Að sporna gegn lýðræðinu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 24. júní 2023 13:01 Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata. Einu mistökin, þessi „leiðu mistök“, eins og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kallaði atvikið, var að starfsmaður borgarinnar hugði ekki að því að fela þau samskipti sem hann átti við annan starfsmann borgarinnar, í þeim tilgangi að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á fundi íbúaráðsins. Samskipti sem téð Heiða Björg kallaði „einkasamskipti.“ Ekki sá borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata sér það fært að ræða þetta alvarlega atvik á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Enda fara fundir borgarstjórnar alla jafna fram í heyranda hljóði og er þeim einnig streymt á alnetinu. Þess í stað var málinu vísað til borgarráðs, sem fyrsta áfanga í að þagga málið niður. Enda þeir fundir haldnir fyrir luktum dyrum og auðveldara að stýra því þar að viðkvæm mál komist í loftið. Á fundi borgarráðs, rann formanni borgarráðs, Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknar og verðandi borgarstjóra, blóðið til skyldunnar til þess að “vernda” téða starfsmenn sem stóðu að því að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á vettvangi íbúaráðsins, með því að neita oddvita Flokks fólksins um að fá bókun sína birta. Þarna er auðvitað fyrst og fremst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata að "vernda" sjálfan sig og koma þessu alvarlega máli í þöggunnarfarveg samkvæmt uppskrift úr Handbók um þöggun viðkvæmra mála. Ef að þessi uppákoma á íbúaráðsfundinum hafi verið algerlega einangrað atvik og hugmynd þeirra starfsmanna sem gerðu þessi "leiðu mistök", þá hefðu allir ábyrgir stjórnendur látið þetta fólk fara. Það blasir auðvitað við hverjum þeim sem það vill sjá, að þessum starfmönnum var fjarstýrt þ.e. þeir tóku við skipunum að ofan um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu um mál sem hvíldu á fulltrúum íbúaráðsins. Augljóst er því að, ef að umræddir starfsmenn hefðu fengið "verðskuldað uppsagnarbréf" vegna gjörða sinna, að aðstæður uppsagnar hefðu verið "skáldaðar" og starfsmennirnir, til þess að vernda sjálfa sig fyrir upplognum sakargiftum, bent á hvaðan skipunin um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu í íbúaráðinu kom. Eitt má þó borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata eiga. Þeim hefur með miklum bravör tekist að gengisfella niður í ruslflokk, hugtökin lýðræði og samráð og má kannski segja, að fyrir utan það að setja borgarsjóð á hausinn, sé það það eina sem honum hafi tekist vel svo eftir sé tekið. Það er því í rauninni það eina rétta í stöðunni að hætta þessum leikaraskap með þessi hugtök sem kostað hafa útsvarsgreiðendur í borginni hundruðir milljóna. Réttast væri því að fresta frekari leiksýningum á sýndarlýðræði og sýndarsamráði borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata og spara þar með borgarsjóði hundruðir milljóna.Brotabrot af þeim kostnaði sem sparast myndi svo duga til þess að halda úti starfsemi Tjarnarbíós sem er, ólíkt Ráðhúsi Reykjavíkur, hinn rétti staður fyrir uppsetningu leiksýninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Stjórnsýsla Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata. Einu mistökin, þessi „leiðu mistök“, eins og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kallaði atvikið, var að starfsmaður borgarinnar hugði ekki að því að fela þau samskipti sem hann átti við annan starfsmann borgarinnar, í þeim tilgangi að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á fundi íbúaráðsins. Samskipti sem téð Heiða Björg kallaði „einkasamskipti.“ Ekki sá borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata sér það fært að ræða þetta alvarlega atvik á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Enda fara fundir borgarstjórnar alla jafna fram í heyranda hljóði og er þeim einnig streymt á alnetinu. Þess í stað var málinu vísað til borgarráðs, sem fyrsta áfanga í að þagga málið niður. Enda þeir fundir haldnir fyrir luktum dyrum og auðveldara að stýra því þar að viðkvæm mál komist í loftið. Á fundi borgarráðs, rann formanni borgarráðs, Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknar og verðandi borgarstjóra, blóðið til skyldunnar til þess að “vernda” téða starfsmenn sem stóðu að því að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á vettvangi íbúaráðsins, með því að neita oddvita Flokks fólksins um að fá bókun sína birta. Þarna er auðvitað fyrst og fremst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata að "vernda" sjálfan sig og koma þessu alvarlega máli í þöggunnarfarveg samkvæmt uppskrift úr Handbók um þöggun viðkvæmra mála. Ef að þessi uppákoma á íbúaráðsfundinum hafi verið algerlega einangrað atvik og hugmynd þeirra starfsmanna sem gerðu þessi "leiðu mistök", þá hefðu allir ábyrgir stjórnendur látið þetta fólk fara. Það blasir auðvitað við hverjum þeim sem það vill sjá, að þessum starfmönnum var fjarstýrt þ.e. þeir tóku við skipunum að ofan um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu um mál sem hvíldu á fulltrúum íbúaráðsins. Augljóst er því að, ef að umræddir starfsmenn hefðu fengið "verðskuldað uppsagnarbréf" vegna gjörða sinna, að aðstæður uppsagnar hefðu verið "skáldaðar" og starfsmennirnir, til þess að vernda sjálfa sig fyrir upplognum sakargiftum, bent á hvaðan skipunin um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu í íbúaráðinu kom. Eitt má þó borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata eiga. Þeim hefur með miklum bravör tekist að gengisfella niður í ruslflokk, hugtökin lýðræði og samráð og má kannski segja, að fyrir utan það að setja borgarsjóð á hausinn, sé það það eina sem honum hafi tekist vel svo eftir sé tekið. Það er því í rauninni það eina rétta í stöðunni að hætta þessum leikaraskap með þessi hugtök sem kostað hafa útsvarsgreiðendur í borginni hundruðir milljóna. Réttast væri því að fresta frekari leiksýningum á sýndarlýðræði og sýndarsamráði borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata og spara þar með borgarsjóði hundruðir milljóna.Brotabrot af þeim kostnaði sem sparast myndi svo duga til þess að halda úti starfsemi Tjarnarbíós sem er, ólíkt Ráðhúsi Reykjavíkur, hinn rétti staður fyrir uppsetningu leiksýninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar