Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Þórir Guðmundsson skrifar 5. desember 2020 15:36 Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnmálamenn í Evrópu þurfa að gerast sérfræðingar í sjávarútvegi. Sögur af þjóðarleiðtogum og æðstu embættismönnum sem hafa þurft að bora sig ofan í talnarunur þorsk-, makríl- og síldarkvóta, út- og innflutningsverðmæti, veiðar og verkun, að ekki sé talað um pólitískt afl fiskimannaþorpa eru vel kunnar meðal þeirra sem hafa tekið þátt í grjóthörðum alþjóðlegum samningaviðræðum um sjávarútvegshagsmuni. Þeir elstu muna eftir þorskastríðssamningunum við Íslendinga; aðrir eftir samningunum um Evrópska efnahagssvæðið og aðildarviðræðunum við Norðmenn og svo Íslendinga fyrir ekki svo löngu, sem báðar runnu út í sandinn. Þó að fiskurinn í sjónum skipti ekki öllu máli í efnahagslegu tilliti þá er hann stórpólitískur raunveruleiki. Aðalsamningamenn Bretlands og Evrópusambandsins, David Frost og Michel Barnier, segjast ekki komast lengra í sínum viðræðum. Samninganefndirnar deila enn um þrjú atriði: samkeppnislög, eftirlitskerfi væntanlegs samnings og fiskveiðar. Búist er við að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula Von Der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB muni funda alla helgina og – of eitthvað er að marka fordæmi svona risasamninga – langt fram á mánudagsmorgunn. Ef samningar nást ekki á þeim tíma bendir all til þess að Bretar hverfi úr Evrópusambandinu án samnings með öllu því uppnámi sem það mun valda, pólitísku fjargviðri og efnahagsþrengingum beggja vegna Ermarsundsins en þó miklu meir vestan megin. Hagsmunir í Brixham og Boulogne Bátar í höfninni í Brixham á suðurströnd Englands. Meðal áköfustu stuðningsmanna Brexit í Bretlandi voru íbúar fiskveiðibæja og -þorpa meðfram ströndum Englands. Í bæjum eins og Brixham á suðurströndinni búa fjölskyldur sem vildu Brexit til þess að fá yfirráð á miðunum. Á meðan Hull og Grimsby misstu þrótt sinn eftir þorskastríðin við Íslendinga þá hefur Brixham dafnað ágætlega á veiðum og útflutningi til Evrópu. En eftir næstum hálfrar aldar veru Breta í Evrópusambandinu vilja íbúar þessara staða fá aftur stjórn yfir eigin fiskveiðum í eigin fiskveiðilögsögu. Þeir eru þreyttir á að fara á miðin og veiða í samkeppni við Frakka og Spánverja. Hinum megin við sundið eru hins vegar sams konar hagsmunir í húfi. Fjölskyldur í Boulogne-sur-Mer á norðvesturströnd Frakklands hafa líka mikla hagsmuni af fiskveiðum á Bretlandsmiðum. Íslenskir fiskútflytjendur þekkja bæinn vel því töluverður hluti útflutnings á ferskfiski til Evrópu hefur um áratugaskeið farið í gegnum fiskmarkaðinn þar. Pierre Leprêtre er fulltrúi sjómanna í Norður-Frakklandi. Hann segist sjálfur veiða 70-80 prósent af sínum afla innan lögsögu Breta. Honum finnst það eðlilegt, enda sé æviskeið mikilvægra fisktegunda – svo sem þorsks og lúðu – gjarnan þannig að uppeldisstöðvar þeirra séu á sendnu grunnsævi í lögsögu Frakka. En þegar fiskurinn hafi náð veiðistærð þá sé hann kominn yfir á kaldara og súrefnisríkara djúpsævið í breskri lögsögu. Þetta séu því sameiginlegir stofnar sem eðlilegt sé að útgerðarmenn beggja landa deili með sér. Hark um kvóta Á borði samningamanna ESB og Bretlands er meðal annars spurningin um hvernig – ekki hvort – skuli deila veiðikvótum á 140 tegundum sjávardýra. Bretar vilja að um þetta sé samið árlega en Evrópusambandið vill að kerfið verði helst ekki svo frábrugðið því sem það er nú. Og ESB-kvótarnir helst ekki mikið minni. Til að flækja málin enn frekar þá selja Bretar fjögur af hverjum fimm tonnum af sínum afla, í verðmætum talið, til Evrópu. Þar að auki þá vilja breskir neytendur frekar borða fisktegundir sem aðrir veiða og íbúar Evrópusambandsins eru sólgnir í fisktegundir, eins og makríl, sem Bretar veiða en fúlsa við og selja því til meginlandsins. Þannig fluttu Bretar 80–90 prósent af sínum síldar-, þorsk-, skelfisk- og makrílafla til Evrópusambandsins í fyrra. En fiskur er ekki allt. Hann er ekki einu sinni lítill hluti af efnahagsstærðinni sem um er að semja heldur algjör örstærð – lítil flís sem skiptir nánast engu máli í heildarsamhenginu, pund á móti pundi. Velta sjávarútvegs í Bretlandi er 0,4 milljarðar sterlingspunda á meðan sama tala fyrir bílaframleiðslu er 49,1 milljarður og fjármálaþjónustu 125,9 milljarðar. Svíkur Boris fiskimennina? Tólf þúsund manns í Bretlandi hafa atvinnu af fiskveiðum en 864 þúsund af framleiðslu á bílum og íhlutum í þá. Fjármálastofnanirnar í miðborg Lundúna eru undirstaða viðskipta- og fjármála í Bretlandi sem enginn breskur forsætisráðherra getur stefnt í hættu, þó segja megi að breskir kjósendur hafi gert það með því að samþykkja útgönguna fyrir fjórum árum. Samningaviðræðurnar fara þannig fram í skugga efnahagslegra staðreynda sem hafa staðið óhaggaðar frá upphafi. Pólitíkin skiptir hins vegar líka máli. Boris Johnson fékk Brexit í gegn þökk sé kjósendum eins og þeim sem hlustuðu á rök hans um óskoruð yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni. Þannig greiddu 63 prósent íbúa í Brixham atkvæði með Brexit. Það gerðu fjármálasérfræðingarnir í Lundúnum ekki. Ef samningur næst þá munu báðir aðilar þurfa að hafa gefið nokkuð eftir. Johnson gæti á lokametrunum þurft að láta minni efnahagslega hagsmuni víkja fyrir meiri og bregðast sínum gallhörðustu stuðningsmönnum í sjávarútveginum. Ekki mun reynast erfitt fyrir Johnson að koma samningi í gegnum breska þingið. Íhaldsflokkurinn er með yfirgnæfandi þingmeirihluta og Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, mun annað hvort greiða atkvæði með samningi eða sitja hjá. Helsta andstaðan er því meðal erkiandstæðinga ESB í hans eigin flokki og þeir eru nánast dæmdir til að vera í minnihluta í atkvæðagreiðslu í breska þinginu. Þingkosningar eru ekki fyrr en eftir tæp fjögur ár. Johnson hefur því ágætt pólitískt bakland til að gera tilslakanir sem þarf til að landa samningi. Macron horfir til kosninga Staðan er önnur og óvissari innan Evrópusambandsins. Öll 27 aðildarríki ESB þurfa að samþykkja endanlegan útgöngusamning. Hvert og eitt þeirra hefur neitunarvald. Austan megin Ermarsunds hefur Emmanuel Macron forseti Frakklands minnt samningamenn ESB á þá staðareynd að það þurfi meðal annars að bera samninginn undir hann. Kosningar eru í Frakklandi eftir eitt og hálft ár. Macron stendur tæpt og hann hefur engin efni á að missa atkvæði sjávarútvegsbyggðanna. Hann þarf þvert á móti á því að halda að sýna styrk sinn við að tryggja ítrustu hagsmuni Frakka. Pólitískt bakland leiðtoganna, sem munu að öllum líkindum þjarka fram á rauðanótt næstu daga, er því þannig að nánast hvað sem Johnson fellst á mun hann fá samþykkt í þinginu. Von Der Leyen gæti hins vegar lent í verulegum pólitískum þrengingum ef hún gefur of mikið eftir. Þessi pólitíska staða veldur því að bresku fiskimennirnir, sem studdu Brexit á sínum tíma, velta því nú fyrir sér hvort þeir hafi gert afdrifarík mistök. Þó að leiðtogar jafnt sem embættismenn hafi þurft að rifja upp fiskikvótafræðina sína undanfarna daga þá er ekkert víst að fiskurinn fái á endanum að ráða úrslitum. Ekki er ólíklegt að það komi í ljós þegar við skoðum Vísi með morgunmatnum á mánudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Guðmundsson Evrópusambandið Brexit Bretland Sjávarútvegur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnmálamenn í Evrópu þurfa að gerast sérfræðingar í sjávarútvegi. Sögur af þjóðarleiðtogum og æðstu embættismönnum sem hafa þurft að bora sig ofan í talnarunur þorsk-, makríl- og síldarkvóta, út- og innflutningsverðmæti, veiðar og verkun, að ekki sé talað um pólitískt afl fiskimannaþorpa eru vel kunnar meðal þeirra sem hafa tekið þátt í grjóthörðum alþjóðlegum samningaviðræðum um sjávarútvegshagsmuni. Þeir elstu muna eftir þorskastríðssamningunum við Íslendinga; aðrir eftir samningunum um Evrópska efnahagssvæðið og aðildarviðræðunum við Norðmenn og svo Íslendinga fyrir ekki svo löngu, sem báðar runnu út í sandinn. Þó að fiskurinn í sjónum skipti ekki öllu máli í efnahagslegu tilliti þá er hann stórpólitískur raunveruleiki. Aðalsamningamenn Bretlands og Evrópusambandsins, David Frost og Michel Barnier, segjast ekki komast lengra í sínum viðræðum. Samninganefndirnar deila enn um þrjú atriði: samkeppnislög, eftirlitskerfi væntanlegs samnings og fiskveiðar. Búist er við að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula Von Der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB muni funda alla helgina og – of eitthvað er að marka fordæmi svona risasamninga – langt fram á mánudagsmorgunn. Ef samningar nást ekki á þeim tíma bendir all til þess að Bretar hverfi úr Evrópusambandinu án samnings með öllu því uppnámi sem það mun valda, pólitísku fjargviðri og efnahagsþrengingum beggja vegna Ermarsundsins en þó miklu meir vestan megin. Hagsmunir í Brixham og Boulogne Bátar í höfninni í Brixham á suðurströnd Englands. Meðal áköfustu stuðningsmanna Brexit í Bretlandi voru íbúar fiskveiðibæja og -þorpa meðfram ströndum Englands. Í bæjum eins og Brixham á suðurströndinni búa fjölskyldur sem vildu Brexit til þess að fá yfirráð á miðunum. Á meðan Hull og Grimsby misstu þrótt sinn eftir þorskastríðin við Íslendinga þá hefur Brixham dafnað ágætlega á veiðum og útflutningi til Evrópu. En eftir næstum hálfrar aldar veru Breta í Evrópusambandinu vilja íbúar þessara staða fá aftur stjórn yfir eigin fiskveiðum í eigin fiskveiðilögsögu. Þeir eru þreyttir á að fara á miðin og veiða í samkeppni við Frakka og Spánverja. Hinum megin við sundið eru hins vegar sams konar hagsmunir í húfi. Fjölskyldur í Boulogne-sur-Mer á norðvesturströnd Frakklands hafa líka mikla hagsmuni af fiskveiðum á Bretlandsmiðum. Íslenskir fiskútflytjendur þekkja bæinn vel því töluverður hluti útflutnings á ferskfiski til Evrópu hefur um áratugaskeið farið í gegnum fiskmarkaðinn þar. Pierre Leprêtre er fulltrúi sjómanna í Norður-Frakklandi. Hann segist sjálfur veiða 70-80 prósent af sínum afla innan lögsögu Breta. Honum finnst það eðlilegt, enda sé æviskeið mikilvægra fisktegunda – svo sem þorsks og lúðu – gjarnan þannig að uppeldisstöðvar þeirra séu á sendnu grunnsævi í lögsögu Frakka. En þegar fiskurinn hafi náð veiðistærð þá sé hann kominn yfir á kaldara og súrefnisríkara djúpsævið í breskri lögsögu. Þetta séu því sameiginlegir stofnar sem eðlilegt sé að útgerðarmenn beggja landa deili með sér. Hark um kvóta Á borði samningamanna ESB og Bretlands er meðal annars spurningin um hvernig – ekki hvort – skuli deila veiðikvótum á 140 tegundum sjávardýra. Bretar vilja að um þetta sé samið árlega en Evrópusambandið vill að kerfið verði helst ekki svo frábrugðið því sem það er nú. Og ESB-kvótarnir helst ekki mikið minni. Til að flækja málin enn frekar þá selja Bretar fjögur af hverjum fimm tonnum af sínum afla, í verðmætum talið, til Evrópu. Þar að auki þá vilja breskir neytendur frekar borða fisktegundir sem aðrir veiða og íbúar Evrópusambandsins eru sólgnir í fisktegundir, eins og makríl, sem Bretar veiða en fúlsa við og selja því til meginlandsins. Þannig fluttu Bretar 80–90 prósent af sínum síldar-, þorsk-, skelfisk- og makrílafla til Evrópusambandsins í fyrra. En fiskur er ekki allt. Hann er ekki einu sinni lítill hluti af efnahagsstærðinni sem um er að semja heldur algjör örstærð – lítil flís sem skiptir nánast engu máli í heildarsamhenginu, pund á móti pundi. Velta sjávarútvegs í Bretlandi er 0,4 milljarðar sterlingspunda á meðan sama tala fyrir bílaframleiðslu er 49,1 milljarður og fjármálaþjónustu 125,9 milljarðar. Svíkur Boris fiskimennina? Tólf þúsund manns í Bretlandi hafa atvinnu af fiskveiðum en 864 þúsund af framleiðslu á bílum og íhlutum í þá. Fjármálastofnanirnar í miðborg Lundúna eru undirstaða viðskipta- og fjármála í Bretlandi sem enginn breskur forsætisráðherra getur stefnt í hættu, þó segja megi að breskir kjósendur hafi gert það með því að samþykkja útgönguna fyrir fjórum árum. Samningaviðræðurnar fara þannig fram í skugga efnahagslegra staðreynda sem hafa staðið óhaggaðar frá upphafi. Pólitíkin skiptir hins vegar líka máli. Boris Johnson fékk Brexit í gegn þökk sé kjósendum eins og þeim sem hlustuðu á rök hans um óskoruð yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni. Þannig greiddu 63 prósent íbúa í Brixham atkvæði með Brexit. Það gerðu fjármálasérfræðingarnir í Lundúnum ekki. Ef samningur næst þá munu báðir aðilar þurfa að hafa gefið nokkuð eftir. Johnson gæti á lokametrunum þurft að láta minni efnahagslega hagsmuni víkja fyrir meiri og bregðast sínum gallhörðustu stuðningsmönnum í sjávarútveginum. Ekki mun reynast erfitt fyrir Johnson að koma samningi í gegnum breska þingið. Íhaldsflokkurinn er með yfirgnæfandi þingmeirihluta og Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, mun annað hvort greiða atkvæði með samningi eða sitja hjá. Helsta andstaðan er því meðal erkiandstæðinga ESB í hans eigin flokki og þeir eru nánast dæmdir til að vera í minnihluta í atkvæðagreiðslu í breska þinginu. Þingkosningar eru ekki fyrr en eftir tæp fjögur ár. Johnson hefur því ágætt pólitískt bakland til að gera tilslakanir sem þarf til að landa samningi. Macron horfir til kosninga Staðan er önnur og óvissari innan Evrópusambandsins. Öll 27 aðildarríki ESB þurfa að samþykkja endanlegan útgöngusamning. Hvert og eitt þeirra hefur neitunarvald. Austan megin Ermarsunds hefur Emmanuel Macron forseti Frakklands minnt samningamenn ESB á þá staðareynd að það þurfi meðal annars að bera samninginn undir hann. Kosningar eru í Frakklandi eftir eitt og hálft ár. Macron stendur tæpt og hann hefur engin efni á að missa atkvæði sjávarútvegsbyggðanna. Hann þarf þvert á móti á því að halda að sýna styrk sinn við að tryggja ítrustu hagsmuni Frakka. Pólitískt bakland leiðtoganna, sem munu að öllum líkindum þjarka fram á rauðanótt næstu daga, er því þannig að nánast hvað sem Johnson fellst á mun hann fá samþykkt í þinginu. Von Der Leyen gæti hins vegar lent í verulegum pólitískum þrengingum ef hún gefur of mikið eftir. Þessi pólitíska staða veldur því að bresku fiskimennirnir, sem studdu Brexit á sínum tíma, velta því nú fyrir sér hvort þeir hafi gert afdrifarík mistök. Þó að leiðtogar jafnt sem embættismenn hafi þurft að rifja upp fiskikvótafræðina sína undanfarna daga þá er ekkert víst að fiskurinn fái á endanum að ráða úrslitum. Ekki er ólíklegt að það komi í ljós þegar við skoðum Vísi með morgunmatnum á mánudag.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun