Kaupin á eyrinni Eyþór Laxdal Arnalds skrifar 25. maí 2021 12:01 Reykjavíkurborg er stundum skrýtin skepna. Hún rekur malbikunarstöð. Hún hefur fjárfest gríðarlega í fjarskiptafélagi. Og svo hefur hún keypt rafmagn og þjónustu af eigin fyrirtækjum fyrir milljarða án útboðs. Þrátt fyrir kaup borgarinnar á rafmagni fyrir hundruði milljóna árlega var enginn samningur til um kaupin. Enginn afsláttur. Ekkert útboð. Munar miklu Þetta er ólöglegt eins og nú hefur komið fram í úrskurði um útboðsmál. Borgin hefur borgað of hátt verð fyrir rafmagn bara til að hygla eigin fyrirtæki. Þetta er bæði ólögmætt og óskynsamlegt. Samkvæmt tölum frá Orkustofnun og Orkusetrinu er munur á raforkuverði allt að 25% á milli aðila. Borgin gæti því sparað mikla fjármuni með því að bjóða meira út. Það að skipta við eigin fyrirtæki án útboðs er þvert á frjálsa samkeppni. Nýlega þurftu Samtök Iðnaðarins að kæra borgina vegna risastórs verkefnasamnings sem gerður var við ON án útboðs. Borgin tapaði því máli, enda bar að bjóða þetta út. Sama er að segja um umferðarljósastýringar. Þar braut borgin líka útboðslög. En ljósastýring í borginni er svo kapítuli út af fyrir sig. Þau eru ekki að virka sem skyldi. Undarlegar áherslur Það er illa farið með fé þegar borgin er rekin fyrir lánsfé og stundar síðan vafasaman fyrirtækjarekstur. Í stað þess að einbeita sér að því að tryggja leikskólapláss fer orkan og fjármagnið í annað. Í stað þess að bæta umferð er farið í ólögleg útboð. Nú hefur borgin aftur og aftur orðið afturreka þar sem hún hefur brotið lög um opinber útboð. Það er því morgunljóst að þetta er ekki klaufaskapur í einu máli. Þetta er einbeittur brotavilji. Svona gerast kaupin á eyrinni. Það er undarlegt að þeir flokkar sem eru nú í meirihluta skuli mæta þessum úrskurðum með þögn. Höfundur er oddviti Sjálfstæðislokksins í borgarstjórn. Til fróðleiks um raforkuverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Eyþór Laxdal Arnalds Borgarstjórn Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er stundum skrýtin skepna. Hún rekur malbikunarstöð. Hún hefur fjárfest gríðarlega í fjarskiptafélagi. Og svo hefur hún keypt rafmagn og þjónustu af eigin fyrirtækjum fyrir milljarða án útboðs. Þrátt fyrir kaup borgarinnar á rafmagni fyrir hundruði milljóna árlega var enginn samningur til um kaupin. Enginn afsláttur. Ekkert útboð. Munar miklu Þetta er ólöglegt eins og nú hefur komið fram í úrskurði um útboðsmál. Borgin hefur borgað of hátt verð fyrir rafmagn bara til að hygla eigin fyrirtæki. Þetta er bæði ólögmætt og óskynsamlegt. Samkvæmt tölum frá Orkustofnun og Orkusetrinu er munur á raforkuverði allt að 25% á milli aðila. Borgin gæti því sparað mikla fjármuni með því að bjóða meira út. Það að skipta við eigin fyrirtæki án útboðs er þvert á frjálsa samkeppni. Nýlega þurftu Samtök Iðnaðarins að kæra borgina vegna risastórs verkefnasamnings sem gerður var við ON án útboðs. Borgin tapaði því máli, enda bar að bjóða þetta út. Sama er að segja um umferðarljósastýringar. Þar braut borgin líka útboðslög. En ljósastýring í borginni er svo kapítuli út af fyrir sig. Þau eru ekki að virka sem skyldi. Undarlegar áherslur Það er illa farið með fé þegar borgin er rekin fyrir lánsfé og stundar síðan vafasaman fyrirtækjarekstur. Í stað þess að einbeita sér að því að tryggja leikskólapláss fer orkan og fjármagnið í annað. Í stað þess að bæta umferð er farið í ólögleg útboð. Nú hefur borgin aftur og aftur orðið afturreka þar sem hún hefur brotið lög um opinber útboð. Það er því morgunljóst að þetta er ekki klaufaskapur í einu máli. Þetta er einbeittur brotavilji. Svona gerast kaupin á eyrinni. Það er undarlegt að þeir flokkar sem eru nú í meirihluta skuli mæta þessum úrskurðum með þögn. Höfundur er oddviti Sjálfstæðislokksins í borgarstjórn. Til fróðleiks um raforkuverð.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar