Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 11:07 Shirreff var nokkuð afdráttarlaus í orðum sínum. Getty Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. Shirreff, sem var um tíma næstæðsti yfirmaður Evrópuherstjórnar Nató, sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC í morgun að hann teldi rétt að bandamenn reyndu á hótanir Rússa um afdráttarlausar aðgerðir ef bandamenn gerðu eitthvað til að stigmagna átökin. „Það eina sem Rússar virða er styrkur. Og það verður alltaf þannig með Rússland. Sýndu meiri styrk en Rússar búa yfir og þá bakka þeir,“ sagði Shirreff. Hann sagði að í stað þess að hafa áhyggjur af stigmögnun ættu bandamenn þvert á móti að grípa til stigmögnunar; útvega Úkraínumönnum meiri vopn. Því meiri aðstoð sem þeir fengju og því hraðar, því fyrr myndi stríðinu ljúka. 'Overmatch the Russians and they will back off.'Former NATO Commander, General Sir Richard Shirreff, says we should 'escalate' our support for Ukraine because the quicker we do that 'the quicker the war will be over'.@NickFerrariLBC pic.twitter.com/E9BattEBMV— LBC (@LBC) January 10, 2023 Bandaríkjamenn eru sagðir velta því fyrir sér að senda vopnaðar brynvarðar bifreiðar, Stryker, til Úkraínu. Frá þessu greinir Politico, sem segir tíðinda að vænta í næstu viku. Nikolai Patrushev, sem situr í öryggisráði Rússlands og er náin bandamaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við dagblaðið Argumenti i Fakti í morgun að átökin í Úkraínu væru ekki á milli Moskvu og Kænugarðs, heldur á milli Rússlands og Nató. Það væri ætlum Vesturlanda að sundra Rússlandi. Varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sagði morgun að Rússar myndu halda áfram þróun kjarnorkuvopna til að tryggja fullveldi landsins. Þá myndu þeir einblína á að þróa flugher sinn gegn nútíma loftvarnakerfum og vinna að þróun ómannaðra loftfara. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Hernaður Bretland Bandaríkin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Shirreff, sem var um tíma næstæðsti yfirmaður Evrópuherstjórnar Nató, sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC í morgun að hann teldi rétt að bandamenn reyndu á hótanir Rússa um afdráttarlausar aðgerðir ef bandamenn gerðu eitthvað til að stigmagna átökin. „Það eina sem Rússar virða er styrkur. Og það verður alltaf þannig með Rússland. Sýndu meiri styrk en Rússar búa yfir og þá bakka þeir,“ sagði Shirreff. Hann sagði að í stað þess að hafa áhyggjur af stigmögnun ættu bandamenn þvert á móti að grípa til stigmögnunar; útvega Úkraínumönnum meiri vopn. Því meiri aðstoð sem þeir fengju og því hraðar, því fyrr myndi stríðinu ljúka. 'Overmatch the Russians and they will back off.'Former NATO Commander, General Sir Richard Shirreff, says we should 'escalate' our support for Ukraine because the quicker we do that 'the quicker the war will be over'.@NickFerrariLBC pic.twitter.com/E9BattEBMV— LBC (@LBC) January 10, 2023 Bandaríkjamenn eru sagðir velta því fyrir sér að senda vopnaðar brynvarðar bifreiðar, Stryker, til Úkraínu. Frá þessu greinir Politico, sem segir tíðinda að vænta í næstu viku. Nikolai Patrushev, sem situr í öryggisráði Rússlands og er náin bandamaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við dagblaðið Argumenti i Fakti í morgun að átökin í Úkraínu væru ekki á milli Moskvu og Kænugarðs, heldur á milli Rússlands og Nató. Það væri ætlum Vesturlanda að sundra Rússlandi. Varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sagði morgun að Rússar myndu halda áfram þróun kjarnorkuvopna til að tryggja fullveldi landsins. Þá myndu þeir einblína á að þróa flugher sinn gegn nútíma loftvarnakerfum og vinna að þróun ómannaðra loftfara.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Hernaður Bretland Bandaríkin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira