Nútímaborg sem laðar fram það besta í fólki Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 16:01 Fólk sem fæðist á Íslandi í dag mun í framtíðinni vonandi vera frjálst til að geta valið hvar það vill búa. Ég vil að fólk hafi þetta frelsi og þess vegna finnst mér mikilvægt að skapa aðlaðandi borgarlíf hér á landi svo fólki finnist eftirsóknarverðast að búa hér. Höfuðborgin Reykjavík þarf því að vera í fremstu röð og standast samanburð við aðrar borgir. Hlutverk okkar stjórnmálafólks í borginni er að sjá til þess að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg sem laðar fram það besta í fólki, veitir því tækifærin sem það sækist eftir og lætur því líða vel. Betri borg fyrir börnin Skólakerfið er frumforsenda þess að skapa aðlaðandi borg til framtíðar. Ný menntastefna borgarinnar undir yfirskriftinni „Látum draumana rætast“ hefur því verið frábær innspýting inn í skólastarfið að undanförnu. Hún fangar einmitt þennan anda – Reykjavík á að vera borg þar sem fjölbreyttir draumar geta þrifist og ræst. Við þurfum að geta boðið nemendum upp á framúrskarandi umhverfi og sjá jafnframt til þess að fjarlæg miðstýring hindri ekki kennara í þeirra dýrmæta starfi. Ég hef staðið fyrir því að móta nýjan fjárhagslegan grundvöll fyrir grunnskóla og hlutverk þess er að tryggja aukið frelsi í kerfinu og fjármagn. Börn með sértækan vanda eiga ekki að þurfa að bíða í 18 mánaða greiningarferli. Við erum að bregðast við núna. Þau eiga rétt á skýrum úrræðum við hæfi eins fljótt og auðið er. Þess vegna höfum við farið í átaksverkefni til að stytta þessa biðlista. Það gefur líka auga leið að Reykjavíkurborg á enn fremur að vera borg sem hlúir að andlegu heilbrigði barna og þess vegna þróuðum við verkefnið Betri borg fyrir börn, sem miðar að því að bæta þjónustuna fyrir börnin og færa hana í auknum mæli inn í skólaumhverfið. Þjónusta, virðing og skilningur Í borg eins og Reykjavík eiga fjölskyldur á öllum aldri að geta treyst á aðgengilega, stafræna og góða þjónustu. Hér skortir ekkert til að geta boðið upp á framúrskarandi þjónustu og þar á ávallt að endurspeglast virðing fyrir og skilningur á þörfum fólks. Aldraðir og þau sem glíma við hreyfihömlun eiga að geta treyst fyllilega á þjónustu borgarinnar og við eigum jafnframt að sjá til þess að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og það vill og getur. Eftir það eiga hjúkrunarheimilin að taka fólki opnum örmum án þess að það þurfi að bíða eftir plássi með tilheyrandi óvissu og álagi. Mikil og góð vinna hefur farið fram á sviði velferðarmála síðustu misseri og heimsfaraldurinn hefur haft þau áhrif að margar nýjungar þróast hratt. Fjölbreytt mannlíf þarf fjölbreyttar samgöngur Reykjavík til framtíðar á að vera fjölbreytt, græn og skilvirk. Borgarlínan mun gera að verkum að almenningssamöngur verða að auðveldum og raunhæfum kosti. Vitaskuld þurfum við gott vegakerfi fyrir fólk sem notar einkabílinn til að komast milli staða. En það er brýnt að styðja við fjölbreyttari ferðamáta – íbúar borgarinnar eiga að hafa frelsið til að velja hvað hentar þeim best. Hjólastígar borgarinnar eiga að vera fyrsta flokks, auk þess sem áframhaldandi þétting byggðar á að vera í forgangi. Reykjavík á að vera borg sem leggur áherslu á þjónustu í nærumhverfi borgaranna sem geta sótt helstu þjónustu í sínu hverfi. Grenndarstöðin þín á að vera handan við hornið, snyrtileg og í samræmi við umhverfi sitt. Þá er samræmd sorphirða á höfuðborgarsvæðinu á næsta leiti og í henni munu felast margvísleg tækifæri. Stafræn þjónusta eykur lífsgæði okkar Stafræn tækni er þjónusta sem getur einfaldað líf borgarbúa til muna og aukið þannig lífsgæði þeirra. Þess vegna höfum við stigið stór skref í átt stafrænnar þjónustu á undanförnum misserum og er sú vegferð rétt að byrja. Það er í stutt í það að hægt verði að sækja rafrænt um skólaþjónustu, leikskóla og stuðningsþjónustu. Þess má einnig geta að nýlega vann borgin til verðlauna fyrir nýtt stafrænt umsóknarferli fjárhagsaðstoðar. Hluti af því að það sé gott að búa í borg er að það sé gott að vinna þar. Til þess að Reykjavík sé aðlaðandi og eftirsóknarverð borg þurfum við að styðja við þarfir atvinnulífsins. Þess vegna finnst mér brýnt að stuðla að einfaldara regluverki með góðu aðgengi að stjórnsýslu sem þjónustar fólk í stað þess að flækja líf þess. Borgin sem við elskum Reykjavík á að vera borg sem fólk elskar að búa í. Borg með iðandi mannlífi þar sem sköpunargleði fólks, innblástur og frjáls hugsun fær að njóta sín. Borg sem býður upp á fjölbreytt atvinnutækifæri og samgöngur í heimsklassa og veitir íbúum framúrskarandi góða þjónustu á öllum sviðum. Hlutverk borgaryfirvalda er því að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að blómstra á sínum forsendum. Það er borgin sem ég vil halda áfram að skapa. Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala og er óhrætt við að fara nýjar leiðir í því augnamiði að bæta líf borgarbúa. Ég vil vera í þeirri forystu áfram og leita því eftir stuðningi í prófkjöri flokksins. Það eru spennandi vikur framundan sem ég mun nýta vel til að kynna hugsjónir okkar og stefnumál. Saman munum við halda áfram að skapa aðlaðandi, fallega og eftirsóknarverða borg til framtíðar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Fólk sem fæðist á Íslandi í dag mun í framtíðinni vonandi vera frjálst til að geta valið hvar það vill búa. Ég vil að fólk hafi þetta frelsi og þess vegna finnst mér mikilvægt að skapa aðlaðandi borgarlíf hér á landi svo fólki finnist eftirsóknarverðast að búa hér. Höfuðborgin Reykjavík þarf því að vera í fremstu röð og standast samanburð við aðrar borgir. Hlutverk okkar stjórnmálafólks í borginni er að sjá til þess að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg sem laðar fram það besta í fólki, veitir því tækifærin sem það sækist eftir og lætur því líða vel. Betri borg fyrir börnin Skólakerfið er frumforsenda þess að skapa aðlaðandi borg til framtíðar. Ný menntastefna borgarinnar undir yfirskriftinni „Látum draumana rætast“ hefur því verið frábær innspýting inn í skólastarfið að undanförnu. Hún fangar einmitt þennan anda – Reykjavík á að vera borg þar sem fjölbreyttir draumar geta þrifist og ræst. Við þurfum að geta boðið nemendum upp á framúrskarandi umhverfi og sjá jafnframt til þess að fjarlæg miðstýring hindri ekki kennara í þeirra dýrmæta starfi. Ég hef staðið fyrir því að móta nýjan fjárhagslegan grundvöll fyrir grunnskóla og hlutverk þess er að tryggja aukið frelsi í kerfinu og fjármagn. Börn með sértækan vanda eiga ekki að þurfa að bíða í 18 mánaða greiningarferli. Við erum að bregðast við núna. Þau eiga rétt á skýrum úrræðum við hæfi eins fljótt og auðið er. Þess vegna höfum við farið í átaksverkefni til að stytta þessa biðlista. Það gefur líka auga leið að Reykjavíkurborg á enn fremur að vera borg sem hlúir að andlegu heilbrigði barna og þess vegna þróuðum við verkefnið Betri borg fyrir börn, sem miðar að því að bæta þjónustuna