Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sviptir hulunni af dular­fullu dollunni

Magnús Már Magnússon, þjálfari Aftureldingar í Bestu-deild karla, hefur svipt hulunni af því hvað var að finna í dularfullu dollunni sem var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína!

Rithöfundar sigruðu útgefendur 2-0 í æsispennandi leik á Valbjarnarvelli í Laugardal í gær. Leikurinn er árleg hefð í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og höfðu útgefendur unnið síðustu þrjú ár í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við

KR tók á móti ÍA og bauð upp á fimm marka flengingu í fjórðu umferð Bestu deildar karla. 5-0 niðurstaðan í Laugardalnum og KR enn ósigrað. ÍA hefur hins vegar tapað síðustu þremur leikjum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson sneri aftur úr leikbanni, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Atli Sigurjónsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp síðustu tvö mörkin. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tíu Juventusmenn kláruðu sitt

Juventus vann sterkan 2-0 sigur er liði tók á móti Monza í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, þrátt fyrir að hafa þurft að leika allan seinni hálfleinn manni færri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“

Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hlutir sem Skaga­menn sætta sig alls ekki við

Jón Þór Hauks­son, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu um­ferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virki­lega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmti­legum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR.

Fótbolti