Fótbolti

Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tómas Bent Magnússon í baráttunni í toppslagnum við Celtic.
Tómas Bent Magnússon í baráttunni í toppslagnum við Celtic. Getty/Alan Harvey

Dramatíkin var allsráðandi í toppslag skosku úrvalsdeildarinnar en Tómas Bent Magnússon og félagar í Hearts gerðu 2-2 jafntefli við Celtic.

Hearts lenti undir strax á 8. mínútu en tókst að jafna leikinn í upphafi seinni hálfleiks. Staðan hélst þó ekki lengi jöfn því Celtic tók forystuna aftur um stundarfjórðung síðar.

Á 77. mínútu opnaðist mikið tækifæri fyrir Hearts þegar sóknarmaður slapp einn í gegn, en hann var tekinn niður af varnarmanni og Celtic missti mann af velli.

Hearts menn héldu áfram að herja á gestina, í leit að jöfnunarmarki sem skilaði sér á 87. mínútu.

Portúgalinn knái Claudio Braga var þar á ferð og stuðningsmenn Hearts fögnuðu hetjunni mikið, með því að syngja lagið fræga við taktinn í Radio GaGa.

Hearts sótti stíft það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að setja sigurmarkið.

Úrslitin eru engu að síður fín fyrir toppliðið, sem er með fjögurra stiga forystu á Rangers og sex stiga forystu á Celtic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×