Hafa tíu mánuði til að ákvarða hvernig skimunum á krabbameini skal háttað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2019 13:26 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir áhyggju efni hvað heilbrigðisyfirvöld hafi stuttan tíma til að ákvarða hvernig skimunum skal háttað. Heilbrigðisráðuneytið hefur aðeins tíu mánuði til að taka endanlega ákvörðun um hvernig haga skuli skimunum fyrir krabbameini hér á landi. Þá rennur þjónustusamningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélag Íslands út. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagið hefur áhyggjur af þessum stutta tíma sem er til stefnu, hugmyndirnar séu óþroskaðar og langt frá því útfærðar að fullu. Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands sinnir inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Heilbrigðisráherra hefur samþykkt tillögur sem skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir margar hugmyndirnar góðar en verkefnið býsna flókið og ómótað. „Þetta er viðkvæm þjónusta og það þarf að vanda mjög mikið til verka ef það á að hreyfa eitthvað til. Það getur til dæmis strax haft áhrif á þátttökuna, það höfum við séð erlendis. Svona hlutir er ekkert sem hægt er að gera mjög hratt. Þetta verður að undirbúa vel og hugsa frá öllum endum og könntum,“ segir Halla.Engin kostnaðaráætlun til taks Færa á meðal annars skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna og leghálsspeglanir verði gerðar á vegum landsspítalans. Í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér segir að engin kostnaðaráætlun fylgi tillögunum og heilbrigðisráðuneytið hafi ekki gert grein fyrir hvort og þá hvernig viðbótarfjármagns verði aflað. Fjárveiting ríkisins hafi ekki dugað hingað til. „Okkar mál er fyrst og fremst að það sé tryggt að almenningur hafi örugglega aðgang að skimun fyrir krabbameinum og að öll vinna í kringum skimunina, þá erum við að tala um boðunarkerfi, utanumhald af öllu tagi, uppgjör af skimunum, hvaða árangur er af þeim, hvað greinist í skimum og svo framvegis, að þessir hlutir séu allir í lagi,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur aðeins tíu mánuði til að taka endanlega ákvörðun um hvernig haga skuli skimunum fyrir krabbameini hér á landi. Þá rennur þjónustusamningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélag Íslands út. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagið hefur áhyggjur af þessum stutta tíma sem er til stefnu, hugmyndirnar séu óþroskaðar og langt frá því útfærðar að fullu. Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands sinnir inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Heilbrigðisráherra hefur samþykkt tillögur sem skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir margar hugmyndirnar góðar en verkefnið býsna flókið og ómótað. „Þetta er viðkvæm þjónusta og það þarf að vanda mjög mikið til verka ef það á að hreyfa eitthvað til. Það getur til dæmis strax haft áhrif á þátttökuna, það höfum við séð erlendis. Svona hlutir er ekkert sem hægt er að gera mjög hratt. Þetta verður að undirbúa vel og hugsa frá öllum endum og könntum,“ segir Halla.Engin kostnaðaráætlun til taks Færa á meðal annars skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna og leghálsspeglanir verði gerðar á vegum landsspítalans. Í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér segir að engin kostnaðaráætlun fylgi tillögunum og heilbrigðisráðuneytið hafi ekki gert grein fyrir hvort og þá hvernig viðbótarfjármagns verði aflað. Fjárveiting ríkisins hafi ekki dugað hingað til. „Okkar mál er fyrst og fremst að það sé tryggt að almenningur hafi örugglega aðgang að skimun fyrir krabbameinum og að öll vinna í kringum skimunina, þá erum við að tala um boðunarkerfi, utanumhald af öllu tagi, uppgjör af skimunum, hvaða árangur er af þeim, hvað greinist í skimum og svo framvegis, að þessir hlutir séu allir í lagi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira