Við erum fimmtíu biðlistaforeldrar sem styðjum Hildi! Hópur stuðningsfólks Hildar Björnsdóttur skrifar 17. mars 2022 14:01 Við, undirrituð, erum fimmtíu foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem styðjum Hildi Björnsdóttur til þess að taka á leikskólavandanum í borginni. Við trúum því að hún skilji veruleika okkar sem teljum að borgin forgangsraði ekki í þágu barna. Við trúum því að Hildur sé reiðubúin til að láta hendur standa fram úr ermum til þess að leysa bráðavandann. Biðlistavandi leikskólanna er flestum kunnur enda bíða mörg hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi í borginni á hverjum tíma. Fögur fyrirheit og endurunnin loforð meirihlutans um bót og betrun, kjörtímabil eftir kjörtímabil, hafa engu skilað fyrir okkur - sem bíðum enn. Hildur er mörgum kostum gædd en hefur öðru fremur verið ötull talsmaður okkar barnafólks á kjörtímabilinu sem nú er að líða undir lok. Hún hefur lagt fram skynsamlegar lausnir um hvernig megi vinna á vandanum, laða fólk að störfum í leikskólum borgarinnar og einfalda líf okkar foreldra um alla borg. Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör eru í grunninn persónukjör innan flokka þar sem fólk sem tekur þátt getur haft bein áhrif á það hverjir það eru sem veljast til áhrifa. Við ætlum öll að styðja Hildi í prófkjörinu og svo áfram til sigurs í borgarstjórnarkosningum í vor. Mjög einfalt er að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Annars vegar þarf að skrá sig í flokkinn (sem hægt er að gera hér) og hins vegar þarf sá sem mætir að kjósa að hafa náð 15 ára aldri. Þó við látum okkur nægja að nefna aðeins leikskólamálin í þessari grein er hægt að kynna sér frambjóðandann betur hér. Við viljum breytta forgangsröðun í Reykjavík. Við erum þreytt á biðinni. Elimar Hauksson Sigríður Ösp Sumarliðadóttir Kristþóra Gísladóttir Erna Niluka Njálsdóttir Edda Björk Ragnarsdóttir Áslaug Björnsdóttir Ellert Finnbogi Eiríksson Ragnar Björgvinsson Jóhanna María Friðriksdóttir Friðrik Thor Sigurbjörnsson Ragnheiður Björnsdóttir Sigurður Logi Snæland Magnús Júlíusson Guðrún Gígja Katrín Atladóttir Sveinn Eydal Jakob Helgi Bjarnason Heimir Hannesson Alma Sigurðardóttir Arna Stefanía Guðmundsdóttir Magnús Örn Þórsson Kristjana Kristjánsdóttir Matthías Leifsson Agnes Guðmundsdóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Andrea Vestmann Guðmundur Gunnar Kristín Ísabella Ingólfur Sigurðsson Arna Arnardóttir Gísli Konráð Björnsson Ögmundur Ísak Elfar Freyr Helgason Harpa Sif Gísladóttir Guðmundur Kristján Jónsson Heiða Kristín Helgadóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Nadine Yaghi Elsa Sól Gunnarsdóttir Gísli Örn Kjartansson Anna Katrín Sigfúsdóttir Friðrik Ársælsson Rakel Eva Sævarsdóttir Rúna Schopka Birgir Ottó Hillers Rebekka Guðmundsdóttir Páll Guðmundsson Svala Rakel Hjaltadóttir Jónína Rós Guðfinnsdóttir Þórkatla Hauksdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við, undirrituð, erum fimmtíu foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem styðjum Hildi Björnsdóttur til þess að taka á leikskólavandanum í borginni. Við trúum því að hún skilji veruleika okkar sem teljum að borgin forgangsraði ekki í þágu barna. Við trúum því að Hildur sé reiðubúin til að láta hendur standa fram úr ermum til þess að leysa bráðavandann. Biðlistavandi leikskólanna er flestum kunnur enda bíða mörg hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi í borginni á hverjum tíma. Fögur fyrirheit og endurunnin loforð meirihlutans um bót og betrun, kjörtímabil eftir kjörtímabil, hafa engu skilað fyrir okkur - sem bíðum enn. Hildur er mörgum kostum gædd en hefur öðru fremur verið ötull talsmaður okkar barnafólks á kjörtímabilinu sem nú er að líða undir lok. Hún hefur lagt fram skynsamlegar lausnir um hvernig megi vinna á vandanum, laða fólk að störfum í leikskólum borgarinnar og einfalda líf okkar foreldra um alla borg. Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör eru í grunninn persónukjör innan flokka þar sem fólk sem tekur þátt getur haft bein áhrif á það hverjir það eru sem veljast til áhrifa. Við ætlum öll að styðja Hildi í prófkjörinu og svo áfram til sigurs í borgarstjórnarkosningum í vor. Mjög einfalt er að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Annars vegar þarf að skrá sig í flokkinn (sem hægt er að gera hér) og hins vegar þarf sá sem mætir að kjósa að hafa náð 15 ára aldri. Þó við látum okkur nægja að nefna aðeins leikskólamálin í þessari grein er hægt að kynna sér frambjóðandann betur hér. Við viljum breytta forgangsröðun í Reykjavík. Við erum þreytt á biðinni. Elimar Hauksson Sigríður Ösp Sumarliðadóttir Kristþóra Gísladóttir Erna Niluka Njálsdóttir Edda Björk Ragnarsdóttir Áslaug Björnsdóttir Ellert Finnbogi Eiríksson Ragnar Björgvinsson Jóhanna María Friðriksdóttir Friðrik Thor Sigurbjörnsson Ragnheiður Björnsdóttir Sigurður Logi Snæland Magnús Júlíusson Guðrún Gígja Katrín Atladóttir Sveinn Eydal Jakob Helgi Bjarnason Heimir Hannesson Alma Sigurðardóttir Arna Stefanía Guðmundsdóttir Magnús Örn Þórsson Kristjana Kristjánsdóttir Matthías Leifsson Agnes Guðmundsdóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Andrea Vestmann Guðmundur Gunnar Kristín Ísabella Ingólfur Sigurðsson Arna Arnardóttir Gísli Konráð Björnsson Ögmundur Ísak Elfar Freyr Helgason Harpa Sif Gísladóttir Guðmundur Kristján Jónsson Heiða Kristín Helgadóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Nadine Yaghi Elsa Sól Gunnarsdóttir Gísli Örn Kjartansson Anna Katrín Sigfúsdóttir Friðrik Ársælsson Rakel Eva Sævarsdóttir Rúna Schopka Birgir Ottó Hillers Rebekka Guðmundsdóttir Páll Guðmundsson Svala Rakel Hjaltadóttir Jónína Rós Guðfinnsdóttir Þórkatla Hauksdóttir