fyrir börnin og færa hana í auknum mæli inn í skólaumhverfið. Þjónusta, virðing og skilningur Í borg eins og Reykjavík eiga fjölskyldur á öllum aldri að geta treyst á aðgengilega, stafræna og góða þjónustu. Hér skortir ekkert til að geta boðið upp á framúrskarandi þjónustu og þar á ávallt að endurspeglast virðing fyrir og skilningur á þörfum fólks. Aldraðir og þau sem glíma við hreyfihömlun eiga að geta treyst fyllilega á þjónustu borgarinnar og við eigum jafnframt að sjá til þess að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og það vill og getur. Eftir það eiga hjúkrunarheimilin að taka fólki opnum örmum án þess að það þurfi að bíða eftir plássi með tilheyrandi óvissu og álagi. Mikil og góð vinna hefur farið fram á sviði velferðarmála síðustu misseri og heimsfaraldurinn hefur haft þau áhrif að margar nýjungar þróast hratt. Fjölbreytt mannlíf þarf fjölbreyttar samgöngur Reykjavík til framtíðar á að vera fjölbreytt, græn og skilvirk. Borgarlínan mun gera að verkum að almenningssamöngur verða að auðveldum og raunhæfum kosti. Vitaskuld þurfum við gott vegakerfi fyrir fólk sem notar einkabílinn til að komast milli staða. En það er brýnt að styðja við fjölbreyttari ferðamáta – íbúar borgarinnar eiga að hafa frelsið til að velja hvað hentar þeim best. Hjólastígar borgarinnar eiga að vera fyrsta flokks, auk þess sem áframhaldandi þétting byggðar á að vera í forgangi. Reykjavík á að vera borg sem leggur áherslu á þjónustu í nærumhverfi borgaranna sem geta sótt helstu þjónustu í sínu hverfi. Grenndarstöðin þín á að vera handan við hornið, snyrtileg og í samræmi við umhverfi sitt. Þá er samræmd sorphirða á höfuðborgarsvæðinu á næsta leiti og í henni munu felast margvísleg tækifæri. Stafræn þjónusta eykur lífsgæði okkar Stafræn tækni er þjónusta sem getur einfaldað líf borgarbúa til muna og aukið þannig lífsgæði þeirra. Þess vegna höfum við stigið stór skref í átt stafrænnar þjónustu á undanförnum misserum og er sú vegferð rétt að byrja. Það er í stutt í það að hægt verði að sækja rafrænt um skólaþjónustu, leikskóla og stuðningsþjónustu. Þess má einnig geta að nýlega vann borgin til verðlauna fyrir nýtt stafrænt umsóknarferli fjárhagsaðstoðar. Hluti af því að það sé gott að búa í borg er að það sé gott að vinna þar. Til þess að Reykjavík sé aðlaðandi og eftirsóknarverð borg þurfum við að styðja við þarfir atvinnulífsins. Þess vegna finnst mér brýnt að stuðla að einfaldara regluverki með góðu aðgengi að stjórnsýslu sem þjónustar fólk í stað þess að flækja líf þess. Borgin sem við elskum Reykjavík á að vera borg sem fólk elskar að búa í. Borg með iðandi mannlífi þar sem sköpunargleði fólks, innblástur og frjáls hugsun fær að njóta sín. Borg sem býður upp á fjölbreytt atvinnutækifæri og samgöngur í heimsklassa og veitir íbúum framúrskarandi góða þjónustu á öllum sviðum. Hlutverk borgaryfirvalda er því að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að blómstra á sínum forsendum. Það er borgin sem ég vil halda áfram að skapa. Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala og er óhrætt við að fara nýjar leiðir í því augnamiði að bæta líf borgarbúa. Ég vil vera í þeirri forystu áfram og leita því eftir stuðningi í prófkjöri flokksins. Það eru spennandi vikur framundan sem ég mun nýta vel til að kynna hugsjónir okkar og stefnumál. Saman munum við halda áfram að skapa aðlaðandi, fallega og eftirsóknarverða borg til framtíðar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun