Innviðagjald borgarinnar fer fyrir Hæstarétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 10:01 Deilan snýr að innheimtu innviðagjalds í Vogabyggð, nýju hverfi í Reykjavík sem sést hér. Vísir/Egill. Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni verktakafyrirtækisins Sérverks ehf. í máli fyrirtækisins gegn Reykjavíkurborg, þar sem fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á um 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg gerði samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Sérverk keypti lóðaréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. Árið 2019 var greint frá því að stór hópur verktakafyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins stæði að málarekstri gegn borginni, þar sem fyrirtækin og samtökin töldu lagalega óvissa ríkja um lögmæti innheimtu borgarinnar á innviðagjöldum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Telja að dómur Hæstaréttar geti haft fordæmisgildi um ýmis mál Verktakafyrirtækið Sérverk tók að sér að formlega stefna borginni í málinu. Aðalkrafa fyrirtækisins var sú að Reykjavíkurborg yrði dæmt til að endugreiða rétt rúmlega 120 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í innviðagjöld í tengslum við uppbyggingu félagsins í Vogabyggð. Byggði fyrirtækið meðal annars á því að gjaldið væri skattur eða ígildi skatts, sem ekki ætti sér stoð í lögum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina, meðal annars á þeim grundvelli að greiðsluskyldan hvíldi á gagnkvæmum samningi og væri ekki skattur. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðdóms. Sérverk óskaði þá eftir heimild til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi sem reyndi á gjaldtökuheimildir sveitarfélaga án lagaheimildar, auk þess sem að fyrirtækið telur dóm Landsréttar bersýnilega rangan. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur Hæstaréttar í málinu kunni að hafa fordæmisgildi um þau atriði sem tiltekin voru í leyfisbeiðninni. Var því fallist á beiðnina um áfrýjunarleyfi. Dómsmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. 29. júní 2020 17:57 Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. 9. október 2019 14:00 Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Sátu hjá vegna vafa um innviðagjald Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu samninga við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 06:00 Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. 4. febrúar 2019 12:00 Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu. 4. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg gerði samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Sérverk keypti lóðaréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. Árið 2019 var greint frá því að stór hópur verktakafyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins stæði að málarekstri gegn borginni, þar sem fyrirtækin og samtökin töldu lagalega óvissa ríkja um lögmæti innheimtu borgarinnar á innviðagjöldum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Telja að dómur Hæstaréttar geti haft fordæmisgildi um ýmis mál Verktakafyrirtækið Sérverk tók að sér að formlega stefna borginni í málinu. Aðalkrafa fyrirtækisins var sú að Reykjavíkurborg yrði dæmt til að endugreiða rétt rúmlega 120 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í innviðagjöld í tengslum við uppbyggingu félagsins í Vogabyggð. Byggði fyrirtækið meðal annars á því að gjaldið væri skattur eða ígildi skatts, sem ekki ætti sér stoð í lögum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina, meðal annars á þeim grundvelli að greiðsluskyldan hvíldi á gagnkvæmum samningi og væri ekki skattur. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðdóms. Sérverk óskaði þá eftir heimild til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi sem reyndi á gjaldtökuheimildir sveitarfélaga án lagaheimildar, auk þess sem að fyrirtækið telur dóm Landsréttar bersýnilega rangan. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur Hæstaréttar í málinu kunni að hafa fordæmisgildi um þau atriði sem tiltekin voru í leyfisbeiðninni. Var því fallist á beiðnina um áfrýjunarleyfi.
Dómsmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. 29. júní 2020 17:57 Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. 9. október 2019 14:00 Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Sátu hjá vegna vafa um innviðagjald Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu samninga við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 06:00 Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. 4. febrúar 2019 12:00 Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu. 4. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. 29. júní 2020 17:57
Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. 9. október 2019 14:00
Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15
Sátu hjá vegna vafa um innviðagjald Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu samninga við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 06:00
Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. 4. febrúar 2019 12:00
Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu. 4. febrúar 2019 07:30