„Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 22:30 Ederson, Pep Guardiola og Kyle Walker fagna að leik loknum. Mateo Villalba/Getty Images Pep Guardiola viðurkenndi að leikmenn hans myndu fá að fagna því að Manchester City væri komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Fagnaðarlætin verða þó ekki of löng þar sem Man City getur tryggt sér enska meistaratitilinn á sunnudag. Man City valtaði fyrir Real Madríd í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum lauk með 4-0 sigri Manchester-liðsins og var síst of stór. Lærisveinar Pep voru þarna að hefna fyrir ófarirnar frá því á síðustu leiktíð þegar Real sló þá úr leik á dramatískan hátt og vann svo Meistaradeildina eftir sigur á Liverpool. „Mér leið eins og við værum að spila með ár af sársauka í maganum eftir það sem gerðist í fyrra. Var mjög grátlegt hvernig við féllum úr leik þá. Í dag sýndum við úr hverju við erum gerðir og hvað í okkur býr. Okkur líður mjög vel fyrir framan fólkið okkar,“ sagði Pep í viðtali eftir leik. „Að fólk hafi gagnrýnt karakter þessara leikmanna. Þessi hópur hefur undanfarið ár sýnt úr hverju hann er gerður, hversu sérstakur hann er. Ég vil hrósa öllum hjá félaginu, það hafa allir unnið að því að koma okkur hingað (í úrslit Meistaradeildarinnar). „Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Ekki of mikið en á sunnudag getum við tryggt okkur sigur í ensku úrvalsdeildinni. Á morgun verður morgunmatur með fjölskyldum leikmanna og starfsliðsins. Svo förum við að undirbúa leikinn á sunnudag.“ Um byrjun leiksins „Leikmennirnir voru frábærir. Á þessu stig og í svona leikjum þá mætir Bernardo Silva alltaf til leiks. Hann er einn af bestu leikmönnum sem ég hef séð á ævi minni.“ pic.twitter.com/xlvjudCbaa— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 „Við þurftum ekki að koma til baka eftir að lenda 3-1 undir. Þurftum bara að vinan einn leik, vera við sjálfir. Madríd er magnað lið en við unnum þá 2020. Það sem gerðist á síðustu leiktíð gerðist. Við vorum ekki með heppnina með okkur í liði. Í dag leið okkur þannig að leikmenn væru tilbúnir bæði andlega og líkamlega. Ég fann ekki fyrir spennu né stressi, mér leið eins og við værum tilbúnir.“ „Að spila úrslitaleik gegn ítölsku liði er ekki besta gjöfin. Þeir eru samkeppnishæfir. Við höfum hins vegar nægan tíma til að undirbúa okkur og munum gefa allt sem við eigum til að vinna,“ sagði Pep að endingu. CITY! pic.twitter.com/GBfEe514gv— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 Man City mætir Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní í Istanbúl í Tyrklandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Man City valtaði fyrir Real Madríd í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum lauk með 4-0 sigri Manchester-liðsins og var síst of stór. Lærisveinar Pep voru þarna að hefna fyrir ófarirnar frá því á síðustu leiktíð þegar Real sló þá úr leik á dramatískan hátt og vann svo Meistaradeildina eftir sigur á Liverpool. „Mér leið eins og við værum að spila með ár af sársauka í maganum eftir það sem gerðist í fyrra. Var mjög grátlegt hvernig við féllum úr leik þá. Í dag sýndum við úr hverju við erum gerðir og hvað í okkur býr. Okkur líður mjög vel fyrir framan fólkið okkar,“ sagði Pep í viðtali eftir leik. „Að fólk hafi gagnrýnt karakter þessara leikmanna. Þessi hópur hefur undanfarið ár sýnt úr hverju hann er gerður, hversu sérstakur hann er. Ég vil hrósa öllum hjá félaginu, það hafa allir unnið að því að koma okkur hingað (í úrslit Meistaradeildarinnar). „Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Ekki of mikið en á sunnudag getum við tryggt okkur sigur í ensku úrvalsdeildinni. Á morgun verður morgunmatur með fjölskyldum leikmanna og starfsliðsins. Svo förum við að undirbúa leikinn á sunnudag.“ Um byrjun leiksins „Leikmennirnir voru frábærir. Á þessu stig og í svona leikjum þá mætir Bernardo Silva alltaf til leiks. Hann er einn af bestu leikmönnum sem ég hef séð á ævi minni.“ pic.twitter.com/xlvjudCbaa— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 „Við þurftum ekki að koma til baka eftir að lenda 3-1 undir. Þurftum bara að vinan einn leik, vera við sjálfir. Madríd er magnað lið en við unnum þá 2020. Það sem gerðist á síðustu leiktíð gerðist. Við vorum ekki með heppnina með okkur í liði. Í dag leið okkur þannig að leikmenn væru tilbúnir bæði andlega og líkamlega. Ég fann ekki fyrir spennu né stressi, mér leið eins og við værum tilbúnir.“ „Að spila úrslitaleik gegn ítölsku liði er ekki besta gjöfin. Þeir eru samkeppnishæfir. Við höfum hins vegar nægan tíma til að undirbúa okkur og munum gefa allt sem við eigum til að vinna,“ sagði Pep að endingu. CITY! pic.twitter.com/GBfEe514gv— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 Man City mætir Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní í Istanbúl í Tyrklandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira