Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. september 2025 07:52 Reyk leggur yfir Kænugarð eftir árásir næturinnar. AP Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Yulia Svyrydenko, forsætisráðherra Úkraínu, sagði í færslu á Telegram að þetta væri í fyrsta sinn frá upphafi stríðs þar sem opinber bygging varð fyrir skemmdum. Eldur logar í aðsetri ríkisstjórnarinnar í Kænugarði og slökkviliðsmenn hafa verið að fást við að ráða niðurlögum hans í morgun. Selenskí Úkraínuforseti segir í færslu á Telegram að eftir fundinn í París í síðustu viku sýni slíkar árásir einbeittan brotavilja Rússa til að halda stríðinu áfram. Samkvæmt upplýsingum frá Úkraínuher sendu Rússar rúmlega 800 dróna til Úkraínu í nótt og þrettán eldflaugar, en fram kemur að Úkraínumenn hafi skotið niður 751 dróna og fjórar eldlflaugar. Rússar hafa aldrei sent jafnmarga dróna á einni nóttu frá upphafi stríðsins. Einnig voru gerðar árásir á íbúðarbyggingu í Darytskyi héraði þar sem kona og ungabarn hennar létust. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Zaporizhia héraði í Úkraínu eru skemmdir á sextán íbúðabyggingum, tólf einbýlishúsum, leikskóla og nokkrum verksmiðjum eftir árásir næturinnar. Minnst sautján eru sagðir hafa slasast. Reuters Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Yulia Svyrydenko, forsætisráðherra Úkraínu, sagði í færslu á Telegram að þetta væri í fyrsta sinn frá upphafi stríðs þar sem opinber bygging varð fyrir skemmdum. Eldur logar í aðsetri ríkisstjórnarinnar í Kænugarði og slökkviliðsmenn hafa verið að fást við að ráða niðurlögum hans í morgun. Selenskí Úkraínuforseti segir í færslu á Telegram að eftir fundinn í París í síðustu viku sýni slíkar árásir einbeittan brotavilja Rússa til að halda stríðinu áfram. Samkvæmt upplýsingum frá Úkraínuher sendu Rússar rúmlega 800 dróna til Úkraínu í nótt og þrettán eldflaugar, en fram kemur að Úkraínumenn hafi skotið niður 751 dróna og fjórar eldlflaugar. Rússar hafa aldrei sent jafnmarga dróna á einni nóttu frá upphafi stríðsins. Einnig voru gerðar árásir á íbúðarbyggingu í Darytskyi héraði þar sem kona og ungabarn hennar létust. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Zaporizhia héraði í Úkraínu eru skemmdir á sextán íbúðabyggingum, tólf einbýlishúsum, leikskóla og nokkrum verksmiðjum eftir árásir næturinnar. Minnst sautján eru sagðir hafa slasast. Reuters
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira