Árangur á COP26 Dr. Bryony Mathew skrifar 16. nóvember 2021 11:31 Nú þegar loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, í Glasgow er lokið getum við metið þann árangur sem náðist á stærstu alþjóðlegu ráðstefnu sem Bretland hefur haldið. Loftslagssáttmáli Glasgow (The Glasgow Climate Pact) mun hraða loftslagsaðgerðum og öll lönd samþykktu að endurskoða og styrkja núverandi losunarmarkmið sín til 2030. Parísarreglubókin, leiðbeiningar um hvernig Parísarsamkomulagið er framkvæmt, var kláruð eftir sex ára umræður. Reglubókin leggur m.a. áherslu á gagnsæi. Í fyrsta sinn samþykkti COP aðgerðir til að draga úr jarðefnaeldsneyti í áföngum. Þetta er í fyrsta sinn sem jarðefnaeldsneyti er nefnt með þessum hætti. Ákvarðanir gengu lengra en nokkru sinni áður í því að viðurkenna og takast á við tap og skaða vegna núverandi áhrifa loftslagsbreytinga. Það mætti þannig segja að COP26 hafi lagt línurnar. Nú verða þjóðir að bregðast við. Þessi niðurstaða kemur meðal annars í kjölfar tveggja ára vinnu diplómata víða um heim og herferðar sem breska formennskan hefur staðið fyrir til að auka metnað og tryggja aðgerðir frá næstum 200 löndum í heiminum. Þá gaf leiðtogafundurinn og þemadagar skipulagðir af formennskunni af sér röð yfirlýsinga og áheita frá löndum til þess að bregðast við vandanum: Að minnsta kosti 90% af hagkerfi heimsins hefur nú lofað kolefnishlutleysi, þessi tala var aðeins 30% þegar Bretland tók við formennsku COP árið 2019. Samhliða þessu höfum við séð loforð frá 130 löndum um að binda enda á eyðingu skóga fyrir árið 2030. Þessi lönd telja saman 90% af skógum heimsins. Við sáum breytingu í stefnu landa um kolanotkun. Fleiri lönd hafa skuldbundið sig til að hætta notkun kola til orkuframleiðslu og binda enda á alþjóðlega fjármögnun kola. Nokkrir af stærstu bílaframleiðendum vinna svo saman að því að gera alla sölu nýrra bíla kolefnislausa árið 2040 og fyrir 2035 á leiðandi mörkuðum. Lönd og borgir taka einnig þátt með metnaðarfullum dagsetningum um að hætta að nota bensín- og díselbíla. Þar á meðal eru Ísland, Reykjavíkurborg og Akureyri. Okkur þykir hinsvegar leitt að $100 milljarða markmiðinu til þess að styðja við loftlagsaðgerðir verði náð seinna en búist var við. Það er mikilvægt að minnast á þann árangur sem náðist þó, þar sem sum lönd komu fram og tvöfölduðu eða jafnvel fjórfölduðu skuldbindingar sínar. COP26 hélt markmiðinu um 1,5C á lífi og kláraði Parísarsamkomulagið. Með þennan tímamótasamning sem samþykktur var á COP26 í veganesti verðum við nú að halda áfram að vinna saman á þessum afgerandi áratugi. Við verðum að standa við þær væntingar sem settar eru fram í Loftslagssáttmála Glasgow og gera betur. Það er enn gríðarlega margt og mikið sem þarf að vinna að. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bryony Mathew Tengdar fréttir Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Nú þegar loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, í Glasgow er lokið getum við metið þann árangur sem náðist á stærstu alþjóðlegu ráðstefnu sem Bretland hefur haldið. Loftslagssáttmáli Glasgow (The Glasgow Climate Pact) mun hraða loftslagsaðgerðum og öll lönd samþykktu að endurskoða og styrkja núverandi losunarmarkmið sín til 2030. Parísarreglubókin, leiðbeiningar um hvernig Parísarsamkomulagið er framkvæmt, var kláruð eftir sex ára umræður. Reglubókin leggur m.a. áherslu á gagnsæi. Í fyrsta sinn samþykkti COP aðgerðir til að draga úr jarðefnaeldsneyti í áföngum. Þetta er í fyrsta sinn sem jarðefnaeldsneyti er nefnt með þessum hætti. Ákvarðanir gengu lengra en nokkru sinni áður í því að viðurkenna og takast á við tap og skaða vegna núverandi áhrifa loftslagsbreytinga. Það mætti þannig segja að COP26 hafi lagt línurnar. Nú verða þjóðir að bregðast við. Þessi niðurstaða kemur meðal annars í kjölfar tveggja ára vinnu diplómata víða um heim og herferðar sem breska formennskan hefur staðið fyrir til að auka metnað og tryggja aðgerðir frá næstum 200 löndum í heiminum. Þá gaf leiðtogafundurinn og þemadagar skipulagðir af formennskunni af sér röð yfirlýsinga og áheita frá löndum til þess að bregðast við vandanum: Að minnsta kosti 90% af hagkerfi heimsins hefur nú lofað kolefnishlutleysi, þessi tala var aðeins 30% þegar Bretland tók við formennsku COP árið 2019. Samhliða þessu höfum við séð loforð frá 130 löndum um að binda enda á eyðingu skóga fyrir árið 2030. Þessi lönd telja saman 90% af skógum heimsins. Við sáum breytingu í stefnu landa um kolanotkun. Fleiri lönd hafa skuldbundið sig til að hætta notkun kola til orkuframleiðslu og binda enda á alþjóðlega fjármögnun kola. Nokkrir af stærstu bílaframleiðendum vinna svo saman að því að gera alla sölu nýrra bíla kolefnislausa árið 2040 og fyrir 2035 á leiðandi mörkuðum. Lönd og borgir taka einnig þátt með metnaðarfullum dagsetningum um að hætta að nota bensín- og díselbíla. Þar á meðal eru Ísland, Reykjavíkurborg og Akureyri. Okkur þykir hinsvegar leitt að $100 milljarða markmiðinu til þess að styðja við loftlagsaðgerðir verði náð seinna en búist var við. Það er mikilvægt að minnast á þann árangur sem náðist þó, þar sem sum lönd komu fram og tvöfölduðu eða jafnvel fjórfölduðu skuldbindingar sínar. COP26 hélt markmiðinu um 1,5C á lífi og kláraði Parísarsamkomulagið. Með þennan tímamótasamning sem samþykktur var á COP26 í veganesti verðum við nú að halda áfram að vinna saman á þessum afgerandi áratugi. Við verðum að standa við þær væntingar sem settar eru fram í Loftslagssáttmála Glasgow og gera betur. Það er enn gríðarlega margt og mikið sem þarf að vinna að. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun