Fótbolti

Sjáðu markaflóðið í Meistara­deildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dramatíkin var allt umlykjandi í lokaumferð Meistaradeildarinnar.
Dramatíkin var allt umlykjandi í lokaumferð Meistaradeildarinnar. vísir

Átján leikir fóru fram í lokaumferð Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og mörk voru skoruð í öllum nema einum þeirra.

Tvö mörk voru skoruð beint úr aukaspyrnu, Marcus Rashford negldi boltanum í netið fyrir Barcelona og Federico Dimarco gerði hið sama fyrir Inter, og annað mark var eiginlega beint úr aukaspyrnu en þá renndi Dominik Szoboszlai boltanum til hliðar á Mohamed Salah sem skaut.

Viktor Bjarki Daðason klæddi sig í markaskóna fyrir FCK og gerðist yngsti markaskorarinn í sögu Nývangs, heimavallar Barcelona. Fyrir framan landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson sem sat uppi í stúku.

Nokkur langskot flugu líka í netmöskvana. Vlad Dragomir átti hið glæsilegasta fyrir Pafos gegn Slavia Prag, stórkostlegt skot.

Dramatíkin var allt umlykjandi. Alisson Santos tryggði Sporting sjöunda sætið með sigurmarki í uppbótartíma en ekkert toppar markmanninn Anatoliy Trubin sem skoraði í uppbótartíma til að tryggja Benfica 4-2 sigur gegn Real Madrid, með marki sem liðið þurfti til að komast í topp 24 á markatölu.

Sjón er sögu ríkari. Öll mörkin má sjá hér fyrir neðan, skipt í tvo flokka. Hjá ensku liðunum; Arsenal, Liverpool, Tottenham, Newcastle, Chelsea, Manchester City. Og hjá hinum liðunum.

Klippa: Markaveisla Meistaradeildarinnar: Viktor Bjarki, Rashford, Dragomir, Dimarco, Santos og fleiri
Klippa: Markaveisla Meistaradeildarinnar: Salah, Haaland, Pedro, Gyökeres og fleiri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×