Íþróttaiðkun geti ýtt undir illvígar hjartsláttatruflanir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 17:05 Davíð O. Arnar læknir. vísir Hjartastopp eru ekki algengari en áður, að sögn Davíðs O Arnar hjartalæknis. Fjallað hefur verið um hjartastopp íþróttamanna á undanförnum árum en Davíð segir íþróttaiðkun geta ýtt undiraðstæður þar sem illvígar hjartsláttartruflanir spretta fram. Það fór um marga í Grafarvogi á fimmtudagskvöld þegar leikmaður Álftaness fór í hjartastopp í leik Fjölnis og Álftaness í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þjálfari Álftaness þakkaði skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr. Fleiri dæmi eru um knattspyrnumenn sem hafa farið í hjartastopp. Emil Pálsson knattspyrnumaður hefur farið tvisvar í hjartastopp á síðustu þremur árum og óhugnanlegt hjartastopp átti sér stað í beinni útsendingu á EM karla 2021 þegar Christian Eriksen leikmaður Danmerkur fór í hjartastopp og hneig niður. Í umfjölluninni hefur því verið velt upp hvort hjartastopp, sérstaklega hjá íþróttafólki, hafi orðið algengari á undanförnum árum. Hjartalæknir segir svo ekki vera. „Hjartastopp er tiltölulega algeng. Á Íslandi eru um 150 til 200 hjartastopp á ári, en lang flest verða hjá fólki sem er komið yfir fertugt. Hjartastopp hjá yngra fólki er frekar sjaldgæft, þetta eru fim mtil sjö tilvik á ári og þar af mögulega eitt í íþróttum. Þetta er ekki algengt en þetta vekur yfirleitt mikla athygli, sérstaklega þegar þetta gerist á íþróttavelli,“ segir Davíð O Arnar hjartalæknir sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Orsök ókunn í 30 prósent tilvika Hann segir sjúkdóma geta valdið hjartastoppi hjá ungu fólki og að kappleikir geti ýtt undir aðstæður þar sem það spretta fram illvígar hjartsláttartruflanir, oft út af undirliggjandi vanda. „Yfirleitt er streituhormónastig hátt, hjartsláttarhraðinn er mikill og það eru kringumstæður sem leiða stundum til þess að það komi fram aukaslög sem ýta undir alvarlegar hjartsláttartruflanir.“ Hann segir að í 60-70 prósent tilvika sé undirliggjandi vandi við hjartastopp sem ekki sé vitað af fyrir fram. Í 30 prósent tilfella finni læknar ekki orsök truflana. Spurður út í tengingu hjartastoppa við knattspyrnu segir Davíð að mögulegt sé að það að fá bolta í bringu geti valdið hjartsláttartruflunum. Hringja á hjálp, hnoða og nota rafstuðstæki Er hægt að koma í veg fyrir þetta? „Já það er hægt að gera það, skima fyrir þessu. Þeir sem spila í efstu deild í fótbolta fara í ítarlega skoðun en við gætum klárlega gert betur með skimun, leitað að ákveðnum sjúkdómum sem geta valdið hjartastoppi á ungaaldri. Vandamálið með skimun er að hún kostar og er umfangsmikil.“ Frávik geti fundist sem kalli á ítarlegri skoðun eða að fólki sé haldið frá keppni. „Það helgast af því að hjartalínur eru oft óeðlilegar vegna mikillar þjálfunar. Það gerir þær erfiðari í túlkun.“ Spurður út í það hvernig skuli bregðast við þegar fólk verður vitni að hjartastoppi, segir Davíð: „Í fyrsta lagi þarf að hringja í 112. Á meðan beðið skal hnoða á bringuna og í völdum tilfellum, þegar hjartarafstuðstæki eru nálægt þarf að fá það strax og tengja við sjúklinginn. Þetta eru þau þrjú viðbrögð sem skipta sköpum.“ Þetta hafi bjargað mörgum mannslífum, segir Davíð. „Mín skoðun er sú að þessi tæki þurfa að vera sem allra víðast.“ Heilbrigðismál Fótbolti Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Það fór um marga í Grafarvogi á fimmtudagskvöld þegar leikmaður Álftaness fór í hjartastopp í leik Fjölnis og Álftaness í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þjálfari Álftaness þakkaði skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr. Fleiri dæmi eru um knattspyrnumenn sem hafa farið í hjartastopp. Emil Pálsson knattspyrnumaður hefur farið tvisvar í hjartastopp á síðustu þremur árum og óhugnanlegt hjartastopp átti sér stað í beinni útsendingu á EM karla 2021 þegar Christian Eriksen leikmaður Danmerkur fór í hjartastopp og hneig niður. Í umfjölluninni hefur því verið velt upp hvort hjartastopp, sérstaklega hjá íþróttafólki, hafi orðið algengari á undanförnum árum. Hjartalæknir segir svo ekki vera. „Hjartastopp er tiltölulega algeng. Á Íslandi eru um 150 til 200 hjartastopp á ári, en lang flest verða hjá fólki sem er komið yfir fertugt. Hjartastopp hjá yngra fólki er frekar sjaldgæft, þetta eru fim mtil sjö tilvik á ári og þar af mögulega eitt í íþróttum. Þetta er ekki algengt en þetta vekur yfirleitt mikla athygli, sérstaklega þegar þetta gerist á íþróttavelli,“ segir Davíð O Arnar hjartalæknir sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Orsök ókunn í 30 prósent tilvika Hann segir sjúkdóma geta valdið hjartastoppi hjá ungu fólki og að kappleikir geti ýtt undir aðstæður þar sem það spretta fram illvígar hjartsláttartruflanir, oft út af undirliggjandi vanda. „Yfirleitt er streituhormónastig hátt, hjartsláttarhraðinn er mikill og það eru kringumstæður sem leiða stundum til þess að það komi fram aukaslög sem ýta undir alvarlegar hjartsláttartruflanir.“ Hann segir að í 60-70 prósent tilvika sé undirliggjandi vandi við hjartastopp sem ekki sé vitað af fyrir fram. Í 30 prósent tilfella finni læknar ekki orsök truflana. Spurður út í tengingu hjartastoppa við knattspyrnu segir Davíð að mögulegt sé að það að fá bolta í bringu geti valdið hjartsláttartruflunum. Hringja á hjálp, hnoða og nota rafstuðstæki Er hægt að koma í veg fyrir þetta? „Já það er hægt að gera það, skima fyrir þessu. Þeir sem spila í efstu deild í fótbolta fara í ítarlega skoðun en við gætum klárlega gert betur með skimun, leitað að ákveðnum sjúkdómum sem geta valdið hjartastoppi á ungaaldri. Vandamálið með skimun er að hún kostar og er umfangsmikil.“ Frávik geti fundist sem kalli á ítarlegri skoðun eða að fólki sé haldið frá keppni. „Það helgast af því að hjartalínur eru oft óeðlilegar vegna mikillar þjálfunar. Það gerir þær erfiðari í túlkun.“ Spurður út í það hvernig skuli bregðast við þegar fólk verður vitni að hjartastoppi, segir Davíð: „Í fyrsta lagi þarf að hringja í 112. Á meðan beðið skal hnoða á bringuna og í völdum tilfellum, þegar hjartarafstuðstæki eru nálægt þarf að fá það strax og tengja við sjúklinginn. Þetta eru þau þrjú viðbrögð sem skipta sköpum.“ Þetta hafi bjargað mörgum mannslífum, segir Davíð. „Mín skoðun er sú að þessi tæki þurfa að vera sem allra víðast.“
Heilbrigðismál Fótbolti Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira