Telur hugsanlegt að fjöldi Íslendinga fái röng sýklalyf vegna ofnæmisskráningar Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 10:43 Benti Teitur á að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf ef það er skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Vísir/Getty Teitur Guðmundsson læknir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða pensilínofnæmi og að hugsanlega sé fjöldi Íslendinga greindur með ofnæmi fyrir þessu sýklalyfi að ósekju. Vitnaði Teitur í nýja grein sem birtist á vef bandaríska læknatímaritsins Jama þar sem kemur fram að um tíu prósent Bandaríkjamanna séu skráð með ofnæmi fyrir pensilíni en nýja rannsóknir bendi til að mikill meirihluti þeirra sem er skráður með ofnæmi fyrir sýklalyfinu sé í raun ekki með ofnæmi fyrir því. Teitur sagði að mögulega þessi grein benti til þess að líklega séu of margir skráðir með ofnæmi fyrir pensilíni. Það verði til þess að læknar gefi þessum sjúklingum sýklalyf sem geti valdið mun alvarlegri aukaverkunum og sjúklingar fari þá á mis við bestu mögulegu meðferð. Hann sagði að mögulega hafi einhver fengið ofnæmisviðbrögð í æsku við pensilíni. Sjúklingurinn hafi þá kvartað undan lítils háttar útbrotum, kláða eða óþægindum í meltingarvegi. Læknirinn skráði það sem ofnæmi og það sem eftir lifir ævinnar fær sjúklingurinn ekki pensilín heldur mun breiðvirkari sýklalyf sem geta haft verri aukaverkanir og aukið líkur á bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum.Sagði Teitur að ofnæmi vegna pensilíns geti verið lífshættulegt í verstu tilfellunum. Ef einhver hefur þó fundið fyrir minniháttar aukaverkunum, líkt og þeim sem taldar voru upp hér fyrir ofan, þá minnki líkurnar á að þær geri vart við sig einhverjum árum seinna og mögulega séu þeir sem skráðir voru með ofnæmi ekki í raun og veru með það. Benti Teitur á að hægt væri að framkvæma ofnæmispróf fyrir pensilíni og tryggja þannig að sjúklingar fái bestu mögulegu meðferðina. Sagði hann ábyrgð lækna mikla þegar kemur að ávísun sýklalyfja. Í Bandaríkjunum séu um 23 til 25 þúsund dauðsföll á ári rakin til ónæmra baktería og það þurfi að gera mikið átak til að koma í veg fyrir lækna séu ekki að ávísa sýklalyfjum þegar það á ekki við. Kostnaðurinn við ofnæmispróf sé einhver en þó smávægilegur miðað við þá vá sem stafar af ónæmum bakteríum. Teitur sagði að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf í þessum efnum, það er að segja ef það hefur á einhverjum tímapunkti verið skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Hann sagði góða og gilda ástæðu fyrir því að læknar ávísi sýklalyfjum í ákveðið langan tíma, ýmist fimm, sjö eða tíu daga. Það er til að tryggja að bakteríurnar sem sýklalyfin eiga að uppræta séu allar dauðar. Það að hætta sýklalyfjakúr of snemma af því sjúklingnum líður betur getur valdið því að ekki tekst að drepa allar bakteríurnar og þær geti þannig þróað með sér ónæmi og skapað mun meiri vanda. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Teitur Guðmundsson læknir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða pensilínofnæmi og að hugsanlega sé fjöldi Íslendinga greindur með ofnæmi fyrir þessu sýklalyfi að ósekju. Vitnaði Teitur í nýja grein sem birtist á vef bandaríska læknatímaritsins Jama þar sem kemur fram að um tíu prósent Bandaríkjamanna séu skráð með ofnæmi fyrir pensilíni en nýja rannsóknir bendi til að mikill meirihluti þeirra sem er skráður með ofnæmi fyrir sýklalyfinu sé í raun ekki með ofnæmi fyrir því. Teitur sagði að mögulega þessi grein benti til þess að líklega séu of margir skráðir með ofnæmi fyrir pensilíni. Það verði til þess að læknar gefi þessum sjúklingum sýklalyf sem geti valdið mun alvarlegri aukaverkunum og sjúklingar fari þá á mis við bestu mögulegu meðferð. Hann sagði að mögulega hafi einhver fengið ofnæmisviðbrögð í æsku við pensilíni. Sjúklingurinn hafi þá kvartað undan lítils háttar útbrotum, kláða eða óþægindum í meltingarvegi. Læknirinn skráði það sem ofnæmi og það sem eftir lifir ævinnar fær sjúklingurinn ekki pensilín heldur mun breiðvirkari sýklalyf sem geta haft verri aukaverkanir og aukið líkur á bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum.Sagði Teitur að ofnæmi vegna pensilíns geti verið lífshættulegt í verstu tilfellunum. Ef einhver hefur þó fundið fyrir minniháttar aukaverkunum, líkt og þeim sem taldar voru upp hér fyrir ofan, þá minnki líkurnar á að þær geri vart við sig einhverjum árum seinna og mögulega séu þeir sem skráðir voru með ofnæmi ekki í raun og veru með það. Benti Teitur á að hægt væri að framkvæma ofnæmispróf fyrir pensilíni og tryggja þannig að sjúklingar fái bestu mögulegu meðferðina. Sagði hann ábyrgð lækna mikla þegar kemur að ávísun sýklalyfja. Í Bandaríkjunum séu um 23 til 25 þúsund dauðsföll á ári rakin til ónæmra baktería og það þurfi að gera mikið átak til að koma í veg fyrir lækna séu ekki að ávísa sýklalyfjum þegar það á ekki við. Kostnaðurinn við ofnæmispróf sé einhver en þó smávægilegur miðað við þá vá sem stafar af ónæmum bakteríum. Teitur sagði að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf í þessum efnum, það er að segja ef það hefur á einhverjum tímapunkti verið skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Hann sagði góða og gilda ástæðu fyrir því að læknar ávísi sýklalyfjum í ákveðið langan tíma, ýmist fimm, sjö eða tíu daga. Það er til að tryggja að bakteríurnar sem sýklalyfin eiga að uppræta séu allar dauðar. Það að hætta sýklalyfjakúr of snemma af því sjúklingnum líður betur getur valdið því að ekki tekst að drepa allar bakteríurnar og þær geti þannig þróað með sér ónæmi og skapað mun meiri vanda.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira