Fótbolti

Mourin­ho mætir Real Madrid aftur eftir ævin­týra­legan sigur Ben­fi­ca

Aron Guðmundsson skrifar
Markvörðurinn Anatoliy Trubin reyndist hetja Benfica gegn Real Madrid á dögunum er hann tryggði portúgalska liðinu sigur og sæti í umspili 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar
Markvörðurinn Anatoliy Trubin reyndist hetja Benfica gegn Real Madrid á dögunum er hann tryggði portúgalska liðinu sigur og sæti í umspili 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar Vísir/Getty

Dregið var í umspil fyrir 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. José Mourinho og hans menn í Benfica fá að mæta Real Madrid aftur en Benfica tryggði sér sæti í umspilinu með ævintýralegu marki gegn Madrídingum fyrr í vikunni. 

Umspilið samanstendur af átta tveggja leikja einvígjum liða sem enduðu í 9.-24. sæti deildarkeppni Meistaradeildarinnar en þetta eru einvígi umspilsins.

Benfica - Real Madrid

Bodø/Glimt - Inter

Mónakó - Paris Saint-Germain

Qarabag - Newcastle United

Galatasaray - Juventus

Club Brugge - Atletico Madrid

Borussia Dortmund - Atalanta

Olympiakos - Bayer Leverkusen

Leikir umspilsins munu fara fram 17. og 18. febrúar annars vegar og 24. og 25. febrúar hins vegar. Leikið verður heima og að heiman.

Átta lið tryggðu sér beinan farmiða í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar með því að enda í einu af átta efstu sætum deildarkeppninnar. Þau eru: 

Arsenal 

Barcelona

Bayern Munchen

Chelsea

Liverpool

Manchester City 

Sporting Lisabon

Tottenham

Möguleikir mótherjar ensku liðanna í 16-úrslitunum eftir að umspils umferðin hefur verið spiluð eru á þessa leið:

Arsenal gæti mætt Borussia Dortmund, Atalanta, Olympiacos eða Bayer Leverkusen

Manchester City gæti mætt Benfica, Real Madrid, Bodo/Glimt eða Inter

Chelsea gæti mætt Qarabag, Newcastle United, Mónakó eða Paris Saint-Germain

Liverpool og Tottenham gætu mætt Galatasaray, Juventus, Club Brugge eða Atletico Madrid. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×