Friðum refinn: 7 punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 4. maí 2021 10:01 Refurinn er eina upprunalega og náttúrulega landspendýrið á Íslandi. Um 9.000 refir eru nú til á Íslandi. Í gær svaraði umhverfisráðherra fyrirspurn minni á Alþingi um refaveiðar. Skoðum 7 punkta sem þar komu fram: Árlega eru drepnir um 5-7.000 refir. Veiði á refum hefur aukist á hverju ári allt þetta kjörtímabil og var mest í fyrra þegar yfir 7.200 refir voru drepnir. Rúmlega 56.000 refir hafa verið veiddir undanfarin 10 ár og þar af 18.000 yrðlingar. Stjórnvöld hafa varið um þúsund milljónum króna í refaveiðar undanfarinn áratug. Það er svipaður kostnaður og árlegur rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eða dæmigerðs framhaldsskóla í landinu. Kostnaður skattgreiðanda við að niðurgreiða refaveiðar hefur aukist um helming á 10 árum og hefur aldrei verið hærri en í fyrra. Samkvæmt stjórnvöldum eru til litlar upplýsingar um fjárhagslegt tjón sem refir valda þrátt fyrir að hafa kallað eftir slíkum upplýsingum í mörg ár. Umhverfisstofnun hefur meira að segja bent á að „nær engar upplýsingar“ hafi borist til sín vegna tjóns ef frá eru taldar nokkrar tilkynningar um tjón í æðarvarpi. Því kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn minni á Alþingi að Umhverfisstofnun telji „að forsendur séu í raun brostnar fyrir áframhaldandi veiðum“ með núverandi fyrirkomulagi. Heimskautarefurinn hefur verið á Íslandi í árþúsundir en elstu leifar sem hafa fundist hérlendis eru um 3.500 ára gamlar. Íslenski refastofninn hefur að mestu verið erfðafræðilega aðskilinn frá öðrum stofnum frá því ísöld lauk og er hann því sérstakur vegna langvarandi einangrunar og aðlögunar að sérstökum aðstæðum hérlendis. Nú eru refaveiðar bannaðar á mjög fáum stöðum á landinu. Ég legg því til að við friðum refinn um allt land. En valdi refurinn tjóni t.d. í æðarvarpi hljótum við að geta bætt það tjón með beinum hætti í staðinn fyrir að stráfella refinn í þúsunda tali á hverju ári. Fjölbreytni dýralífs á Íslandi er afar lítil og við hljótum að geta verndað þennan upprunalega landnema Íslands. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Dýr Alþingi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Refurinn er eina upprunalega og náttúrulega landspendýrið á Íslandi. Um 9.000 refir eru nú til á Íslandi. Í gær svaraði umhverfisráðherra fyrirspurn minni á Alþingi um refaveiðar. Skoðum 7 punkta sem þar komu fram: Árlega eru drepnir um 5-7.000 refir. Veiði á refum hefur aukist á hverju ári allt þetta kjörtímabil og var mest í fyrra þegar yfir 7.200 refir voru drepnir. Rúmlega 56.000 refir hafa verið veiddir undanfarin 10 ár og þar af 18.000 yrðlingar. Stjórnvöld hafa varið um þúsund milljónum króna í refaveiðar undanfarinn áratug. Það er svipaður kostnaður og árlegur rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eða dæmigerðs framhaldsskóla í landinu. Kostnaður skattgreiðanda við að niðurgreiða refaveiðar hefur aukist um helming á 10 árum og hefur aldrei verið hærri en í fyrra. Samkvæmt stjórnvöldum eru til litlar upplýsingar um fjárhagslegt tjón sem refir valda þrátt fyrir að hafa kallað eftir slíkum upplýsingum í mörg ár. Umhverfisstofnun hefur meira að segja bent á að „nær engar upplýsingar“ hafi borist til sín vegna tjóns ef frá eru taldar nokkrar tilkynningar um tjón í æðarvarpi. Því kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn minni á Alþingi að Umhverfisstofnun telji „að forsendur séu í raun brostnar fyrir áframhaldandi veiðum“ með núverandi fyrirkomulagi. Heimskautarefurinn hefur verið á Íslandi í árþúsundir en elstu leifar sem hafa fundist hérlendis eru um 3.500 ára gamlar. Íslenski refastofninn hefur að mestu verið erfðafræðilega aðskilinn frá öðrum stofnum frá því ísöld lauk og er hann því sérstakur vegna langvarandi einangrunar og aðlögunar að sérstökum aðstæðum hérlendis. Nú eru refaveiðar bannaðar á mjög fáum stöðum á landinu. Ég legg því til að við friðum refinn um allt land. En valdi refurinn tjóni t.d. í æðarvarpi hljótum við að geta bætt það tjón með beinum hætti í staðinn fyrir að stráfella refinn í þúsunda tali á hverju ári. Fjölbreytni dýralífs á Íslandi er afar lítil og við hljótum að geta verndað þennan upprunalega landnema Íslands. Höfundur er alþingismaður.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun