Ísland með mannréttindum? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 19. maí 2021 09:00 Fyrir tæplega tíu árum síðan viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Nú þegar svívirðileg mannréttindabrot eru að eiga sér stað þar í landi er vitaskuld hávært ákall um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til stuðnings Palestínu. Að minnsta kosti 212 hafa látið lífið á Gaza, þar af 62 börn frá 10. maí sl., og 17 manns á Vesturbakkanum. Um 1500 eru særðir, um þrjú börn slasast á hverri klukkustund og eru um 40 þúsund manneskjur á flótta innan Gaza svæðisins. Á meðan þessu stendur gerir íslenska ríkisvaldið sitt besta við að vísa palestínsku flóttafólki úr landi og til Grikklands, þangað sem Rauði krossinn á Íslandi sagði fyrr í mánuðinum að væri ekki forsvaranlegt að senda fólk. Ástandið í Palestínu er fjarri því sem nokkur á að þurfa að gera sér hugarlund um og mun það bara versna ef marka má orð forsætisráðherra Ísrael en hann telur árásirnar nauðsynlegar þar til friður kemst á sem hann segir að muni taka tíma. Utanríkisráðherra Palestínu hefur ítrekað ákall sitt um viðskiptaþvinganir þjóða gagnvart Ísrael og það hefur félagið Ísland Palestína einnig gert. Utanríkisráðherra Íslands hefur gefið út að hann taki slíkt því miður ekki í mál fyrir Íslands hönd, landsins sem var fyrst vestur- og norður evrópskra ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Væri ekki betur í samræmi við þá afstöðu sem við tókum með Palestínu fyrir um tíu árum síðan, að taka afstöðu með þeim núna og leggja okkur fram við að leiða alþjóðasamfélagið til sameiginlegrar niðurstöðu um sniðgöngu á stjórnmálasviði- og/eða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael, líkt og Palestína kallar eftir? Fólk hérlendis sem stendur með mannréttindum upplifir sig margt aðgerðalaust og vanmátta. Við sjáum myndir af hörmungunum, lesum um óhugsandi ástand, horfum upp á barsmíðar og fylgjumst með börnum og fjölskyldum berjast fyrir lífi sínu. Íslenskur almenningur, sem annt er um mannréttindi, getur þó lagt sitt af mörkum. Bent hefur verið á að Moroccan Oil, Sodastream, Caterpillar AHAVA og ísraelskar döðlur, appelsínur, sítrónur, hvítlaukur og avókadó eru hluti af hversdagslegum innkaupum sem við getum kosið að versla ekki. Við getum reynt okkar besta við að sniðganga ísraelska framleiðslu, hætt að hafa viðskipti við alþjóðleg fyrirtæki, HP og Puma, sem styðja eða hagnast á mannréttindabrotum og stríðsglæpum Ísrael. Frætt okkur um ástandið, notað forréttindastöðu okkar til að vekja athygli á málinu, styrkt hjálparstarf o.s.frv. Staðan er þó augljóslega alvarlegri en svo að sniðganga upplýstra neytenda dugi ein og sér til að bregðast við henni og það er á ábyrgð stjórnvalda. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) hefur flokkað aðferðir Ísraels sem glæp gegn mannúð, nánar tiltekið kynþáttaaðskilnað (apartheid). Það er brot gegn Rómarsamþykktinni um alþjóðlega sakamáladómstólinn sem Ísland hefur fullgilt. Ef viðskiptaþvinganir eru ekki réttlætanlegar í slíku ástandi, hvenær þá? B’Tselem (The Israeli Information Center for Human Rights in the Occupied Territories) segir að aðgerðum Ísraels verði að linna til þess að hægt sé að tryggja mannréttindi, lýðræði, frelsi og jöfnuð á svæðinu. Saklausir borgarar eru að deyja vegna brota Ísraels á alþjóðalögum og verið er að traðka á mannréttindum palestínskra borgara. Þau grátbiðja um aðstoð og um skýrar aðgerðir. Ísland verður að gera sitt allra besta í að standa með mannréttindum. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Vekja skal sérstaka athygli á eftirfarandi: Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til þess að halda áfram mikilvægum verkefnum nú þegar ástandið í Palestínu er eins erfitt og raun ber vitni. Hægt er að veita stuðning með eftirtöldum leiðum: Styrkja í gegnum söfnunarsíðu Rauða krossins Senda sms-ið HJALP í 1900 (2.900 kr.) Styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000) Styrkja í gegnum Kass (778 3609) Leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Mannréttindi Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega tíu árum síðan viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Nú þegar svívirðileg mannréttindabrot eru að eiga sér stað þar í landi er vitaskuld hávært ákall um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til stuðnings Palestínu. Að minnsta kosti 212 hafa látið lífið á Gaza, þar af 62 börn frá 10. maí sl., og 17 manns á Vesturbakkanum. Um 1500 eru særðir, um þrjú börn slasast á hverri klukkustund og eru um 40 þúsund manneskjur á flótta innan Gaza svæðisins. Á meðan þessu stendur gerir íslenska ríkisvaldið sitt besta við að vísa palestínsku flóttafólki úr landi og til Grikklands, þangað sem Rauði krossinn á Íslandi sagði fyrr í mánuðinum að væri ekki forsvaranlegt að senda fólk. Ástandið í Palestínu er fjarri því sem nokkur á að þurfa að gera sér hugarlund um og mun það bara versna ef marka má orð forsætisráðherra Ísrael en hann telur árásirnar nauðsynlegar þar til friður kemst á sem hann segir að muni taka tíma. Utanríkisráðherra Palestínu hefur ítrekað ákall sitt um viðskiptaþvinganir þjóða gagnvart Ísrael og það hefur félagið Ísland Palestína einnig gert. Utanríkisráðherra Íslands hefur gefið út að hann taki slíkt því miður ekki í mál fyrir Íslands hönd, landsins sem var fyrst vestur- og norður evrópskra ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Væri ekki betur í samræmi við þá afstöðu sem við tókum með Palestínu fyrir um tíu árum síðan, að taka afstöðu með þeim núna og leggja okkur fram við að leiða alþjóðasamfélagið til sameiginlegrar niðurstöðu um sniðgöngu á stjórnmálasviði- og/eða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael, líkt og Palestína kallar eftir? Fólk hérlendis sem stendur með mannréttindum upplifir sig margt aðgerðalaust og vanmátta. Við sjáum myndir af hörmungunum, lesum um óhugsandi ástand, horfum upp á barsmíðar og fylgjumst með börnum og fjölskyldum berjast fyrir lífi sínu. Íslenskur almenningur, sem annt er um mannréttindi, getur þó lagt sitt af mörkum. Bent hefur verið á að Moroccan Oil, Sodastream, Caterpillar AHAVA og ísraelskar döðlur, appelsínur, sítrónur, hvítlaukur og avókadó eru hluti af hversdagslegum innkaupum sem við getum kosið að versla ekki. Við getum reynt okkar besta við að sniðganga ísraelska framleiðslu, hætt að hafa viðskipti við alþjóðleg fyrirtæki, HP og Puma, sem styðja eða hagnast á mannréttindabrotum og stríðsglæpum Ísrael. Frætt okkur um ástandið, notað forréttindastöðu okkar til að vekja athygli á málinu, styrkt hjálparstarf o.s.frv. Staðan er þó augljóslega alvarlegri en svo að sniðganga upplýstra neytenda dugi ein og sér til að bregðast við henni og það er á ábyrgð stjórnvalda. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) hefur flokkað aðferðir Ísraels sem glæp gegn mannúð, nánar tiltekið kynþáttaaðskilnað (apartheid). Það er brot gegn Rómarsamþykktinni um alþjóðlega sakamáladómstólinn sem Ísland hefur fullgilt. Ef viðskiptaþvinganir eru ekki réttlætanlegar í slíku ástandi, hvenær þá? B’Tselem (The Israeli Information Center for Human Rights in the Occupied Territories) segir að aðgerðum Ísraels verði að linna til þess að hægt sé að tryggja mannréttindi, lýðræði, frelsi og jöfnuð á svæðinu. Saklausir borgarar eru að deyja vegna brota Ísraels á alþjóðalögum og verið er að traðka á mannréttindum palestínskra borgara. Þau grátbiðja um aðstoð og um skýrar aðgerðir. Ísland verður að gera sitt allra besta í að standa með mannréttindum. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Vekja skal sérstaka athygli á eftirfarandi: Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til þess að halda áfram mikilvægum verkefnum nú þegar ástandið í Palestínu er eins erfitt og raun ber vitni. Hægt er að veita stuðning með eftirtöldum leiðum: Styrkja í gegnum söfnunarsíðu Rauða krossins Senda sms-ið HJALP í 1900 (2.900 kr.) Styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000) Styrkja í gegnum Kass (778 3609) Leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun