Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Birgir Olgeirsson skrifar 2. júlí 2015 17:15 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Þjóðskrár Íslands um að synja konu um skráningu í þjóðskrá sem móður og forsjárforeldri barna sem hún og maðurinn hennar eignuðust með aðstoð staðgöngumóður. Parið hóf sambúð árið 2004 og gekk í hjúskap árið 2007. Fljótlega varð ljóst að þau myndu ekki geta eignast barn saman án sérhæfðrar læknishjálpar. Tilraunir þeirra með frjósemisaðgerða báru þó ekki árangur og var hætt haustið 2007. Reyndu þau að ættleiða börn frá Kína og Rússlandi en það gekk ekki eftir.Leituðu til bandarísks fyrirtækis Síðla árs 2011 leituðu þau til fyrirtækisins Circle Surragacy í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í staðgöngumæðrun. Fyrirtækið leiðir saman konur sem sótt hafa um að ganga með barn fyrir aðra og pör sem geta ekki átt barn saman. Kynntist parið þannig hjónum og tókst með þeim samkomulag um að síðarnefndu hjónin myndu hjálpa þeim fyrrnefndu að láta draum sinn um að eignast barn rætast. Fengin voru tvö egg frá ónafngreindum gjafa og þau frjóvguð með sæðisfrumum íslenska mannsins sama dag. Var fósturvísunum komið fyrir í móðurlífi staðgöngumóðurinnar hinn 23. ágúst þess árs á sjúkrahúsi í Idaho-fylki Bandaríkjanna. Með yfirlýsingu 25. þess mánaðar afsalaði staðgöngumóðirin sér öllum réttindum sem foreldri barnanna. Parið kom svo til Íslands með börnin 21. maí í fyrra. Níu dögum síðar var óskað eftir skráningu þeirra í Þjóðskrá og var vísað til þess að um væri að ræða skráningu Íslendinga sem fæddir væru erlendis.Þjóðskrá synjaði Þjóðskrá sagði ekki hægt að fallast á þessa skráningu að svo stöddu. Var vísað til þess að í sumum tilfellum hefði þjóðskrá ekki talið erlend fæðingarvottorð fullnægja kröfum Þjóðskrár, sér í lagi þegar börn væru fædd í ríkjum þar sem staðgöngumæðrun væri heimil. Kom fram að þau fæðingarvottorð sem stefnendur hefðu lagt fram staðfesti ekki á fullnægjandi hátt að konan hefði alið börnin. Var því óskað eftir frekari gögnum um að svo hefði verið, til dæmis staðfestingu á mæðraskoðun og eða öðrum gögnum frá heilbrigðisstofnun. Jafnframt var óskað eftir því að parið veitti skýringar á dvöl sinni í Bandaríkjunum þar sem börnin hefðu fæðst þar en parið er með lögheimili á Íslandi.Upplýstu um atvik að baki getnaði Parið upplýsti um atvik að baki getnaði og fæðingu barnanna og bentu á að bandarískur dómstóll hefði viðurkennt þau sem foreldra að lögum og rofið fjölskyldutengsl við staðgönguforeldrana. Var börnunum engu að síður synjað um skráningu í Þjóðskrá og var því borið við að þau fæddust í Bandaríkjunum af staðgöngumóður. Þar af leiðandi gæti ákvæði íslenskra barnalaga um feðrun og móðerni ekki átt við og hefur því ekki stofnast sjálfkrafa réttur til handa börnunum til íslensks ríkisfangs samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt.Fengu íslenskt ríkisfang hjá Alþingi Eftir að hafa fengið synjun ákvað parið að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Eftir að málið var höfða, 12. desember 2014, sóttu þau um íslenskt ríkisfang fyrir börnin sín til Alþingis. Fallist var á beiðni parsins og gaf Útlendingastofnun í framhaldinu út ríkisfangsbréf til barnanna og úthlutaði þeim kennitölum 7. janúar síðastliðinn. Þjóðskrá tilkynnti parinu þann 9. janúar síðastliðinn að hún hefði skráð íslenskt ríkisfang barnanna í Þjóðskrá. Jafnframt kunngerði stofnunin þá ákvörðun að skrá manninn sem föður og forsjáraðila barnanna. Sagði stofnunin að það væri mat stefndu að með fyrrgreindum dómi héraðsdóms Idaho-fylkis hefði faðerni barnanna verið breytt til samræmis við íslensk lög. Varðandi skráningu móðernis var það mat Þjóðskrár Íslands að ekki sé heimilt að taka niðurstöðu dómstólsins um breytingu á móðerni barnanna til skráningar þar sem samkvæmt íslenskum lögum er sú kona sem elur barn ávallt talin móðir þess og ekki sé hægt að breyta því með dómi. Var því konan sem gekk með börnin skráð sem móðir barnanna. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var því sú að Þjóðskrá Íslands hafi ekki verið heimilt að synja konunni um skráningu hennar sem móður barnanna. Lesa má dóminn í heild hér. Alþingi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Þjóðskrár Íslands um að synja konu um skráningu í þjóðskrá sem móður og forsjárforeldri barna sem hún og maðurinn hennar eignuðust með aðstoð staðgöngumóður. Parið hóf sambúð árið 2004 og gekk í hjúskap árið 2007. Fljótlega varð ljóst að þau myndu ekki geta eignast barn saman án sérhæfðrar læknishjálpar. Tilraunir þeirra með frjósemisaðgerða báru þó ekki árangur og var hætt haustið 2007. Reyndu þau að ættleiða börn frá Kína og Rússlandi en það gekk ekki eftir.Leituðu til bandarísks fyrirtækis Síðla árs 2011 leituðu þau til fyrirtækisins Circle Surragacy í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í staðgöngumæðrun. Fyrirtækið leiðir saman konur sem sótt hafa um að ganga með barn fyrir aðra og pör sem geta ekki átt barn saman. Kynntist parið þannig hjónum og tókst með þeim samkomulag um að síðarnefndu hjónin myndu hjálpa þeim fyrrnefndu að láta draum sinn um að eignast barn rætast. Fengin voru tvö egg frá ónafngreindum gjafa og þau frjóvguð með sæðisfrumum íslenska mannsins sama dag. Var fósturvísunum komið fyrir í móðurlífi staðgöngumóðurinnar hinn 23. ágúst þess árs á sjúkrahúsi í Idaho-fylki Bandaríkjanna. Með yfirlýsingu 25. þess mánaðar afsalaði staðgöngumóðirin sér öllum réttindum sem foreldri barnanna. Parið kom svo til Íslands með börnin 21. maí í fyrra. Níu dögum síðar var óskað eftir skráningu þeirra í Þjóðskrá og var vísað til þess að um væri að ræða skráningu Íslendinga sem fæddir væru erlendis.Þjóðskrá synjaði Þjóðskrá sagði ekki hægt að fallast á þessa skráningu að svo stöddu. Var vísað til þess að í sumum tilfellum hefði þjóðskrá ekki talið erlend fæðingarvottorð fullnægja kröfum Þjóðskrár, sér í lagi þegar börn væru fædd í ríkjum þar sem staðgöngumæðrun væri heimil. Kom fram að þau fæðingarvottorð sem stefnendur hefðu lagt fram staðfesti ekki á fullnægjandi hátt að konan hefði alið börnin. Var því óskað eftir frekari gögnum um að svo hefði verið, til dæmis staðfestingu á mæðraskoðun og eða öðrum gögnum frá heilbrigðisstofnun. Jafnframt var óskað eftir því að parið veitti skýringar á dvöl sinni í Bandaríkjunum þar sem börnin hefðu fæðst þar en parið er með lögheimili á Íslandi.Upplýstu um atvik að baki getnaði Parið upplýsti um atvik að baki getnaði og fæðingu barnanna og bentu á að bandarískur dómstóll hefði viðurkennt þau sem foreldra að lögum og rofið fjölskyldutengsl við staðgönguforeldrana. Var börnunum engu að síður synjað um skráningu í Þjóðskrá og var því borið við að þau fæddust í Bandaríkjunum af staðgöngumóður. Þar af leiðandi gæti ákvæði íslenskra barnalaga um feðrun og móðerni ekki átt við og hefur því ekki stofnast sjálfkrafa réttur til handa börnunum til íslensks ríkisfangs samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt.Fengu íslenskt ríkisfang hjá Alþingi Eftir að hafa fengið synjun ákvað parið að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Eftir að málið var höfða, 12. desember 2014, sóttu þau um íslenskt ríkisfang fyrir börnin sín til Alþingis. Fallist var á beiðni parsins og gaf Útlendingastofnun í framhaldinu út ríkisfangsbréf til barnanna og úthlutaði þeim kennitölum 7. janúar síðastliðinn. Þjóðskrá tilkynnti parinu þann 9. janúar síðastliðinn að hún hefði skráð íslenskt ríkisfang barnanna í Þjóðskrá. Jafnframt kunngerði stofnunin þá ákvörðun að skrá manninn sem föður og forsjáraðila barnanna. Sagði stofnunin að það væri mat stefndu að með fyrrgreindum dómi héraðsdóms Idaho-fylkis hefði faðerni barnanna verið breytt til samræmis við íslensk lög. Varðandi skráningu móðernis var það mat Þjóðskrár Íslands að ekki sé heimilt að taka niðurstöðu dómstólsins um breytingu á móðerni barnanna til skráningar þar sem samkvæmt íslenskum lögum er sú kona sem elur barn ávallt talin móðir þess og ekki sé hægt að breyta því með dómi. Var því konan sem gekk með börnin skráð sem móðir barnanna. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var því sú að Þjóðskrá Íslands hafi ekki verið heimilt að synja konunni um skráningu hennar sem móður barnanna. Lesa má dóminn í heild hér.
Alþingi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira