Segir ekki á dagskrá hjá borginni að fjölga auglýsingaskiltum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 22:33 Bjarni Rúnar Ingvarsson er deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Vísir/Ívar Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir borgina meðvitaða um gagnrýni á fjölda auglýsingaskilta á borgarlandi og að hún sé skiljanleg. Ekki standi til að fjölga skiltum í borginni. Í Reykjavík eru fimmtíu stafræn auglýsingaskilti víðs vegar um borgarlandið, þannig að sumum þyki nóg um. Auk þeirra fjörutíu einkareknu skilta sem finna má um borgina eru tíu skilti sem Reykjavíkurborg hefur umráð yfir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og íbúi í Hlíðunum, ræddi við Vísi í gær og sagði að sér hugnaðist ekki að Reykjavík hygðist setja upp auglýsingaskilti við Klambratún. Hann teldi að verið væri að auglýsingavæða almannarými og sagði borgina fara fram hjá skipulagi. Deildarstjóri hjá borginni segir ekki standa til að fjölga skiltunum og ekki sé verið að fara fram hjá hverfisskipulagi. Verið sé að auglýsa deiliskipulagsbreytingu. „Það sem kemur í raun og veru ekki fram er að auglýsingastandar sem hafa verið þarna í kring verða lagðir niður, og þessi eini kemur í staðinn. Síðan í framtíðinni, þegar nýtt leiðanet Strætó tekur gildi í kringum 2025, munu strætóskýlin sem eru hér hverfa af sjónarsviðinu einnig,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Samtalið vanti Auglýsingum á svæðinu muni því fækka í komandi framtíð. Borgin hafi orðið vör við gagnrýni fólks á fjölda auglýsinga í almannarými. „Það hefur vantað þetta samtal um auglýsingaskiltin í borgarlandinu, og þá tala ég nú ekki um þessi sem eru jafnvel stærri og eru að reyna að fanga athygli við gatnamót og þess háttar. Þannig að ég tek heilshugar undir þá gagnrýni,“ segir Bjarni Rúnar. Ekki standi til að fjölga auglýsingastöndum í borginni. „Borgarlandið er það sem við höfum helst, okkar helsta gersemi.“ Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3. júní 2022 22:31 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Í Reykjavík eru fimmtíu stafræn auglýsingaskilti víðs vegar um borgarlandið, þannig að sumum þyki nóg um. Auk þeirra fjörutíu einkareknu skilta sem finna má um borgina eru tíu skilti sem Reykjavíkurborg hefur umráð yfir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og íbúi í Hlíðunum, ræddi við Vísi í gær og sagði að sér hugnaðist ekki að Reykjavík hygðist setja upp auglýsingaskilti við Klambratún. Hann teldi að verið væri að auglýsingavæða almannarými og sagði borgina fara fram hjá skipulagi. Deildarstjóri hjá borginni segir ekki standa til að fjölga skiltunum og ekki sé verið að fara fram hjá hverfisskipulagi. Verið sé að auglýsa deiliskipulagsbreytingu. „Það sem kemur í raun og veru ekki fram er að auglýsingastandar sem hafa verið þarna í kring verða lagðir niður, og þessi eini kemur í staðinn. Síðan í framtíðinni, þegar nýtt leiðanet Strætó tekur gildi í kringum 2025, munu strætóskýlin sem eru hér hverfa af sjónarsviðinu einnig,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Samtalið vanti Auglýsingum á svæðinu muni því fækka í komandi framtíð. Borgin hafi orðið vör við gagnrýni fólks á fjölda auglýsinga í almannarými. „Það hefur vantað þetta samtal um auglýsingaskiltin í borgarlandinu, og þá tala ég nú ekki um þessi sem eru jafnvel stærri og eru að reyna að fanga athygli við gatnamót og þess háttar. Þannig að ég tek heilshugar undir þá gagnrýni,“ segir Bjarni Rúnar. Ekki standi til að fjölga auglýsingastöndum í borginni. „Borgarlandið er það sem við höfum helst, okkar helsta gersemi.“
Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3. júní 2022 22:31 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3. júní 2022 22:31
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði