Nýi talsmaður kjötinnflytjenda Ólafur Stephensen skrifar 9. ágúst 2019 11:10 Sigmar Vilhjálmsson, nýráðinn talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, var í dálítið kostulegu viðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið gekk út á það hvað innflutningur á svína- og alifuglakjöti væri varasamur. Sigmar sagði að flutt væru inn 12% neyzlu af kjúklinga- og svínakjöti. Það er reyndar ekki rétt tala; á síðasta ári voru flutt inn um 16% heildarneyzlu á alifuglakjöti og 18% af neyzlu svínakjöts. En hvað um það; Sigmar sagði að með þessum innflutningi væri í fyrsta lagi komið í veg fyrir að bændur gætu fjárfest í sínum rekstri. Í öðru lagi væri skrýtið að vera að flytja inn mat í sömu gæðaflokkum og við gætum framleitt sjálf. Í þriðja lagi sagði Sigmar að það að innlend framleiðsla væri til staðar, héldi uppi gæðum innflutnings – menn kæmust þá ekki upp með að flytja inn lélega vöru. Það er reyndar í mótsögn við röksemdina á undan, en það var ekki út úr karakter í þessu viðtali. Í fjórða lagi sagði Sigmar að takmörkun innflutnings væri heilbrigðismál; innflutta kjötinu gætu fylgt fjölónæmar bakteríur. Eitt mikilvægt atriði gleymdist í viðtalinu. Það eru íslenzkir bændur, verksmiðjubú og afurðastöðvar, sem standa fyrir meiripartinum af öllum innflutningi alifugla- og svínakjöts á tollkvótum samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins, sem Sigmar var einmitt svo gagnrýninn á í viðtalinu. Margir þeirra eru félagsmenn í búgreinafélögunum sem standa að FESK. Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og fisks (Ali) flytur þannig inn tæplega 600 tonn af svína- og alifuglakjöti á ESB-tollkvóta á þessu ári og er einn umsvifamesti kjötinnflytjandi landsins. Kjúklingaframleiðandinn Reykjagarður, dótturfélag Sláturfélags Suðurlands, flytur inn 90 tonn. Stjörnugrís, stærsti svínaræktandi landsins, sem er jafnframt eigandi Stjörnueggja, flytur inn 60 tonn af sömu kjöttegundum. Samtals flytja íslenzkir svína- og kjúklingakjötsframleiðendur inn rúmlega 87% ESB-tollkvótans fyrir svínakjöt á árinu 2019 og tæplega 45% tollkvótans fyrir alifuglakjöt. Hefði nýi talsmaðurinn ekki þurft að lesa sér betur til áður en hann réðist svona beint á eigin félagsmenn og þeirra óábyrga innflutning?Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Ólafur Stephensen Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, nýráðinn talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, var í dálítið kostulegu viðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið gekk út á það hvað innflutningur á svína- og alifuglakjöti væri varasamur. Sigmar sagði að flutt væru inn 12% neyzlu af kjúklinga- og svínakjöti. Það er reyndar ekki rétt tala; á síðasta ári voru flutt inn um 16% heildarneyzlu á alifuglakjöti og 18% af neyzlu svínakjöts. En hvað um það; Sigmar sagði að með þessum innflutningi væri í fyrsta lagi komið í veg fyrir að bændur gætu fjárfest í sínum rekstri. Í öðru lagi væri skrýtið að vera að flytja inn mat í sömu gæðaflokkum og við gætum framleitt sjálf. Í þriðja lagi sagði Sigmar að það að innlend framleiðsla væri til staðar, héldi uppi gæðum innflutnings – menn kæmust þá ekki upp með að flytja inn lélega vöru. Það er reyndar í mótsögn við röksemdina á undan, en það var ekki út úr karakter í þessu viðtali. Í fjórða lagi sagði Sigmar að takmörkun innflutnings væri heilbrigðismál; innflutta kjötinu gætu fylgt fjölónæmar bakteríur. Eitt mikilvægt atriði gleymdist í viðtalinu. Það eru íslenzkir bændur, verksmiðjubú og afurðastöðvar, sem standa fyrir meiripartinum af öllum innflutningi alifugla- og svínakjöts á tollkvótum samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins, sem Sigmar var einmitt svo gagnrýninn á í viðtalinu. Margir þeirra eru félagsmenn í búgreinafélögunum sem standa að FESK. Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og fisks (Ali) flytur þannig inn tæplega 600 tonn af svína- og alifuglakjöti á ESB-tollkvóta á þessu ári og er einn umsvifamesti kjötinnflytjandi landsins. Kjúklingaframleiðandinn Reykjagarður, dótturfélag Sláturfélags Suðurlands, flytur inn 90 tonn. Stjörnugrís, stærsti svínaræktandi landsins, sem er jafnframt eigandi Stjörnueggja, flytur inn 60 tonn af sömu kjöttegundum. Samtals flytja íslenzkir svína- og kjúklingakjötsframleiðendur inn rúmlega 87% ESB-tollkvótans fyrir svínakjöt á árinu 2019 og tæplega 45% tollkvótans fyrir alifuglakjöt. Hefði nýi talsmaðurinn ekki þurft að lesa sér betur til áður en hann réðist svona beint á eigin félagsmenn og þeirra óábyrga innflutning?Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun