Hafa tíu mánuði til að ákvarða hvernig skimunum á krabbameini skal háttað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2019 13:26 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir áhyggju efni hvað heilbrigðisyfirvöld hafi stuttan tíma til að ákvarða hvernig skimunum skal háttað. Heilbrigðisráðuneytið hefur aðeins tíu mánuði til að taka endanlega ákvörðun um hvernig haga skuli skimunum fyrir krabbameini hér á landi. Þá rennur þjónustusamningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélag Íslands út. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagið hefur áhyggjur af þessum stutta tíma sem er til stefnu, hugmyndirnar séu óþroskaðar og langt frá því útfærðar að fullu. Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands sinnir inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Heilbrigðisráherra hefur samþykkt tillögur sem skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir margar hugmyndirnar góðar en verkefnið býsna flókið og ómótað. „Þetta er viðkvæm þjónusta og það þarf að vanda mjög mikið til verka ef það á að hreyfa eitthvað til. Það getur til dæmis strax haft áhrif á þátttökuna, það höfum við séð erlendis. Svona hlutir er ekkert sem hægt er að gera mjög hratt. Þetta verður að undirbúa vel og hugsa frá öllum endum og könntum,“ segir Halla.Engin kostnaðaráætlun til taks Færa á meðal annars skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna og leghálsspeglanir verði gerðar á vegum landsspítalans. Í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér segir að engin kostnaðaráætlun fylgi tillögunum og heilbrigðisráðuneytið hafi ekki gert grein fyrir hvort og þá hvernig viðbótarfjármagns verði aflað. Fjárveiting ríkisins hafi ekki dugað hingað til. „Okkar mál er fyrst og fremst að það sé tryggt að almenningur hafi örugglega aðgang að skimun fyrir krabbameinum og að öll vinna í kringum skimunina, þá erum við að tala um boðunarkerfi, utanumhald af öllu tagi, uppgjör af skimunum, hvaða árangur er af þeim, hvað greinist í skimum og svo framvegis, að þessir hlutir séu allir í lagi,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur aðeins tíu mánuði til að taka endanlega ákvörðun um hvernig haga skuli skimunum fyrir krabbameini hér á landi. Þá rennur þjónustusamningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélag Íslands út. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagið hefur áhyggjur af þessum stutta tíma sem er til stefnu, hugmyndirnar séu óþroskaðar og langt frá því útfærðar að fullu. Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands sinnir inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Heilbrigðisráherra hefur samþykkt tillögur sem skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir margar hugmyndirnar góðar en verkefnið býsna flókið og ómótað. „Þetta er viðkvæm þjónusta og það þarf að vanda mjög mikið til verka ef það á að hreyfa eitthvað til. Það getur til dæmis strax haft áhrif á þátttökuna, það höfum við séð erlendis. Svona hlutir er ekkert sem hægt er að gera mjög hratt. Þetta verður að undirbúa vel og hugsa frá öllum endum og könntum,“ segir Halla.Engin kostnaðaráætlun til taks Færa á meðal annars skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna og leghálsspeglanir verði gerðar á vegum landsspítalans. Í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér segir að engin kostnaðaráætlun fylgi tillögunum og heilbrigðisráðuneytið hafi ekki gert grein fyrir hvort og þá hvernig viðbótarfjármagns verði aflað. Fjárveiting ríkisins hafi ekki dugað hingað til. „Okkar mál er fyrst og fremst að það sé tryggt að almenningur hafi örugglega aðgang að skimun fyrir krabbameinum og að öll vinna í kringum skimunina, þá erum við að tala um boðunarkerfi, utanumhald af öllu tagi, uppgjör af skimunum, hvaða árangur er af þeim, hvað greinist í skimum og svo framvegis, að þessir hlutir séu allir í lagi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira