Að sporna gegn lýðræðinu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 24. júní 2023 13:01 Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata. Einu mistökin, þessi „leiðu mistök“, eins og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kallaði atvikið, var að starfsmaður borgarinnar hugði ekki að því að fela þau samskipti sem hann átti við annan starfsmann borgarinnar, í þeim tilgangi að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á fundi íbúaráðsins. Samskipti sem téð Heiða Björg kallaði „einkasamskipti.“ Ekki sá borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata sér það fært að ræða þetta alvarlega atvik á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Enda fara fundir borgarstjórnar alla jafna fram í heyranda hljóði og er þeim einnig streymt á alnetinu. Þess í stað var málinu vísað til borgarráðs, sem fyrsta áfanga í að þagga málið niður. Enda þeir fundir haldnir fyrir luktum dyrum og auðveldara að stýra því þar að viðkvæm mál komist í loftið. Á fundi borgarráðs, rann formanni borgarráðs, Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknar og verðandi borgarstjóra, blóðið til skyldunnar til þess að “vernda” téða starfsmenn sem stóðu að því að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á vettvangi íbúaráðsins, með því að neita oddvita Flokks fólksins um að fá bókun sína birta. Þarna er auðvitað fyrst og fremst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata að "vernda" sjálfan sig og koma þessu alvarlega máli í þöggunnarfarveg samkvæmt uppskrift úr Handbók um þöggun viðkvæmra mála. Ef að þessi uppákoma á íbúaráðsfundinum hafi verið algerlega einangrað atvik og hugmynd þeirra starfsmanna sem gerðu þessi "leiðu mistök", þá hefðu allir ábyrgir stjórnendur látið þetta fólk fara. Það blasir auðvitað við hverjum þeim sem það vill sjá, að þessum starfmönnum var fjarstýrt þ.e. þeir tóku við skipunum að ofan um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu um mál sem hvíldu á fulltrúum íbúaráðsins. Augljóst er því að, ef að umræddir starfsmenn hefðu fengið "verðskuldað uppsagnarbréf" vegna gjörða sinna, að aðstæður uppsagnar hefðu verið "skáldaðar" og starfsmennirnir, til þess að vernda sjálfa sig fyrir upplognum sakargiftum, bent á hvaðan skipunin um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu í íbúaráðinu kom. Eitt má þó borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata eiga. Þeim hefur með miklum bravör tekist að gengisfella niður í ruslflokk, hugtökin lýðræði og samráð og má kannski segja, að fyrir utan það að setja borgarsjóð á hausinn, sé það það eina sem honum hafi tekist vel svo eftir sé tekið. Það er því í rauninni það eina rétta í stöðunni að hætta þessum leikaraskap með þessi hugtök sem kostað hafa útsvarsgreiðendur í borginni hundruðir milljóna. Réttast væri því að fresta frekari leiksýningum á sýndarlýðræði og sýndarsamráði borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata og spara þar með borgarsjóði hundruðir milljóna.Brotabrot af þeim kostnaði sem sparast myndi svo duga til þess að halda úti starfsemi Tjarnarbíós sem er, ólíkt Ráðhúsi Reykjavíkur, hinn rétti staður fyrir uppsetningu leiksýninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Stjórnsýsla Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata. Einu mistökin, þessi „leiðu mistök“, eins og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kallaði atvikið, var að starfsmaður borgarinnar hugði ekki að því að fela þau samskipti sem hann átti við annan starfsmann borgarinnar, í þeim tilgangi að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á fundi íbúaráðsins. Samskipti sem téð Heiða Björg kallaði „einkasamskipti.“ Ekki sá borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata sér það fært að ræða þetta alvarlega atvik á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Enda fara fundir borgarstjórnar alla jafna fram í heyranda hljóði og er þeim einnig streymt á alnetinu. Þess í stað var málinu vísað til borgarráðs, sem fyrsta áfanga í að þagga málið niður. Enda þeir fundir haldnir fyrir luktum dyrum og auðveldara að stýra því þar að viðkvæm mál komist í loftið. Á fundi borgarráðs, rann formanni borgarráðs, Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknar og verðandi borgarstjóra, blóðið til skyldunnar til þess að “vernda” téða starfsmenn sem stóðu að því að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á vettvangi íbúaráðsins, með því að neita oddvita Flokks fólksins um að fá bókun sína birta. Þarna er auðvitað fyrst og fremst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata að "vernda" sjálfan sig og koma þessu alvarlega máli í þöggunnarfarveg samkvæmt uppskrift úr Handbók um þöggun viðkvæmra mála. Ef að þessi uppákoma á íbúaráðsfundinum hafi verið algerlega einangrað atvik og hugmynd þeirra starfsmanna sem gerðu þessi "leiðu mistök", þá hefðu allir ábyrgir stjórnendur látið þetta fólk fara. Það blasir auðvitað við hverjum þeim sem það vill sjá, að þessum starfmönnum var fjarstýrt þ.e. þeir tóku við skipunum að ofan um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu um mál sem hvíldu á fulltrúum íbúaráðsins. Augljóst er því að, ef að umræddir starfsmenn hefðu fengið "verðskuldað uppsagnarbréf" vegna gjörða sinna, að aðstæður uppsagnar hefðu verið "skáldaðar" og starfsmennirnir, til þess að vernda sjálfa sig fyrir upplognum sakargiftum, bent á hvaðan skipunin um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu í íbúaráðinu kom. Eitt má þó borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata eiga. Þeim hefur með miklum bravör tekist að gengisfella niður í ruslflokk, hugtökin lýðræði og samráð og má kannski segja, að fyrir utan það að setja borgarsjóð á hausinn, sé það það eina sem honum hafi tekist vel svo eftir sé tekið. Það er því í rauninni það eina rétta í stöðunni að hætta þessum leikaraskap með þessi hugtök sem kostað hafa útsvarsgreiðendur í borginni hundruðir milljóna. Réttast væri því að fresta frekari leiksýningum á sýndarlýðræði og sýndarsamráði borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata og spara þar með borgarsjóði hundruðir milljóna.Brotabrot af þeim kostnaði sem sparast myndi svo duga til þess að halda úti starfsemi Tjarnarbíós sem er, ólíkt Ráðhúsi Reykjavíkur, hinn rétti staður fyrir uppsetningu leiksýninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun