Árangur á COP26 Dr. Bryony Mathew skrifar 16. nóvember 2021 11:31 Nú þegar loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, í Glasgow er lokið getum við metið þann árangur sem náðist á stærstu alþjóðlegu ráðstefnu sem Bretland hefur haldið. Loftslagssáttmáli Glasgow (The Glasgow Climate Pact) mun hraða loftslagsaðgerðum og öll lönd samþykktu að endurskoða og styrkja núverandi losunarmarkmið sín til 2030. Parísarreglubókin, leiðbeiningar um hvernig Parísarsamkomulagið er framkvæmt, var kláruð eftir sex ára umræður. Reglubókin leggur m.a. áherslu á gagnsæi. Í fyrsta sinn samþykkti COP aðgerðir til að draga úr jarðefnaeldsneyti í áföngum. Þetta er í fyrsta sinn sem jarðefnaeldsneyti er nefnt með þessum hætti. Ákvarðanir gengu lengra en nokkru sinni áður í því að viðurkenna og takast á við tap og skaða vegna núverandi áhrifa loftslagsbreytinga. Það mætti þannig segja að COP26 hafi lagt línurnar. Nú verða þjóðir að bregðast við. Þessi niðurstaða kemur meðal annars í kjölfar tveggja ára vinnu diplómata víða um heim og herferðar sem breska formennskan hefur staðið fyrir til að auka metnað og tryggja aðgerðir frá næstum 200 löndum í heiminum. Þá gaf leiðtogafundurinn og þemadagar skipulagðir af formennskunni af sér röð yfirlýsinga og áheita frá löndum til þess að bregðast við vandanum: Að minnsta kosti 90% af hagkerfi heimsins hefur nú lofað kolefnishlutleysi, þessi tala var aðeins 30% þegar Bretland tók við formennsku COP árið 2019. Samhliða þessu höfum við séð loforð frá 130 löndum um að binda enda á eyðingu skóga fyrir árið 2030. Þessi lönd telja saman 90% af skógum heimsins. Við sáum breytingu í stefnu landa um kolanotkun. Fleiri lönd hafa skuldbundið sig til að hætta notkun kola til orkuframleiðslu og binda enda á alþjóðlega fjármögnun kola. Nokkrir af stærstu bílaframleiðendum vinna svo saman að því að gera alla sölu nýrra bíla kolefnislausa árið 2040 og fyrir 2035 á leiðandi mörkuðum. Lönd og borgir taka einnig þátt með metnaðarfullum dagsetningum um að hætta að nota bensín- og díselbíla. Þar á meðal eru Ísland, Reykjavíkurborg og Akureyri. Okkur þykir hinsvegar leitt að $100 milljarða markmiðinu til þess að styðja við loftlagsaðgerðir verði náð seinna en búist var við. Það er mikilvægt að minnast á þann árangur sem náðist þó, þar sem sum lönd komu fram og tvöfölduðu eða jafnvel fjórfölduðu skuldbindingar sínar. COP26 hélt markmiðinu um 1,5C á lífi og kláraði Parísarsamkomulagið. Með þennan tímamótasamning sem samþykktur var á COP26 í veganesti verðum við nú að halda áfram að vinna saman á þessum afgerandi áratugi. Við verðum að standa við þær væntingar sem settar eru fram í Loftslagssáttmála Glasgow og gera betur. Það er enn gríðarlega margt og mikið sem þarf að vinna að. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bryony Mathew Tengdar fréttir Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, í Glasgow er lokið getum við metið þann árangur sem náðist á stærstu alþjóðlegu ráðstefnu sem Bretland hefur haldið. Loftslagssáttmáli Glasgow (The Glasgow Climate Pact) mun hraða loftslagsaðgerðum og öll lönd samþykktu að endurskoða og styrkja núverandi losunarmarkmið sín til 2030. Parísarreglubókin, leiðbeiningar um hvernig Parísarsamkomulagið er framkvæmt, var kláruð eftir sex ára umræður. Reglubókin leggur m.a. áherslu á gagnsæi. Í fyrsta sinn samþykkti COP aðgerðir til að draga úr jarðefnaeldsneyti í áföngum. Þetta er í fyrsta sinn sem jarðefnaeldsneyti er nefnt með þessum hætti. Ákvarðanir gengu lengra en nokkru sinni áður í því að viðurkenna og takast á við tap og skaða vegna núverandi áhrifa loftslagsbreytinga. Það mætti þannig segja að COP26 hafi lagt línurnar. Nú verða þjóðir að bregðast við. Þessi niðurstaða kemur meðal annars í kjölfar tveggja ára vinnu diplómata víða um heim og herferðar sem breska formennskan hefur staðið fyrir til að auka metnað og tryggja aðgerðir frá næstum 200 löndum í heiminum. Þá gaf leiðtogafundurinn og þemadagar skipulagðir af formennskunni af sér röð yfirlýsinga og áheita frá löndum til þess að bregðast við vandanum: Að minnsta kosti 90% af hagkerfi heimsins hefur nú lofað kolefnishlutleysi, þessi tala var aðeins 30% þegar Bretland tók við formennsku COP árið 2019. Samhliða þessu höfum við séð loforð frá 130 löndum um að binda enda á eyðingu skóga fyrir árið 2030. Þessi lönd telja saman 90% af skógum heimsins. Við sáum breytingu í stefnu landa um kolanotkun. Fleiri lönd hafa skuldbundið sig til að hætta notkun kola til orkuframleiðslu og binda enda á alþjóðlega fjármögnun kola. Nokkrir af stærstu bílaframleiðendum vinna svo saman að því að gera alla sölu nýrra bíla kolefnislausa árið 2040 og fyrir 2035 á leiðandi mörkuðum. Lönd og borgir taka einnig þátt með metnaðarfullum dagsetningum um að hætta að nota bensín- og díselbíla. Þar á meðal eru Ísland, Reykjavíkurborg og Akureyri. Okkur þykir hinsvegar leitt að $100 milljarða markmiðinu til þess að styðja við loftlagsaðgerðir verði náð seinna en búist var við. Það er mikilvægt að minnast á þann árangur sem náðist þó, þar sem sum lönd komu fram og tvöfölduðu eða jafnvel fjórfölduðu skuldbindingar sínar. COP26 hélt markmiðinu um 1,5C á lífi og kláraði Parísarsamkomulagið. Með þennan tímamótasamning sem samþykktur var á COP26 í veganesti verðum við nú að halda áfram að vinna saman á þessum afgerandi áratugi. Við verðum að standa við þær væntingar sem settar eru fram í Loftslagssáttmála Glasgow og gera betur. Það er enn gríðarlega margt og mikið sem þarf að vinna að. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun