Lífið er listi Sif Sigmarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 10:00 Einu sinni var lífið list. Nú er það listi. Óopinber endalok sumars eru handan hornsins. Að lokinni verslunarmannahelgi vaknar raunveruleikinn af sumardvala. Verkefni vetrarins skjóta frjóöngum, vaxa og verða að löngum listum: Það vantar nýja kuldaskó á börnin; er búið að skrá Siggu litlu á fótboltanámskeiðið og Jón litla í píanótímana? Yfirmaðurinn er kominn heim úr fríinu. Hann var að senda tölvupóst. Þarf að svara. Set það á listann. Hvar eru skólatöskurnar aftur? Síminn pípar. Sms. Stílabækurnar; hvað þarf að kaupa margar? Ekki gleyma blýöntunum. Síminn pípar. WhatsApp. Siggu er boðið í afmæli hjá Jónu. Beint í Kringluna. Ha, er mjólkin búin? Ókei: Afmælisgjöf, mjólk, brauð, bananar, ostur. Tölvupóstur. Yfirmaðurinn. Fundur á morgun. Set það á listann. Fréttirnar. Þarf að kíkja á fréttirnar. Og Facebook. Ekki gleyma Instagram. Skúra gólfið. Eru að koma jól? Gjafalisti. Jólakortin. Síminn pípar. Tölvupóstur. Þarf að svara. Set það á listann. Listinn. Hvar er listinn? Þarf að finna listann. Set það á listann. Umbun sýndarathafna Innkaupalistar. Minnislistar. Aðgerðalistar. Við þekkjum öll sæluna sem fylgir því að leysa verk af höndum; strika yfir atriði á lista. Rannsóknir sýna að í hvert sinn sem við ljúkum verkefni eykst magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Dópamín framkallar ánægju, veldur með okkur vellíðan og orsakar jafnvel sigurtilfinningu. Listar eru mikilvæg líflína á annasömum tímum. Þeir fleyta okkur gegnum daginn, halda okkur á floti. Eða það höldum við. Æ fleiri eru þeirrar skoðunar að listar séu þvert á móti þungt farg sem sökkvir okkur í hyldýpi tilgangsleysis og leiðir okkur á glapstigu. Fall okkar er falið í efnafræði ánægjunnar. Vegna gleðinnar sem það veitir okkur að klára verkefni sækjum við ítrekað í litlu og auðveldu verkin á aðgerðalistanum: svara tölvupósti, hringja símtal, halda fund. Könnun sem Microsoft gerði meðal skrifstofufólks í Bretlandi sýnir að 77% þess telur sig hafa átt árangursríkan dag hafi það ekki áorkað öðru en að svara öllum ólesnu tölvupóstunum í innhólfinu. Slíkur árangur er þó aðeins tálsýn. Því á meðan við sitjum við tölvuna í dópamín-vímu og svörum fleiri og fleiri tölvupóstum er eiginlegur afrakstur oft enginn. Í stað þess að byrja á stóru skáldsögunni förum við út í búð og kaupum nýja stílabók. Í stað þess að skrifa efnisgrein í hundrað síðna skýrslu höldum við fund. Í stað þess að forrita nokkrar línur af kóða í margra ára hugbúnaðarverkefni dútlum við með Post-it miða. Í stað þess að setjast niður og spjalla við börnin um daginn og veginn kaupum við handa þeim límmiðabók. Í stað þess að klára viðskiptaáætlunina endurskipuleggjum við aðgerðalistann. En hvernig getum við brotist undan þessari fíkn í tafarlausa umbun slíkra sýndarathafna? Á dánarbeðinum Ímyndum okkur að lífið sé dagatal. Við horfum inn í framtíðina. Hver einasti númeraði ferningur er tómur. Það er ekkert á dagskrá, við höfum ekkert að gera. Það er þetta viðhorf sem kemur okkur í klandur. Þegar við skráum fund í dagatalið teljum við okkur skipuleggja viðburð á tíma sem ekkert stóð til. Ferningurinn var jú tómur. Slíkt er rökvilla. Þegar við skráum fund í dagatalið stelum við stund frá stóru verkefnunum: Skáldsögunni sem á að skrifa, forritinu sem stendur til að smíða, börnunum sem þarf að koma til manns. Því dagatalið er aldrei tómt. Það er fullt af lífi – það er fullt af lífi þangað til við kaffærum það í svo mörgum sýndarathöfnum að ekki gefst tími til að horfa á sólarlagið, lesa bók, fara í fjallgönguna, veiðiferðina, matarboðið, göngutúrinn?… Á dánarbeðinum mun enginn líta til baka og hugsa til þess með stolti að hafa svarað öllum tölvupóstunum í innhólfinu áður en kallið kom. Njótið verslunarmannahelgarinnar, kæru landsmenn – og munið þegar þið snúið til baka í veruleika listanna að fríi loknu að það er aðeins einn listi sem skiptir máli. Sá listi kallast lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var lífið list. Nú er það listi. Óopinber endalok sumars eru handan hornsins. Að lokinni verslunarmannahelgi vaknar raunveruleikinn af sumardvala. Verkefni vetrarins skjóta frjóöngum, vaxa og verða að löngum listum: Það vantar nýja kuldaskó á börnin; er búið að skrá Siggu litlu á fótboltanámskeiðið og Jón litla í píanótímana? Yfirmaðurinn er kominn heim úr fríinu. Hann var að senda tölvupóst. Þarf að svara. Set það á listann. Hvar eru skólatöskurnar aftur? Síminn pípar. Sms. Stílabækurnar; hvað þarf að kaupa margar? Ekki gleyma blýöntunum. Síminn pípar. WhatsApp. Siggu er boðið í afmæli hjá Jónu. Beint í Kringluna. Ha, er mjólkin búin? Ókei: Afmælisgjöf, mjólk, brauð, bananar, ostur. Tölvupóstur. Yfirmaðurinn. Fundur á morgun. Set það á listann. Fréttirnar. Þarf að kíkja á fréttirnar. Og Facebook. Ekki gleyma Instagram. Skúra gólfið. Eru að koma jól? Gjafalisti. Jólakortin. Síminn pípar. Tölvupóstur. Þarf að svara. Set það á listann. Listinn. Hvar er listinn? Þarf að finna listann. Set það á listann. Umbun sýndarathafna Innkaupalistar. Minnislistar. Aðgerðalistar. Við þekkjum öll sæluna sem fylgir því að leysa verk af höndum; strika yfir atriði á lista. Rannsóknir sýna að í hvert sinn sem við ljúkum verkefni eykst magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Dópamín framkallar ánægju, veldur með okkur vellíðan og orsakar jafnvel sigurtilfinningu. Listar eru mikilvæg líflína á annasömum tímum. Þeir fleyta okkur gegnum daginn, halda okkur á floti. Eða það höldum við. Æ fleiri eru þeirrar skoðunar að listar séu þvert á móti þungt farg sem sökkvir okkur í hyldýpi tilgangsleysis og leiðir okkur á glapstigu. Fall okkar er falið í efnafræði ánægjunnar. Vegna gleðinnar sem það veitir okkur að klára verkefni sækjum við ítrekað í litlu og auðveldu verkin á aðgerðalistanum: svara tölvupósti, hringja símtal, halda fund. Könnun sem Microsoft gerði meðal skrifstofufólks í Bretlandi sýnir að 77% þess telur sig hafa átt árangursríkan dag hafi það ekki áorkað öðru en að svara öllum ólesnu tölvupóstunum í innhólfinu. Slíkur árangur er þó aðeins tálsýn. Því á meðan við sitjum við tölvuna í dópamín-vímu og svörum fleiri og fleiri tölvupóstum er eiginlegur afrakstur oft enginn. Í stað þess að byrja á stóru skáldsögunni förum við út í búð og kaupum nýja stílabók. Í stað þess að skrifa efnisgrein í hundrað síðna skýrslu höldum við fund. Í stað þess að forrita nokkrar línur af kóða í margra ára hugbúnaðarverkefni dútlum við með Post-it miða. Í stað þess að setjast niður og spjalla við börnin um daginn og veginn kaupum við handa þeim límmiðabók. Í stað þess að klára viðskiptaáætlunina endurskipuleggjum við aðgerðalistann. En hvernig getum við brotist undan þessari fíkn í tafarlausa umbun slíkra sýndarathafna? Á dánarbeðinum Ímyndum okkur að lífið sé dagatal. Við horfum inn í framtíðina. Hver einasti númeraði ferningur er tómur. Það er ekkert á dagskrá, við höfum ekkert að gera. Það er þetta viðhorf sem kemur okkur í klandur. Þegar við skráum fund í dagatalið teljum við okkur skipuleggja viðburð á tíma sem ekkert stóð til. Ferningurinn var jú tómur. Slíkt er rökvilla. Þegar við skráum fund í dagatalið stelum við stund frá stóru verkefnunum: Skáldsögunni sem á að skrifa, forritinu sem stendur til að smíða, börnunum sem þarf að koma til manns. Því dagatalið er aldrei tómt. Það er fullt af lífi – það er fullt af lífi þangað til við kaffærum það í svo mörgum sýndarathöfnum að ekki gefst tími til að horfa á sólarlagið, lesa bók, fara í fjallgönguna, veiðiferðina, matarboðið, göngutúrinn?… Á dánarbeðinum mun enginn líta til baka og hugsa til þess með stolti að hafa svarað öllum tölvupóstunum í innhólfinu áður en kallið kom. Njótið verslunarmannahelgarinnar, kæru landsmenn – og munið þegar þið snúið til baka í veruleika listanna að fríi loknu að það er aðeins einn listi sem skiptir máli. Sá listi kallast lífið.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun