4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar 3. nóvember 2025 07:01 Í október 2024 biðu 4.865 börn eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi á Íslandi og mörg þeirra munu bíða í allt að fjögur ár eftir aðstoð. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, þetta snýst um velferð þúsunda barna. Á sama tíma hafa sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar verið samningslausir svo árum skiptir og Sjúkratryggingar Íslands neitað að semja á sama grunni og við aðrar heilbrigðisstéttir. Þolinmæði talmeinafræðinga er á þrotum. 40% hækkun launa hjá talmeinafræðingum en 75% hjá öðrum Í umsögn Visku stéttarfélags og Félags talmeinafræðinga um lög um Sjúkratryggingar Íslands kemur fram sláandi staðreynd; laun sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, samkvæmt einingaverði í samningi við SÍ, hafa aðeins hækkað um 40% frá árinu 2017, á meðan launavísitalan hækkaði um 75%. Störf talmeinafræðinga eru einfaldlega sífellt minna metin samanborið við önnur störf á Íslandi. Þetta hafa talmeinafræðingar bent á og lagt fram tillögur að skynsömum lausnum sem byggja á samningum annarra heilbrigðisstétta, en ríkið virðist vilja festa vanmat á störfum talmeinafræðinga í sessi til framtíðar. Sérgreinalæknar, tannlæknar og sjúkraþjálfarar fá að miða við launavísitölu en ekki talmeinafræðingar? Launahækkanir í gjaldskrá talmeinafræðinga byggja á forsendum fjárlaga um áætlaðar launahækkanir á hverju ári, en alþekkt er að ríkið vanmetur launahækkanir á markaði. Þessi regla á þó bara við sumar heilbrigðisstéttir í samningum Sjúkratrygginga því gjaldskrár sérgreinalækna, tannlækna og sjúkraþjálfara eru uppfærðar í takt við þróun launavísitölu, ekki áætlaðar launahækkanir. Til að tryggja að laun þeirra dragist ekki aftur úr samanborið við aðra. Af óskiljanlegum ástæðum hefur ríkið hafnað kröfu talmeinafræðinga um að gjaldskrárhækkanir miðist við launavísitölu að hluta, rétt eins og hjá sérgreinalæknum, tannlæknum og sjúkraþjálfurum. Skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál Á árinu 2024 höfðu 174 talmeinafræðingar gilt starfsleyfi á Íslandi og aðeins um 70 störfuðu á stofum sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Fjöldi talmeinafræðinga með starfsleyfi á Íslandi eru 4,5 á hverja 10.000 íbúa, samanborið við 35 þroskaþjálfa og 27 sálfræðinga á hverja 10.000. Þessi einfaldi samanburður á stoðstéttum heilbrigðiskerfisins segir í raun allt sem segja þarf; skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál og ógn við velferð almennings. Á sama tíma eru skilaboðin frá ríkinu skýr. Störf talmeinafræðinga verða áfram vanmetin og ekki er þörf á að bjóða þeim samkeppnishæf laun til framtíðar. Þrátt fyrir að skortur á talmeinafræðingum sé þegar orðinn alvarlegur og áhrifin á velferð þúsunda blasi við. Talmeinafræðingar eru allir af vilja gerðir til að leita lausna byggt á raunhæfum kröfum og samanburði við aðrar stéttir. Með réttri stefnu og sanngjörnum samningum væri hægt að móta raunhæfa áætlun um að vinna á biðlistum eftir talmeinaþjónustu og tryggja að þjónustan standi undir þörfum samfélagsins til framtíðar. Við viljum leita lausna en núna er boltinn hjá ríkinu. Höfundur er formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga og stofnandi Málstöðvarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í október 2024 biðu 4.865 börn eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi á Íslandi og mörg þeirra munu bíða í allt að fjögur ár eftir aðstoð. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, þetta snýst um velferð þúsunda barna. Á sama tíma hafa sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar verið samningslausir svo árum skiptir og Sjúkratryggingar Íslands neitað að semja á sama grunni og við aðrar heilbrigðisstéttir. Þolinmæði talmeinafræðinga er á þrotum. 40% hækkun launa hjá talmeinafræðingum en 75% hjá öðrum Í umsögn Visku stéttarfélags og Félags talmeinafræðinga um lög um Sjúkratryggingar Íslands kemur fram sláandi staðreynd; laun sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, samkvæmt einingaverði í samningi við SÍ, hafa aðeins hækkað um 40% frá árinu 2017, á meðan launavísitalan hækkaði um 75%. Störf talmeinafræðinga eru einfaldlega sífellt minna metin samanborið við önnur störf á Íslandi. Þetta hafa talmeinafræðingar bent á og lagt fram tillögur að skynsömum lausnum sem byggja á samningum annarra heilbrigðisstétta, en ríkið virðist vilja festa vanmat á störfum talmeinafræðinga í sessi til framtíðar. Sérgreinalæknar, tannlæknar og sjúkraþjálfarar fá að miða við launavísitölu en ekki talmeinafræðingar? Launahækkanir í gjaldskrá talmeinafræðinga byggja á forsendum fjárlaga um áætlaðar launahækkanir á hverju ári, en alþekkt er að ríkið vanmetur launahækkanir á markaði. Þessi regla á þó bara við sumar heilbrigðisstéttir í samningum Sjúkratrygginga því gjaldskrár sérgreinalækna, tannlækna og sjúkraþjálfara eru uppfærðar í takt við þróun launavísitölu, ekki áætlaðar launahækkanir. Til að tryggja að laun þeirra dragist ekki aftur úr samanborið við aðra. Af óskiljanlegum ástæðum hefur ríkið hafnað kröfu talmeinafræðinga um að gjaldskrárhækkanir miðist við launavísitölu að hluta, rétt eins og hjá sérgreinalæknum, tannlæknum og sjúkraþjálfurum. Skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál Á árinu 2024 höfðu 174 talmeinafræðingar gilt starfsleyfi á Íslandi og aðeins um 70 störfuðu á stofum sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Fjöldi talmeinafræðinga með starfsleyfi á Íslandi eru 4,5 á hverja 10.000 íbúa, samanborið við 35 þroskaþjálfa og 27 sálfræðinga á hverja 10.000. Þessi einfaldi samanburður á stoðstéttum heilbrigðiskerfisins segir í raun allt sem segja þarf; skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál og ógn við velferð almennings. Á sama tíma eru skilaboðin frá ríkinu skýr. Störf talmeinafræðinga verða áfram vanmetin og ekki er þörf á að bjóða þeim samkeppnishæf laun til framtíðar. Þrátt fyrir að skortur á talmeinafræðingum sé þegar orðinn alvarlegur og áhrifin á velferð þúsunda blasi við. Talmeinafræðingar eru allir af vilja gerðir til að leita lausna byggt á raunhæfum kröfum og samanburði við aðrar stéttir. Með réttri stefnu og sanngjörnum samningum væri hægt að móta raunhæfa áætlun um að vinna á biðlistum eftir talmeinaþjónustu og tryggja að þjónustan standi undir þörfum samfélagsins til framtíðar. Við viljum leita lausna en núna er boltinn hjá ríkinu. Höfundur er formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga og stofnandi Málstöðvarinnar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun