Meiri Borgarlína Birkir Ingibjartsson skrifar 2. febrúar 2022 16:31 Ég hef leyft mér að fullyrða að Borgarlínan sé mikilvægasta verkefni samtímans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki einungis er hún lausn við þeim hnút sem samgöngur á svæðinu hafa lengi stefnt í, heldur liggur alveg skýrt fyrir að við munum ekki ná að fylgja eftir skuldbindingum okkar í loftslagsmálunum án hennar. Við þurfum að minnka hlutdeild einkabílsins í samgönguvenjum höfuðborgarbúa og í raun að fækka bílum, óháð hvaða orkugjafa þeir nota. Mér finnst samt mikilvægt að setjum í fókus hvaða tækifæri felast í Borgarlínunni fyrir gæði byggðarinnar. Við eigum að grípa gæsina og nýta verkefnið til að byggja meiri og betri borg. Við eigum að horfa fram á veginn og einblína á hvaða gæði er hægt að skapa með fyrirhuguðum framkvæmdum. Alþjóðlegar skuldbindingar okkar og ábyrgðartilfinning fyrir framtíðinni eru svo mikilvæg hvatning um að breyta rétt. Fyrir mér eru tveir kaflar Borgarlínunnar sem draga fram með mjög skýrum hætti bestu eiginlega verkefnisins. Fyrirhugaðar breytingar á þessum svæðum undirstrika að Borgarlínan er ekki nema að litlum hluta samgönguverkefni heldur að allt snýst þetta um að búa til heilbrigt og lifandi borgarumhverfi. Suðurlandsbraut er í dag lítið annað en þung umferðargata með mikinn fjölda bílastæða. Aðgengi að þeirri þjónustu sem er við götuna er vont nema fyrir þau sem koma akandi. Og jafnvel ekki svo gott fyrir þau heldur, enda erfitt að fá bílastæði við götuna. Engin samfelld gangstétt er á milli húsa eða hjólastígur sunnan götunnar. Gróður er af afar skornum skammti enda virðist sem svo að fjöldi bílastæða frekar en að búa til vistlegt umhverfi hafi ráðið för við hönnun götunnar. Í frumdragaskýrslu Borgarlínunnar er lagt upp með að akreinum við götuna verði fækkað úr fjórum í tvær. Með fækkun akreina er hægt að tryggja greiðfærni vagna Borgarlínunnar með sérrými fyrir miðju hennar. Færri akreinar mun sjálfkrafa þýða minni og hægari bílaumferð með bættri hljóðvist og minni loftmengun. Aukið rými í götunni mun gefa færi á að bæta aðgengi virkra ferðamáta við götuna og að þeirri þjónustu sem við hana er að finna. Loks gefur aukin rýmd í göturýminu færi á að auka gróður sem mun auka visthæfi götunnar en líka bara gleðja augað og andann. Stærsta breytingin á umhverfi Suðurlandsbrautar er þó sú tenging sem verður möguleg á milli byggðarinnar sunnan götunnar og Laugardalsins. Múlahverfið er og verður eitt öflugasta verslunar- og þjónustuhverfi í miðju borgarinnar. Þar er gert ráð fyrir aukningu íbúða samhliða endurnýjun innan hverfisins. Fyrir Laugardalinn hafa verið kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja og jafnvel lagt til að dalurinn verði að mestu bíllaust svæði. Að tengja þessi aðlægu og spennandi svæði betur samhliða styrkingu þeirra beggja er því afar mikilvægt. Breytingar á götuhönnun Suðurlandsbrautar gegna þar lykilhlutverki. Að fjölga akreinum úr fjórum í sex, eins og sumir hafa lagt til, mun gera þessa jákvæðu umbreytingu að engu og gera umhverfið enn óvistlegra en það er í dag. Fossvogsbrú er önnur framkvæmd sem er lýsandi fyrir tækifærin sem fylgja Borgarlínunni. Brúin verður áhugavert mannvirki og mikið aðdráttarafl til útivistar meðfram strandlengjunni. Mikilvægi brúarinnar er þó fyrst og fremst þau huglægu mörk sem hún mun brjóta niður. Kársnesið hefur löngum verið nokkuð afskipt og einangrað, jafnvel innan Kópavogar. Brúin mun gera hverfið hluta af Vatnsmýrinni og þeim þekkingarkjarna sem þar mun rísa. Verður spennandi að sjá hvernig vestasti hluti Kársnessins þróast með þessa nálægð í huga. Tengingin virkar þó að sjálfsögðu í báðar áttir. Íbúar Reykjavíkur verða því ekki síður tíðir gestir í Kópavoginum að sækja heim þau gæði sem þar er að finna. Til að mynda sundlaug Kópavogs - bestu sundlaug landsins ! - eða hinn vaxandi þjónustukjarna í Smáranum. Fossvogsbrúin er bara eitt dæmi um fjölmargar nýjar tengingar sem Borgarlínan mun búa til. Tengingar sem verða á forsendum almenningssamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda. Borgarlínan mun þannig jafna aðgengi að gæðum borgarinnar, má út huglæg mörk milli borgarhluta og sveitarfélaga og binda allt höfuðborgarsvæðið saman í eina samfellda meiri borg. Svo ofangreind tækifæri til breytinga á eðli borgarinnar verði að veruleika þarf að standa vörð um kjarna Borgarlínunnar. Styðja þarf við verkefnið á öllum stigum á næstu árum, allt frá ákvarðanatöku er varða skipulagsmál, uppbyggingu innviða þess og fjárfestingar í tíðni og gæðum leiðakerfisins. Mikill metnaður hefur verið settur í verkefnið á liðnum árum í undirbúningi þess. Nú er komið að því að ákveða útfærsluna. Fylgja þarf eftir að ekki verði gefin afsláttur af þeim gæðum sem við viljum skapa í borginni. Tækifærið er okkar ! Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Borgarlína Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Ég hef leyft mér að fullyrða að Borgarlínan sé mikilvægasta verkefni samtímans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki einungis er hún lausn við þeim hnút sem samgöngur á svæðinu hafa lengi stefnt í, heldur liggur alveg skýrt fyrir að við munum ekki ná að fylgja eftir skuldbindingum okkar í loftslagsmálunum án hennar. Við þurfum að minnka hlutdeild einkabílsins í samgönguvenjum höfuðborgarbúa og í raun að fækka bílum, óháð hvaða orkugjafa þeir nota. Mér finnst samt mikilvægt að setjum í fókus hvaða tækifæri felast í Borgarlínunni fyrir gæði byggðarinnar. Við eigum að grípa gæsina og nýta verkefnið til að byggja meiri og betri borg. Við eigum að horfa fram á veginn og einblína á hvaða gæði er hægt að skapa með fyrirhuguðum framkvæmdum. Alþjóðlegar skuldbindingar okkar og ábyrgðartilfinning fyrir framtíðinni eru svo mikilvæg hvatning um að breyta rétt. Fyrir mér eru tveir kaflar Borgarlínunnar sem draga fram með mjög skýrum hætti bestu eiginlega verkefnisins. Fyrirhugaðar breytingar á þessum svæðum undirstrika að Borgarlínan er ekki nema að litlum hluta samgönguverkefni heldur að allt snýst þetta um að búa til heilbrigt og lifandi borgarumhverfi. Suðurlandsbraut er í dag lítið annað en þung umferðargata með mikinn fjölda bílastæða. Aðgengi að þeirri þjónustu sem er við götuna er vont nema fyrir þau sem koma akandi. Og jafnvel ekki svo gott fyrir þau heldur, enda erfitt að fá bílastæði við götuna. Engin samfelld gangstétt er á milli húsa eða hjólastígur sunnan götunnar. Gróður er af afar skornum skammti enda virðist sem svo að fjöldi bílastæða frekar en að búa til vistlegt umhverfi hafi ráðið för við hönnun götunnar. Í frumdragaskýrslu Borgarlínunnar er lagt upp með að akreinum við götuna verði fækkað úr fjórum í tvær. Með fækkun akreina er hægt að tryggja greiðfærni vagna Borgarlínunnar með sérrými fyrir miðju hennar. Færri akreinar mun sjálfkrafa þýða minni og hægari bílaumferð með bættri hljóðvist og minni loftmengun. Aukið rými í götunni mun gefa færi á að bæta aðgengi virkra ferðamáta við götuna og að þeirri þjónustu sem við hana er að finna. Loks gefur aukin rýmd í göturýminu færi á að auka gróður sem mun auka visthæfi götunnar en líka bara gleðja augað og andann. Stærsta breytingin á umhverfi Suðurlandsbrautar er þó sú tenging sem verður möguleg á milli byggðarinnar sunnan götunnar og Laugardalsins. Múlahverfið er og verður eitt öflugasta verslunar- og þjónustuhverfi í miðju borgarinnar. Þar er gert ráð fyrir aukningu íbúða samhliða endurnýjun innan hverfisins. Fyrir Laugardalinn hafa verið kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja og jafnvel lagt til að dalurinn verði að mestu bíllaust svæði. Að tengja þessi aðlægu og spennandi svæði betur samhliða styrkingu þeirra beggja er því afar mikilvægt. Breytingar á götuhönnun Suðurlandsbrautar gegna þar lykilhlutverki. Að fjölga akreinum úr fjórum í sex, eins og sumir hafa lagt til, mun gera þessa jákvæðu umbreytingu að engu og gera umhverfið enn óvistlegra en það er í dag. Fossvogsbrú er önnur framkvæmd sem er lýsandi fyrir tækifærin sem fylgja Borgarlínunni. Brúin verður áhugavert mannvirki og mikið aðdráttarafl til útivistar meðfram strandlengjunni. Mikilvægi brúarinnar er þó fyrst og fremst þau huglægu mörk sem hún mun brjóta niður. Kársnesið hefur löngum verið nokkuð afskipt og einangrað, jafnvel innan Kópavogar. Brúin mun gera hverfið hluta af Vatnsmýrinni og þeim þekkingarkjarna sem þar mun rísa. Verður spennandi að sjá hvernig vestasti hluti Kársnessins þróast með þessa nálægð í huga. Tengingin virkar þó að sjálfsögðu í báðar áttir. Íbúar Reykjavíkur verða því ekki síður tíðir gestir í Kópavoginum að sækja heim þau gæði sem þar er að finna. Til að mynda sundlaug Kópavogs - bestu sundlaug landsins ! - eða hinn vaxandi þjónustukjarna í Smáranum. Fossvogsbrúin er bara eitt dæmi um fjölmargar nýjar tengingar sem Borgarlínan mun búa til. Tengingar sem verða á forsendum almenningssamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda. Borgarlínan mun þannig jafna aðgengi að gæðum borgarinnar, má út huglæg mörk milli borgarhluta og sveitarfélaga og binda allt höfuðborgarsvæðið saman í eina samfellda meiri borg. Svo ofangreind tækifæri til breytinga á eðli borgarinnar verði að veruleika þarf að standa vörð um kjarna Borgarlínunnar. Styðja þarf við verkefnið á öllum stigum á næstu árum, allt frá ákvarðanatöku er varða skipulagsmál, uppbyggingu innviða þess og fjárfestingar í tíðni og gæðum leiðakerfisins. Mikill metnaður hefur verið settur í verkefnið á liðnum árum í undirbúningi þess. Nú er komið að því að ákveða útfærsluna. Fylgja þarf eftir að ekki verði gefin afsláttur af þeim gæðum sem við viljum skapa í borginni. Tækifærið er okkar ! Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun