefnið byggist á hugrænni atferlismeðferð (HAM) þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Meðferðin er lágþröskuldaþjónusta sem krefst ekki sjúkdómsgreiningar til þess að tryggja tímanlega þjónustu, svokallaða snemmtæka íhlutun. Stafræn lausn til að bæta aðgengi að þjónustu Foreldramiðuð hugræn atferlismeðferð (FHAM) er gagnreynt úrræði fyrir börn á aldrinum 5-12 ára sem glíma við kvíða og hefur verið veitt hér á landi um nokkurt skeið með góðum árangri, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Nýmæli þessa verkefnis felst í því að nýta stafrænar lausnir við meðferðina og meta árangur þess fyrirkomulags. Markmiðið er að gera þessa þjónustu aðgengilega öllum, óháð búsetu og að fólk geti nálgast hana hvenær sem því hentar best. Verkefnið byggist á niðurstöðum nýlegra rannsókna á meðferð við kvíðaröskunum barna og þróun stafrænna heilbrigðislausna,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur, innleiðing og árangursmat Háskólinn í Reykjavík mun leiða verkefnið í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Háskólinn í Oxford tekur einnig þátt í verkefninu ásamt hugbúnaðarfyrirtækinu Bitjam sem sérhæfir sig í þróun stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu. Liður í undirbúningi hefur falist í því að tryggja öryggi gagna, persónuvernd og tengsl við sjúkraskrárkerfi. „Nú er komið að innleiðingu sem hefst hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og í framhaldi af því hjá heilsugæslunni um allt land. Á tímabili verkefnisins mun Háskólinn í Reykjavík rannsaka árangurinn af meðferðinni, skoða hvaða hópum meðferðin gagnast helst og meta ánægju notenda.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir FHAM metnaðarfullt nýsköpunarverkefni sem falli vel að stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til 2030. „Þar er m.a. lögð áhersla á að efla fræðslu, heilsueflingu, þverfaglega teymisvinnu og að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu sem þetta verkefni uppfyllir. Við höfum lagt mikla áherslu á að auka aðgengi fólks að árangursríkum lausnum og hér gefst tækifæri til að efla geðheilbrigði barna um land allt ef verkefnið reynist vel,“ segir Willum Þór. Sigurrós Jóhannsdóttir, leiðtogi sálfræðiþjónustu fyrir börn og unglinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fagnar úrræðinu og þverfaglega samstarfinu. „Það samrýmist sýn heilsugæslunnar að auka aðgengi að gagnreyndum úrræðum vegna kvíðavanda barna. Þetta verkefni ætti að gagnast mörgum börnum á Íslandi og styrkja foreldra í þeirra mikilvæga hlutverki“, segir Sigurrós. Brynjar Halldósson, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, segir samstarfið fela í sér skemmtilegar áskoranir. „Með nýjungar í hönnun og þróun stafrænna heilbrigðislausna og þekkingu okkar á meðferðarúrræðum að vopni getum við með þessu verkefni aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem glíma við kvíða. Það er von okkar að verkefni þetta leiði til bættrar líðan hjá börnum og valdefli foreldra til að takast á við kvíðavanda barna sinna á landinu öllu,“ segir Brynjar. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsugæsla Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Sjá meira
Verkefnið byggist á hugrænni atferlismeðferð (HAM) þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Meðferðin er lágþröskuldaþjónusta sem krefst ekki sjúkdómsgreiningar til þess að tryggja tímanlega þjónustu, svokallaða snemmtæka íhlutun. Stafræn lausn til að bæta aðgengi að þjónustu Foreldramiðuð hugræn atferlismeðferð (FHAM) er gagnreynt úrræði fyrir börn á aldrinum 5-12 ára sem glíma við kvíða og hefur verið veitt hér á landi um nokkurt skeið með góðum árangri, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Nýmæli þessa verkefnis felst í því að nýta stafrænar lausnir við meðferðina og meta árangur þess fyrirkomulags. Markmiðið er að gera þessa þjónustu aðgengilega öllum, óháð búsetu og að fólk geti nálgast hana hvenær sem því hentar best. Verkefnið byggist á niðurstöðum nýlegra rannsókna á meðferð við kvíðaröskunum barna og þróun stafrænna heilbrigðislausna,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur, innleiðing og árangursmat Háskólinn í Reykjavík mun leiða verkefnið í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Háskólinn í Oxford tekur einnig þátt í verkefninu ásamt hugbúnaðarfyrirtækinu Bitjam sem sérhæfir sig í þróun stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu. Liður í undirbúningi hefur falist í því að tryggja öryggi gagna, persónuvernd og tengsl við sjúkraskrárkerfi. „Nú er komið að innleiðingu sem hefst hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og í framhaldi af því hjá heilsugæslunni um allt land. Á tímabili verkefnisins mun Háskólinn í Reykjavík rannsaka árangurinn af meðferðinni, skoða hvaða hópum meðferðin gagnast helst og meta ánægju notenda.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir FHAM metnaðarfullt nýsköpunarverkefni sem falli vel að stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til 2030. „Þar er m.a. lögð áhersla á að efla fræðslu, heilsueflingu, þverfaglega teymisvinnu og að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu sem þetta verkefni uppfyllir. Við höfum lagt mikla áherslu á að auka aðgengi fólks að árangursríkum lausnum og hér gefst tækifæri til að efla geðheilbrigði barna um land allt ef verkefnið reynist vel,“ segir Willum Þór. Sigurrós Jóhannsdóttir, leiðtogi sálfræðiþjónustu fyrir börn og unglinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fagnar úrræðinu og þverfaglega samstarfinu. „Það samrýmist sýn heilsugæslunnar að auka aðgengi að gagnreyndum úrræðum vegna kvíðavanda barna. Þetta verkefni ætti að gagnast mörgum börnum á Íslandi og styrkja foreldra í þeirra mikilvæga hlutverki“, segir Sigurrós. Brynjar Halldósson, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, segir samstarfið fela í sér skemmtilegar áskoranir. „Með nýjungar í hönnun og þróun stafrænna heilbrigðislausna og þekkingu okkar á meðferðarúrræðum að vopni getum við með þessu verkefni aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem glíma við kvíða. Það er von okkar að verkefni þetta leiði til bættrar líðan hjá börnum og valdefli foreldra til að takast á við kvíðavanda barna sinna á landinu öllu,“ segir Brynjar.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsugæsla Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Sjá meira