„Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 22:30 Ederson, Pep Guardiola og Kyle Walker fagna að leik loknum. Mateo Villalba/Getty Images Pep Guardiola viðurkenndi að leikmenn hans myndu fá að fagna því að Manchester City væri komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Fagnaðarlætin verða þó ekki of löng þar sem Man City getur tryggt sér enska meistaratitilinn á sunnudag. Man City valtaði fyrir Real Madríd í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum lauk með 4-0 sigri Manchester-liðsins og var síst of stór. Lærisveinar Pep voru þarna að hefna fyrir ófarirnar frá því á síðustu leiktíð þegar Real sló þá úr leik á dramatískan hátt og vann svo Meistaradeildina eftir sigur á Liverpool. „Mér leið eins og við værum að spila með ár af sársauka í maganum eftir það sem gerðist í fyrra. Var mjög grátlegt hvernig við féllum úr leik þá. Í dag sýndum við úr hverju við erum gerðir og hvað í okkur býr. Okkur líður mjög vel fyrir framan fólkið okkar,“ sagði Pep í viðtali eftir leik. „Að fólk hafi gagnrýnt karakter þessara leikmanna. Þessi hópur hefur undanfarið ár sýnt úr hverju hann er gerður, hversu sérstakur hann er. Ég vil hrósa öllum hjá félaginu, það hafa allir unnið að því að koma okkur hingað (í úrslit Meistaradeildarinnar). „Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Ekki of mikið en á sunnudag getum við tryggt okkur sigur í ensku úrvalsdeildinni. Á morgun verður morgunmatur með fjölskyldum leikmanna og starfsliðsins. Svo förum við að undirbúa leikinn á sunnudag.“ Um byrjun leiksins „Leikmennirnir voru frábærir. Á þessu stig og í svona leikjum þá mætir Bernardo Silva alltaf til leiks. Hann er einn af bestu leikmönnum sem ég hef séð á ævi minni.“ pic.twitter.com/xlvjudCbaa— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 „Við þurftum ekki að koma til baka eftir að lenda 3-1 undir. Þurftum bara að vinan einn leik, vera við sjálfir. Madríd er magnað lið en við unnum þá 2020. Það sem gerðist á síðustu leiktíð gerðist. Við vorum ekki með heppnina með okkur í liði. Í dag leið okkur þannig að leikmenn væru tilbúnir bæði andlega og líkamlega. Ég fann ekki fyrir spennu né stressi, mér leið eins og við værum tilbúnir.“ „Að spila úrslitaleik gegn ítölsku liði er ekki besta gjöfin. Þeir eru samkeppnishæfir. Við höfum hins vegar nægan tíma til að undirbúa okkur og munum gefa allt sem við eigum til að vinna,“ sagði Pep að endingu. CITY! pic.twitter.com/GBfEe514gv— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 Man City mætir Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní í Istanbúl í Tyrklandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Man City valtaði fyrir Real Madríd í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum lauk með 4-0 sigri Manchester-liðsins og var síst of stór. Lærisveinar Pep voru þarna að hefna fyrir ófarirnar frá því á síðustu leiktíð þegar Real sló þá úr leik á dramatískan hátt og vann svo Meistaradeildina eftir sigur á Liverpool. „Mér leið eins og við værum að spila með ár af sársauka í maganum eftir það sem gerðist í fyrra. Var mjög grátlegt hvernig við féllum úr leik þá. Í dag sýndum við úr hverju við erum gerðir og hvað í okkur býr. Okkur líður mjög vel fyrir framan fólkið okkar,“ sagði Pep í viðtali eftir leik. „Að fólk hafi gagnrýnt karakter þessara leikmanna. Þessi hópur hefur undanfarið ár sýnt úr hverju hann er gerður, hversu sérstakur hann er. Ég vil hrósa öllum hjá félaginu, það hafa allir unnið að því að koma okkur hingað (í úrslit Meistaradeildarinnar). „Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Ekki of mikið en á sunnudag getum við tryggt okkur sigur í ensku úrvalsdeildinni. Á morgun verður morgunmatur með fjölskyldum leikmanna og starfsliðsins. Svo förum við að undirbúa leikinn á sunnudag.“ Um byrjun leiksins „Leikmennirnir voru frábærir. Á þessu stig og í svona leikjum þá mætir Bernardo Silva alltaf til leiks. Hann er einn af bestu leikmönnum sem ég hef séð á ævi minni.“ pic.twitter.com/xlvjudCbaa— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 „Við þurftum ekki að koma til baka eftir að lenda 3-1 undir. Þurftum bara að vinan einn leik, vera við sjálfir. Madríd er magnað lið en við unnum þá 2020. Það sem gerðist á síðustu leiktíð gerðist. Við vorum ekki með heppnina með okkur í liði. Í dag leið okkur þannig að leikmenn væru tilbúnir bæði andlega og líkamlega. Ég fann ekki fyrir spennu né stressi, mér leið eins og við værum tilbúnir.“ „Að spila úrslitaleik gegn ítölsku liði er ekki besta gjöfin. Þeir eru samkeppnishæfir. Við höfum hins vegar nægan tíma til að undirbúa okkur og munum gefa allt sem við eigum til að vinna,“ sagði Pep að endingu. CITY! pic.twitter.com/GBfEe514gv— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 Man City mætir Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní í Istanbúl í Tyrklandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira