Nimbyismi Marín Þórsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:30 „Auðvitað þurfa allir að eiga heima einhverstaðar, en þetta fólk á ekki heima í mínu hverfi!“ Þetta er Nimbyismi, ég vil að eitthvað sé gert en bara not in my back yard eða upp á íslensku, bara ekki í mínum bakgarði. Nýlega mótmæltu íbúar og fyrirtæki í Grafarvogi smáhýsum við Stórhöfða skammt frá Gullinbrú í verslunar- og skrifstofuhverfi handan við voginn. Einnig var smáhýsum mótmælt sem reisa átti við Guðrúnartún og í Hlíðarhverfi sem og á Höfðabakka. Verið er að reyna að mæta borgarbúum með fjölbreytt búsetuúrræði, húsnæðið er klárt en ekki fæst staður í borgarlandinu því enginn vill fá úrræðin í hverfið sitt. Mikilvægi þess að eiga heimili er vel þekkt. Heimili er undirstaða velferðar fólks. Hvernig er hægt að byrja að takast á við áföll lífsins, „ná sér á strik“ eða hefja bataferli að einhverju tagi, ef einstaklingar þurfa stöðugt að huga að því hvar næsti næturstaður verður? Enginn staður til að geyma eigur sínar, enginn staður til að vera ein/n í friði, loka að sér og fá næði. Þegar flakkað er á milli neyðarskýla eða gist á sófa upp á náð og miskun samferðafólksins, misvelkomið, er erfitt að hefja bataferli. Það er erfitt að gera nokkuð. Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu sinnir skjólstæðingum sem margir hverjir eiga ekkert heimili, í Konukoti sem og Frú Ragnheiði. Í starfi okkar sjáum við hversu mikilvægt það er að eiga samastað og rannsóknir hafa sýnt að ef fólk á ekki heimili er erfitt að gera nokkrar aðrar breytingar á lífi sínu. Velferðasvið Reykjavíkurborgar er tilbúið með smáhýsi til notkunar fyrir einstaklinga á jaðrinum. Einstaklinga sem hafa það verr en við flest. Eiga ekki heimili. Sum ef til vill í neyslu, önnur ekki. Einstaklinga sem þurfa húsnæði nálægt ýmissi þjónustu, en það hentar þeim jafnvel betur að vera ekki inni í miðju íbúðarhverfi, heldur á jaðri hverfisins. En jafnvel þar er þeim mótmælt, því að mögulega og ef til vill verður af þeim ónæði því gönguleiðin þar framhjá er svo falleg. Það er mögulegt að þessir einstaklingar eignist betra líf en þeir lifa nú með tilkomu eigin húsnæðis. Eitthvað sem hægt er að kalla heima. Samfélagsleg vandamál hverfa ekki þegar við lokum augunum fyrir þeim. Sem samfélag þurfum við að horfast í augu við að við erum ekki öll eins, við þurfum ólíka þjónustu og ólík úrræði. Smáhýsin skapa ekki vandamál, þau leysa þau. Einstaklingar sem geta nýtt sér úrræðin eru þátttakendur í samfélaginu okkar í dag, það er fólkið sem þú mætir í göngutúrnum þínum eða í versluninni. Einstaklingarnir hverfa ekki þó svo þjónustan við þau sé bætt, lífsgæði þeirra hinsvegar batna og samfélagið okkar verður örlítið betra. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Reykjavík Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
„Auðvitað þurfa allir að eiga heima einhverstaðar, en þetta fólk á ekki heima í mínu hverfi!“ Þetta er Nimbyismi, ég vil að eitthvað sé gert en bara not in my back yard eða upp á íslensku, bara ekki í mínum bakgarði. Nýlega mótmæltu íbúar og fyrirtæki í Grafarvogi smáhýsum við Stórhöfða skammt frá Gullinbrú í verslunar- og skrifstofuhverfi handan við voginn. Einnig var smáhýsum mótmælt sem reisa átti við Guðrúnartún og í Hlíðarhverfi sem og á Höfðabakka. Verið er að reyna að mæta borgarbúum með fjölbreytt búsetuúrræði, húsnæðið er klárt en ekki fæst staður í borgarlandinu því enginn vill fá úrræðin í hverfið sitt. Mikilvægi þess að eiga heimili er vel þekkt. Heimili er undirstaða velferðar fólks. Hvernig er hægt að byrja að takast á við áföll lífsins, „ná sér á strik“ eða hefja bataferli að einhverju tagi, ef einstaklingar þurfa stöðugt að huga að því hvar næsti næturstaður verður? Enginn staður til að geyma eigur sínar, enginn staður til að vera ein/n í friði, loka að sér og fá næði. Þegar flakkað er á milli neyðarskýla eða gist á sófa upp á náð og miskun samferðafólksins, misvelkomið, er erfitt að hefja bataferli. Það er erfitt að gera nokkuð. Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu sinnir skjólstæðingum sem margir hverjir eiga ekkert heimili, í Konukoti sem og Frú Ragnheiði. Í starfi okkar sjáum við hversu mikilvægt það er að eiga samastað og rannsóknir hafa sýnt að ef fólk á ekki heimili er erfitt að gera nokkrar aðrar breytingar á lífi sínu. Velferðasvið Reykjavíkurborgar er tilbúið með smáhýsi til notkunar fyrir einstaklinga á jaðrinum. Einstaklinga sem hafa það verr en við flest. Eiga ekki heimili. Sum ef til vill í neyslu, önnur ekki. Einstaklinga sem þurfa húsnæði nálægt ýmissi þjónustu, en það hentar þeim jafnvel betur að vera ekki inni í miðju íbúðarhverfi, heldur á jaðri hverfisins. En jafnvel þar er þeim mótmælt, því að mögulega og ef til vill verður af þeim ónæði því gönguleiðin þar framhjá er svo falleg. Það er mögulegt að þessir einstaklingar eignist betra líf en þeir lifa nú með tilkomu eigin húsnæðis. Eitthvað sem hægt er að kalla heima. Samfélagsleg vandamál hverfa ekki þegar við lokum augunum fyrir þeim. Sem samfélag þurfum við að horfast í augu við að við erum ekki öll eins, við þurfum ólíka þjónustu og ólík úrræði. Smáhýsin skapa ekki vandamál, þau leysa þau. Einstaklingar sem geta nýtt sér úrræðin eru þátttakendur í samfélaginu okkar í dag, það er fólkið sem þú mætir í göngutúrnum þínum eða í versluninni. Einstaklingarnir hverfa ekki þó svo þjónustan við þau sé bætt, lífsgæði þeirra hinsvegar batna og samfélagið okkar verður örlítið betra. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun