Telur hugsanlegt að fjöldi Íslendinga fái röng sýklalyf vegna ofnæmisskráningar Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 10:43 Benti Teitur á að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf ef það er skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Vísir/Getty Teitur Guðmundsson læknir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða pensilínofnæmi og að hugsanlega sé fjöldi Íslendinga greindur með ofnæmi fyrir þessu sýklalyfi að ósekju. Vitnaði Teitur í nýja grein sem birtist á vef bandaríska læknatímaritsins Jama þar sem kemur fram að um tíu prósent Bandaríkjamanna séu skráð með ofnæmi fyrir pensilíni en nýja rannsóknir bendi til að mikill meirihluti þeirra sem er skráður með ofnæmi fyrir sýklalyfinu sé í raun ekki með ofnæmi fyrir því. Teitur sagði að mögulega þessi grein benti til þess að líklega séu of margir skráðir með ofnæmi fyrir pensilíni. Það verði til þess að læknar gefi þessum sjúklingum sýklalyf sem geti valdið mun alvarlegri aukaverkunum og sjúklingar fari þá á mis við bestu mögulegu meðferð. Hann sagði að mögulega hafi einhver fengið ofnæmisviðbrögð í æsku við pensilíni. Sjúklingurinn hafi þá kvartað undan lítils háttar útbrotum, kláða eða óþægindum í meltingarvegi. Læknirinn skráði það sem ofnæmi og það sem eftir lifir ævinnar fær sjúklingurinn ekki pensilín heldur mun breiðvirkari sýklalyf sem geta haft verri aukaverkanir og aukið líkur á bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum.Sagði Teitur að ofnæmi vegna pensilíns geti verið lífshættulegt í verstu tilfellunum. Ef einhver hefur þó fundið fyrir minniháttar aukaverkunum, líkt og þeim sem taldar voru upp hér fyrir ofan, þá minnki líkurnar á að þær geri vart við sig einhverjum árum seinna og mögulega séu þeir sem skráðir voru með ofnæmi ekki í raun og veru með það. Benti Teitur á að hægt væri að framkvæma ofnæmispróf fyrir pensilíni og tryggja þannig að sjúklingar fái bestu mögulegu meðferðina. Sagði hann ábyrgð lækna mikla þegar kemur að ávísun sýklalyfja. Í Bandaríkjunum séu um 23 til 25 þúsund dauðsföll á ári rakin til ónæmra baktería og það þurfi að gera mikið átak til að koma í veg fyrir lækna séu ekki að ávísa sýklalyfjum þegar það á ekki við. Kostnaðurinn við ofnæmispróf sé einhver en þó smávægilegur miðað við þá vá sem stafar af ónæmum bakteríum. Teitur sagði að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf í þessum efnum, það er að segja ef það hefur á einhverjum tímapunkti verið skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Hann sagði góða og gilda ástæðu fyrir því að læknar ávísi sýklalyfjum í ákveðið langan tíma, ýmist fimm, sjö eða tíu daga. Það er til að tryggja að bakteríurnar sem sýklalyfin eiga að uppræta séu allar dauðar. Það að hætta sýklalyfjakúr of snemma af því sjúklingnum líður betur getur valdið því að ekki tekst að drepa allar bakteríurnar og þær geti þannig þróað með sér ónæmi og skapað mun meiri vanda. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Teitur Guðmundsson læknir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða pensilínofnæmi og að hugsanlega sé fjöldi Íslendinga greindur með ofnæmi fyrir þessu sýklalyfi að ósekju. Vitnaði Teitur í nýja grein sem birtist á vef bandaríska læknatímaritsins Jama þar sem kemur fram að um tíu prósent Bandaríkjamanna séu skráð með ofnæmi fyrir pensilíni en nýja rannsóknir bendi til að mikill meirihluti þeirra sem er skráður með ofnæmi fyrir sýklalyfinu sé í raun ekki með ofnæmi fyrir því. Teitur sagði að mögulega þessi grein benti til þess að líklega séu of margir skráðir með ofnæmi fyrir pensilíni. Það verði til þess að læknar gefi þessum sjúklingum sýklalyf sem geti valdið mun alvarlegri aukaverkunum og sjúklingar fari þá á mis við bestu mögulegu meðferð. Hann sagði að mögulega hafi einhver fengið ofnæmisviðbrögð í æsku við pensilíni. Sjúklingurinn hafi þá kvartað undan lítils háttar útbrotum, kláða eða óþægindum í meltingarvegi. Læknirinn skráði það sem ofnæmi og það sem eftir lifir ævinnar fær sjúklingurinn ekki pensilín heldur mun breiðvirkari sýklalyf sem geta haft verri aukaverkanir og aukið líkur á bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum.Sagði Teitur að ofnæmi vegna pensilíns geti verið lífshættulegt í verstu tilfellunum. Ef einhver hefur þó fundið fyrir minniháttar aukaverkunum, líkt og þeim sem taldar voru upp hér fyrir ofan, þá minnki líkurnar á að þær geri vart við sig einhverjum árum seinna og mögulega séu þeir sem skráðir voru með ofnæmi ekki í raun og veru með það. Benti Teitur á að hægt væri að framkvæma ofnæmispróf fyrir pensilíni og tryggja þannig að sjúklingar fái bestu mögulegu meðferðina. Sagði hann ábyrgð lækna mikla þegar kemur að ávísun sýklalyfja. Í Bandaríkjunum séu um 23 til 25 þúsund dauðsföll á ári rakin til ónæmra baktería og það þurfi að gera mikið átak til að koma í veg fyrir lækna séu ekki að ávísa sýklalyfjum þegar það á ekki við. Kostnaðurinn við ofnæmispróf sé einhver en þó smávægilegur miðað við þá vá sem stafar af ónæmum bakteríum. Teitur sagði að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf í þessum efnum, það er að segja ef það hefur á einhverjum tímapunkti verið skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Hann sagði góða og gilda ástæðu fyrir því að læknar ávísi sýklalyfjum í ákveðið langan tíma, ýmist fimm, sjö eða tíu daga. Það er til að tryggja að bakteríurnar sem sýklalyfin eiga að uppræta séu allar dauðar. Það að hætta sýklalyfjakúr of snemma af því sjúklingnum líður betur getur valdið því að ekki tekst að drepa allar bakteríurnar og þær geti þannig þróað með sér ónæmi og skapað mun meiri vanda.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira