Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. nóvember 2024 13:00 Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra. Ég var að renna yfir níu mánaða uppgjör bankanna þriggja. Arion, Landsbankans og Íslandsbanka. Það sem er áhugavert, lesist ógeðfellt, er að arðsemi bankanna hækkar verulega á Þriðja ársfjórðungi þessa árs. Arion fer úr 12,9% í 16,1%. Íslandsbanki fer úr 11% í 13,2% og Landsbankinn fer úr 10,9% í 14%. Á sama tíma eru skuldsett heimili og fyrirtæki að berjast í bökkum við að halda sér á lífi. Þeim er að blæða út. En það er meira. Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 115,5 milljarðar. Samanlagðar þjónustutekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 29,6 milljarðar. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins voru 62,7 milljarðar. Til samanburðar var upphaflegur áætlaður kostnaður við uppkaup á öllu húsnæði Grindvíkinga um 60 milljarðar, en endanlegur kostnaður verður líklega nær 74 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld bankanna þriggja nemur tvöfaldri þeirri upphæð, á níu mánuðum. Á sama tíma fækka bankarnir starfsfólki, skerða þjónustu og loka útibúum, og byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað. Tvöföld upphæð sem kostaði að kaupa húsnæði heils bæjarfélags! Þrír bankar! Níu mánuðir! Erum við öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hárri verðbólgu og vöxtum? Af 9 mánaða uppgjöri bankanna, og stærstu fyrirtækja á markaði, er svarið NEI! Raunstýrivextir (vextir umfram verðbólgu) eru 3,9% og 5,6% ef við notum samræmda vísitölu Eurostad. Og nei, þetta er ekki krónunni að kenna! Þetta er efnahagsstjórnin sem við búum við. Þetta er efnahagsstjórninni að kenna, engu öðru og engum öðrum en þeim sem henni stjórna. Í Danmörku bjóðast fastir óverðtryggðir 2,33% vextir í 5 ár (F5 lán). Á Íslandi eru þeir 8,75% til 9,75%. Verðbólga í Danmörku er 1,20%. Á íslandi eru breytilegir óverðtryggðir vextir á húsnæðislánum frá 10,75% til 11,75% og verðtryggð húsnæðislán á 4,6% til 5,8% vöxtum. Í öllum samanburði búum við á Íslandi við ástand sem hvergi þætti boðlegt meðal samanburðarþjóða. Við búum við efnahagsstjórn sem er knúin áfram í þágu fjármagns og sérhagsmuna. Við þurfum að vakna og það er hlutverk okkar sem erum í framlínu hagsmunabaráttu launafólks og stjórnmála að fræða,og ögra ríkjandi hugmyndafræði. Boða breytingar og hafa kjark til að fylgja þeim eftir. Gefa fólkinu okkar von og framtíðarsýn. Því við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Ef við viljum breytingar þá verðum við að kjósa breytingar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra. Ég var að renna yfir níu mánaða uppgjör bankanna þriggja. Arion, Landsbankans og Íslandsbanka. Það sem er áhugavert, lesist ógeðfellt, er að arðsemi bankanna hækkar verulega á Þriðja ársfjórðungi þessa árs. Arion fer úr 12,9% í 16,1%. Íslandsbanki fer úr 11% í 13,2% og Landsbankinn fer úr 10,9% í 14%. Á sama tíma eru skuldsett heimili og fyrirtæki að berjast í bökkum við að halda sér á lífi. Þeim er að blæða út. En það er meira. Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 115,5 milljarðar. Samanlagðar þjónustutekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 29,6 milljarðar. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins voru 62,7 milljarðar. Til samanburðar var upphaflegur áætlaður kostnaður við uppkaup á öllu húsnæði Grindvíkinga um 60 milljarðar, en endanlegur kostnaður verður líklega nær 74 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld bankanna þriggja nemur tvöfaldri þeirri upphæð, á níu mánuðum. Á sama tíma fækka bankarnir starfsfólki, skerða þjónustu og loka útibúum, og byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað. Tvöföld upphæð sem kostaði að kaupa húsnæði heils bæjarfélags! Þrír bankar! Níu mánuðir! Erum við öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hárri verðbólgu og vöxtum? Af 9 mánaða uppgjöri bankanna, og stærstu fyrirtækja á markaði, er svarið NEI! Raunstýrivextir (vextir umfram verðbólgu) eru 3,9% og 5,6% ef við notum samræmda vísitölu Eurostad. Og nei, þetta er ekki krónunni að kenna! Þetta er efnahagsstjórnin sem við búum við. Þetta er efnahagsstjórninni að kenna, engu öðru og engum öðrum en þeim sem henni stjórna. Í Danmörku bjóðast fastir óverðtryggðir 2,33% vextir í 5 ár (F5 lán). Á Íslandi eru þeir 8,75% til 9,75%. Verðbólga í Danmörku er 1,20%. Á íslandi eru breytilegir óverðtryggðir vextir á húsnæðislánum frá 10,75% til 11,75% og verðtryggð húsnæðislán á 4,6% til 5,8% vöxtum. Í öllum samanburði búum við á Íslandi við ástand sem hvergi þætti boðlegt meðal samanburðarþjóða. Við búum við efnahagsstjórn sem er knúin áfram í þágu fjármagns og sérhagsmuna. Við þurfum að vakna og það er hlutverk okkar sem erum í framlínu hagsmunabaráttu launafólks og stjórnmála að fræða,og ögra ríkjandi hugmyndafræði. Boða breytingar og hafa kjark til að fylgja þeim eftir. Gefa fólkinu okkar von og framtíðarsýn. Því við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Ef við viljum breytingar þá verðum við að kjósa breytingar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun