Brjótum glæpahringina upp Atli Bollason skrifar 18. október 2022 07:01 Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú. Fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Flest sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Samtímis reynir dómsmálaráðherra að koma í gegn frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir sem á skv. greinargerð að miða að því að koma í veg fyrir afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, bæði innanlands og á milli landa. Það eru miklu einfaldari leiðir til ef ætlunin er raunverulega að brjóta á bak aftur skipulagða glæpastarfsemi. Skipulagðir brotahópar byggja afkomu sína að langmestu leyti á sölu vímuefna. Dyggustu stuðningsmenn bannstefnunnar í vímuefnamálum eru því glæpahringir. Slíkir hringir starfa raunverulega í skjóli Alþingis því ef efnin sem þeir selja væru gerð lögleg væri tekjugrundvöllur starfseminnar brostinn og hóparnir þar með úr sögunni hérlendis. Um þetta hef ég nýlega ritað í lengra og ítarlegra máli. Það myndi líka grynnka verulega í fangelsum landsins og kúguð burðardýr í vonlausri aðstöðu gætu loks um frjálst höfuð strokið. Með lögleiðingu efnanna yrði til nýr skattstofn, einhvers staðar í kringum 70 milljarðar á ári ef mið er tekið af götuverðmæti þeirra efna sem Íslendingar notuðu á árunum 2017-2020, sem ríkið gæti ráðstafað að vild til heilbrigðismála, menningarmála, félagsmála eða til að greiða niður skuldir ríkisins. Dómsmálaráðherra gæti bætt um betur, tekið höndum saman við vinnumarkaðsráðherra, efnahagsráðherra og nýsköpunarráðherra og hafið framleiðslu á efnunum hérlendis. Þar yrðu til fjöldamörg störf við rannsóknir, framleiðslu, drefingu og sölu þeirra. Með því sama yrðu óhrein vímuefni úr sögunni og öryggi notenda–bæði fíkla og hinna sem eru miklu fleiri og nota efnin vandræðalaust–því stórbætt. Allt yrði þetta að sjálfsögu undir handleiðslu heilbrigðisráðherra, enda eru sum efnanna á bannlista stjórnvalda næstum því jafnhættuleg og áfengi og því mikilvægt að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða og tryggja aðgang að niðurgreiddum meðferðarúrræðum fyrir þau sem þess þurfa. Að síðustu hefur þessi leið þann kost umfram svokallaðar afbrotavarnir dómsmálaráðherra að hún eykur á frelsi fólks fremur en að draga úr því. Meira frelsi, meiri tekjur og endalok skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi - allt með einu pennastriki. Já takk! Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Fíkniefnabrot Dómsmál Atli Bollason Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú. Fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Flest sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Samtímis reynir dómsmálaráðherra að koma í gegn frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir sem á skv. greinargerð að miða að því að koma í veg fyrir afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, bæði innanlands og á milli landa. Það eru miklu einfaldari leiðir til ef ætlunin er raunverulega að brjóta á bak aftur skipulagða glæpastarfsemi. Skipulagðir brotahópar byggja afkomu sína að langmestu leyti á sölu vímuefna. Dyggustu stuðningsmenn bannstefnunnar í vímuefnamálum eru því glæpahringir. Slíkir hringir starfa raunverulega í skjóli Alþingis því ef efnin sem þeir selja væru gerð lögleg væri tekjugrundvöllur starfseminnar brostinn og hóparnir þar með úr sögunni hérlendis. Um þetta hef ég nýlega ritað í lengra og ítarlegra máli. Það myndi líka grynnka verulega í fangelsum landsins og kúguð burðardýr í vonlausri aðstöðu gætu loks um frjálst höfuð strokið. Með lögleiðingu efnanna yrði til nýr skattstofn, einhvers staðar í kringum 70 milljarðar á ári ef mið er tekið af götuverðmæti þeirra efna sem Íslendingar notuðu á árunum 2017-2020, sem ríkið gæti ráðstafað að vild til heilbrigðismála, menningarmála, félagsmála eða til að greiða niður skuldir ríkisins. Dómsmálaráðherra gæti bætt um betur, tekið höndum saman við vinnumarkaðsráðherra, efnahagsráðherra og nýsköpunarráðherra og hafið framleiðslu á efnunum hérlendis. Þar yrðu til fjöldamörg störf við rannsóknir, framleiðslu, drefingu og sölu þeirra. Með því sama yrðu óhrein vímuefni úr sögunni og öryggi notenda–bæði fíkla og hinna sem eru miklu fleiri og nota efnin vandræðalaust–því stórbætt. Allt yrði þetta að sjálfsögu undir handleiðslu heilbrigðisráðherra, enda eru sum efnanna á bannlista stjórnvalda næstum því jafnhættuleg og áfengi og því mikilvægt að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða og tryggja aðgang að niðurgreiddum meðferðarúrræðum fyrir þau sem þess þurfa. Að síðustu hefur þessi leið þann kost umfram svokallaðar afbrotavarnir dómsmálaráðherra að hún eykur á frelsi fólks fremur en að draga úr því. Meira frelsi, meiri tekjur og endalok skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi - allt með einu pennastriki. Já takk! Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun