Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

„Brota­menn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“

Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tálbeitan á­kærð fyrir rangt brot

Unga konan sem ákærð var fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni í Gufunessmálinu var sýknuð þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hennar hefði staðið til þess að fórnarlambið yrði beitt ofbeldi. Í dóminum er tekið fram að háttsemi sem hún gekkst við hefði mátt heimfæra sem hlutdeild í fjárkúgun, sem varðar allt að sex ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Létu sér and­lát Hjör­leifs í léttu rúmi liggja

Hafið er yfir skynsamlegan vafa að Stefáni Blackburn, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Matthíasi Birni Erlingssyni gat ekki dulist að afleiðingar af ofbeldi þeirra gegn Hjörleifi Hauki Guðmundssyni gætu orðið þær að hann myndi deyja en að þeir hafi látið sér það í léttu rúmi liggja.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi

Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð

Landsréttur hefur mildað dóm Philips Dugay Acob og dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga manni með þroskaskerðingu á hóteli þar sem hann starfaði. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann til þriggja ára fangelsis en Landsréttur taldi rétt að milda dóminn vegna dráttar sem varð á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í lokað þing­hald að beiðni mæðgnanna

Aðalmeðferð í Súlunesmálinu svokallaða fer fram við Héraðsdóm Reykjaness mánu- og þriðjudaginn 3. og 4. nóvember. Dómurinn verður fjölskipaður og þinghald í málinu lokað að beiðni ákærðu og móður hennar, brotaþola í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Troð­fyllti stangirnar af amfetamínbasa

35 ára pólskur karlmaður, Wojciech Pawelczyk, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á 5,2 lítrum af amfetamínbasa frá Póllandi til Íslands. Efnið var falið í barnakoju, þó að maðurinn væri barnlaus.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán konur höfðu sam­band svo að nauðgarinn færi í fangelsi

Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, kallar eftir aukinni fjármögnun til að vinna gegn hægagangi í kerfinu. Hún segist viss um að berjist brotaþolar ekki fyrir málum sínum, jafnvel eftir sakfellingu, þá gerist lítið sem ekkert.

Innlent
Fréttamynd

Sauð upp úr hjá förðunar­meistara og fegurðar­drottningu

Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir þarf ekki að greiða einum vinsælasta förðunarfræðingi landsins hundruð þúsundra króna vegna klippu sem birtist í hlaðvarpi Lindu. Förðunarfræðingurinn situr uppi með kostnað upp á aðra milljón og það sem virðist hafa verið góður vinskapur er úti um þúfur.

Innlent
Fréttamynd

Kourani sótti um náðun af heil­brigðis­á­stæðum

Sjálfstæð náðunarnefnd hefur umsókn frá Mohamad Th. Jóhannessyni, áður Kourani, um náðun af heilbrigðisástæðum til meðferðar. Aðeins ár er liðið frá því að hann hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot.

Innlent
Fréttamynd

Piltur stakk mann í­trekað en var sýknaður af til­raun til manndráps

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tíu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem hann framdi á Akureyri í fyrra, þegar hann var aðeins sautján ára. Hann stakk mann ítrekað og ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur taldi ásetning hans til manndráps ekki sannaðan.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir náðun Kouranis og brott­vísun strax á morgun

Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028

Innlent
Fréttamynd

Tví­burarnir fengu ár í við­bót

Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hafa verið dæmdir í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Í síðustu viku staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs dóm yfir bræðrunum fyrir önnur fíkniefnabrot.

Innlent
Fréttamynd

Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár

Mohamad Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig mun hann losna við helming refsingarinnar en fær ekki að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Bregðast við á­rás á barnaníðing í Fella­bæ

Sveitarfélagið Múlaþing hefur minnt íbúa sína og fleiri á að Ísland er réttarríki, vegna atviks í Fellabæ á dögunum. Atvikið varðar árás á mann sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni.

Innlent
Fréttamynd

Sak­borningur í 28 málum sendur úr landi

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í mars um að vísa grískum ríkisborgara úr landi og banna honum endurkomu til Íslands í sex ár. Nefndin telur framferði mannsins fela í sér raunverulega og yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins og að hann hafi ekki öðlast ótímabundinn dvalarrétt hér á landi.

Innlent