Geðheilbrigði

Fréttamynd

„Ég hef aldrei séð þetta svona svaka­legt“

Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­legir fjár­munir sveitar­fé­laga í öryggisvistanir

Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfið okkar: Að verða okkar besta út­gáfa

Við tölum oft um bestu útgáfuna okkar. Þessa eftirsóttu útgáfu sem gerir okkur sterkari, hamingjusamari, kátari og svo framvegis. Best í samskiptum, best í að nýta styrkleikana okkar og svo framvegis og svo framvegis.

Áskorun
Fréttamynd

Ein­hleypir karl­menn standa verst

Nær 85 prósent landsmanna segjast ánægðir með líf sitt sem er nokkuð hærra hlutfall en fyrir áratug. Tæplega 7 prósent mælast óánægðir og nær 9 prósent hvorki ánægðir né óánægðir.

Innlent
Fréttamynd

Geðheil­brigðisþjónusta og fiskur – er ein­hver tenging?

Fiskur hefur verið helsta útflutningsvara okkar Íslendinga í árhundruði. Mestu verðmætin lágu í flökunum. Stórum hluta af fiskinum var samt hent eins og fiskiroði og beinum. Við hentum humri og skötusel og kunnum eina aðferð við að elda saltfisk: sjóða í mauk og borða með hnoðmör og soðnum kartöflum.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um endur­hæfingu!

Nú blasir við að loka þurfi geðendurhæfingarúrræði í Reykjavík sem hefur staðið ungu fólki á aldrinum 18-30 ára til boða síðustu ár. Þetta unga fólk á það sameiginlegt að falla undir svokallaðan NEET hóp, það eru þau sem ekki eru í vinnu, virkni eða námi.

Skoðun
Fréttamynd

Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar

Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að bjóða upp á fleiri úrræði fyrir hópinn og byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Gamalt vín á nýjum belgjum

Er nóg að húsnæðið sé batamiðað? Verður ekki hugmyndafræði meðferðar að vera að sama skapi byggð á bata og batamiðuðum viðhorfum? Því miður eigum við að mínu mati langt í land þarna.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­víst hvort að tvö­földun rýma muni nægja

Yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans segir fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans vera löngu tímabæra. Óvíst sé hvort að fjölgunin muni nægja enda fari hópur þeirra sem þurfi að vista sístækkandi.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Geðheil­brigði fyrir öll

ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir hádegisfundinum Geðheilbrigði fyrir öll á Reykjavík Hilton Nordica klukkan 11:30 í dag þar sem til umræðu verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi.

Innlent
Fréttamynd

Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í start­holunum

Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en þar segir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi tekið skref í átt að úrbótum í þjónustu og úrræðum fyrir einstaklinga sem sæta þurfa sérstökum öryggisráðstöfunum. Nú sé unnið að framkvæmdum vegna þessarar fjölgunar rýma.

Innlent
Fréttamynd

Gefðu fimmu!

Um daginn sá ég myndband sem fékk mig til að staldra við. Þar sást kennari ganga um skólann sinn, gefa nemendum og samstarfsfólki fimmur og faðma – og það var eins og andrúmsloftið breyttist.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­konur þjarma að heil­brigðis­ráðherra

Í dagskrárliðnum störf þingsins brá svo við að þrjár þingkonur úr ólíkum flokknum gerðu allar að umtalsefni það að ríkið hafi slitið samningi sínum við Janus endurhæfingu. Þær töldu ljóst að Alma Möller heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll forðuðust umræðuefnið.

Innlent
Fréttamynd

Á­hrifa­valdar og þing­menn ræddu kær­leikann

Alþingismenn og áhrifavaldar tóku þátt í kærleikshringjum í Iðnó með það að markmiði að eiga samtal um samfélagið og hvað sé hægt að gera til að auka samkennd og hafa áhrif til góðs. Verkefninu var ýtt úr vör í kjölfar andláts Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínun eftir stunguárás á menningarnótt í fyrra. 

Lífið
Fréttamynd

„Ástar­sorg er best í heimi“

„Það var ömurlegt að vera á ótrúlega dimmum stað. En þetta þroskaði mig svo ótrúlega mikið og ég er þakklát að fá að segja mína sögu í gegnum tónlistina,“ segir hin 25 ára gamla Kolfreyja Sól Bogadóttir, jafnan þekkt undir listamannsnafninu Alaska 1867. Hún hefur rutt sér til rúms í íslensku tónlistarlífi eftir margra ára undirbúning en fyrsta breiðskífan hennar 222 kom út í febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Verkin sem ríkis­stjórnin verður dæmd af

Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus.

Skoðun
Fréttamynd

Sumarblús

Nú hækkar sól á lofti. Hið kalda tak vetursins linast. Sorti og drungi hverfur. Léttara verður yfir fólki, útigrillin eru fægð, tjöld viðruð og lögð drög að því hvernig skal nýta þennan magnaða tíma sem íslenska sumarið er. Þó eru ekki allir sem hlakka til sumars.

Skoðun
Fréttamynd

Lokun Janusar er svikið kosninga­lof­orð um geð­heil­brigði

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember 2024 segir að sérstök áhersla verði lögð á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og að áfram verði stuðst við fjölbreytt rekstrarform. Þetta loforð hefur nú verið svikið með því að stjórnvöld hyggjast skera niður endurhæfingu fyrir ungt fólk með geðræna erfiðleika.

Skoðun