Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2022 23:31 Frá Mikolaiv í Úkraínu, þar sem loftárásir hafa verið gerðar að undanförnu. AP Photo/Petros Giannakouris Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. Rússar hafa gefið til kynna að þeir muni draga til baka herlið í nágrenni höfuðborgarinnar. Biden sagðist á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í dag ekki lesa of mikið í slíkar fullyrðingar enn sem komið er. „Við þurfum að sjá til. Ég mun ekki lesa of mikið í þetta fyrr en við sjáum aðgerðir af þeirra hálfu. Við sjáum til hvort að þeir muni láta þetta verða að veruleika,“ sagði Biden. Embættismenn fullir efasemda Breska varnarmálaráðuneytið telur að ef rússneski herinn sé að draga sig frá Kiev sé það frekar merki um að yfirmenn hersins meti það sem svo að Rússum muni ekki takast að umkringja borgina. Frá Maríupol.AP Photo/Alexei Alexandrov Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn treysti ekki fullyrðingum Rússa, þrátt fyrir að gögn bendi til þess að einhver hreyfing sé á rússneskum hermönnum í átt frá Kiev. „Við höfum enga ástæðu til þess að ætla að Rússar hafi breytt áætlunum sínum,“ sagði, Kate Bedingfield, samskiptastjóri Hvíta hússins við blaðamenn í dag. „Við teljum að þeir séu að koma sér fyrir á nýjum stað, fremur en að draga sig í hlé,“ sagði John Kirby, blaðafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Kom fram í máli hans að ráðuneytið teldi að aðeins lítill hluti rússnesks herliðs í grennd við Kiev hafi verið færður. Vara við of mikilli bjartsýni vegna jákvæðra frétta af viðræðum Greint var frá því í dag að nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglitis í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum. Mykhailo Podolyak ráðgjafi Selenskí forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundvöll fyrir fundi forsetans með Pútín Rússlandsforseta. Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn vari við því að fréttir af gangi viðræðanna vekji of mikla bjartsýni, efasemdir séu uppi um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilum hug. Athygli vekur einnig að bandarískir embættismenn séu ekki vissir um hvert lokamarkmið Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sé með viðræðunum. Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Rússar hafa gefið til kynna að þeir muni draga til baka herlið í nágrenni höfuðborgarinnar. Biden sagðist á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í dag ekki lesa of mikið í slíkar fullyrðingar enn sem komið er. „Við þurfum að sjá til. Ég mun ekki lesa of mikið í þetta fyrr en við sjáum aðgerðir af þeirra hálfu. Við sjáum til hvort að þeir muni láta þetta verða að veruleika,“ sagði Biden. Embættismenn fullir efasemda Breska varnarmálaráðuneytið telur að ef rússneski herinn sé að draga sig frá Kiev sé það frekar merki um að yfirmenn hersins meti það sem svo að Rússum muni ekki takast að umkringja borgina. Frá Maríupol.AP Photo/Alexei Alexandrov Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn treysti ekki fullyrðingum Rússa, þrátt fyrir að gögn bendi til þess að einhver hreyfing sé á rússneskum hermönnum í átt frá Kiev. „Við höfum enga ástæðu til þess að ætla að Rússar hafi breytt áætlunum sínum,“ sagði, Kate Bedingfield, samskiptastjóri Hvíta hússins við blaðamenn í dag. „Við teljum að þeir séu að koma sér fyrir á nýjum stað, fremur en að draga sig í hlé,“ sagði John Kirby, blaðafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Kom fram í máli hans að ráðuneytið teldi að aðeins lítill hluti rússnesks herliðs í grennd við Kiev hafi verið færður. Vara við of mikilli bjartsýni vegna jákvæðra frétta af viðræðum Greint var frá því í dag að nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglitis í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum. Mykhailo Podolyak ráðgjafi Selenskí forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundvöll fyrir fundi forsetans með Pútín Rússlandsforseta. Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn vari við því að fréttir af gangi viðræðanna vekji of mikla bjartsýni, efasemdir séu uppi um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilum hug. Athygli vekur einnig að bandarískir embættismenn séu ekki vissir um hvert lokamarkmið Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sé með viðræðunum.
Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira