Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. janúar 2026 19:07 Albert Guðmundsson í baráttu við Giovanni Di Lorenzo, fyrirliða Napoli. getty/Francesco Pecoraro Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina sem laut í lægra haldi fyrir Napoli, 2-1, á Diego Maradona leikvanginum í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var annað tap Fiorentina í röð en liðið er áfram í fallsæti. Albert og félagar hafa aðeins unnið þrjá af 23 deildarleikjum sínum á tímabilinu. Antonio Vergara var í aðalhlutverki hjá Napoli í kvöld. Hann kom meisturunum yfir á 11. mínútu eftir stoðsendingu frá markverðinum Alex Meret. Í upphafi seinni hálfleiks lagði Vergara svo upp mark fyrir Miguel Gutiérrez og staða Napoli orðin vænleg. Monor Salomon minnkaði muninn í 2-1 á 57. mínútu en nær komst Fiorentina ekki. Albert var tekinn af velli þegar ellefu mínútur voru til leiksloka. Napoli er í 3. sæti deildarinnar með 46 stig, sex stigum á eftir toppliði Inter. Ítalski boltinn
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina sem laut í lægra haldi fyrir Napoli, 2-1, á Diego Maradona leikvanginum í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var annað tap Fiorentina í röð en liðið er áfram í fallsæti. Albert og félagar hafa aðeins unnið þrjá af 23 deildarleikjum sínum á tímabilinu. Antonio Vergara var í aðalhlutverki hjá Napoli í kvöld. Hann kom meisturunum yfir á 11. mínútu eftir stoðsendingu frá markverðinum Alex Meret. Í upphafi seinni hálfleiks lagði Vergara svo upp mark fyrir Miguel Gutiérrez og staða Napoli orðin vænleg. Monor Salomon minnkaði muninn í 2-1 á 57. mínútu en nær komst Fiorentina ekki. Albert var tekinn af velli þegar ellefu mínútur voru til leiksloka. Napoli er í 3. sæti deildarinnar með 46 stig, sex stigum á eftir toppliði Inter.