Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. september 2025 14:00 Jóhannes Þór Skúlason og Halla Gunnarsdóttir. Samsett Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin. Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræddu nýja atvinnustefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í Sprengisandi í morgun. Þau sammælast um að ný atvinnustefna ríkisstjórnarinnar geti verið af því góða. Hins vegar séu nokkrir hlutir sem þurfi að huga betur að. „Þess vegna höfum við lagt mesta áherslu á þetta, eins og við gerum eiginlega alltaf, að hlutverki ríkisins gagnvart atvinnugreinum sé fyrst og fremst að skapa þeim skynsamlegar rekstraraðstæður. Að það sé hægt að stofna fyrirtæki og reka þau án þess að það séu of miklar flækjur“ sagði Jóhannes Þór. Hann telur það einnig vera vandamál að fulltrúar stjórnvalda tali frekar út frá tilfinningum og hugmyndum heldur en staðreyndum og opinberum gögnum. „Ef menn skoða gögnin þá sést að á þessum síðustu sjö árum hefur fjölgun erlends vinnuafls í ferðaþjónustu ekki verið nema tíu prósent af heildarfjölgun landsins. Þannig það er af og frá að ferðaþjónusta sé meginvaldur að fólksfjölgun eða innflutningur erlends vinnuafls á síðustu sjö árum.“ Vill ekki bara miða árangur við verga landsframleiðslu Halla segist fyrst og fremst hafa áhuga á hver eigi að vinna störfin sem ríkisstjórnin hyggst skapa með atvinnustefnunni. „Það er allt fólkið sem á að vinna þessi störf og hvernig störf það eru sem við erum að búa til. Það er þannig að það er að verða ofboðslega mikil breyting á störfum og stefnumótun þarf að taka mið af því,“ segir hún. Þá leggur hún til að íslensk haldi áfram vegferð sinni með Skotlandi og Nýja-Sjálandi að þróa mælikvarða fyrir árangur sem miða ekki bara við verga landframleiðslu. „Þetta er tilraun til að mæla fleira en bara verga landsframleiðslu. Það eru bara samfélagslegir þættir, sjálfbærni og almenn velsæld. Ég held að þessir mælikvarðar séu góðir og hvet stjórnvöld til að notast við þá,“ segir Halla. Hér er einungis stilkað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Stéttarfélög Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sprengisandur Vinnumarkaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræddu nýja atvinnustefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í Sprengisandi í morgun. Þau sammælast um að ný atvinnustefna ríkisstjórnarinnar geti verið af því góða. Hins vegar séu nokkrir hlutir sem þurfi að huga betur að. „Þess vegna höfum við lagt mesta áherslu á þetta, eins og við gerum eiginlega alltaf, að hlutverki ríkisins gagnvart atvinnugreinum sé fyrst og fremst að skapa þeim skynsamlegar rekstraraðstæður. Að það sé hægt að stofna fyrirtæki og reka þau án þess að það séu of miklar flækjur“ sagði Jóhannes Þór. Hann telur það einnig vera vandamál að fulltrúar stjórnvalda tali frekar út frá tilfinningum og hugmyndum heldur en staðreyndum og opinberum gögnum. „Ef menn skoða gögnin þá sést að á þessum síðustu sjö árum hefur fjölgun erlends vinnuafls í ferðaþjónustu ekki verið nema tíu prósent af heildarfjölgun landsins. Þannig það er af og frá að ferðaþjónusta sé meginvaldur að fólksfjölgun eða innflutningur erlends vinnuafls á síðustu sjö árum.“ Vill ekki bara miða árangur við verga landsframleiðslu Halla segist fyrst og fremst hafa áhuga á hver eigi að vinna störfin sem ríkisstjórnin hyggst skapa með atvinnustefnunni. „Það er allt fólkið sem á að vinna þessi störf og hvernig störf það eru sem við erum að búa til. Það er þannig að það er að verða ofboðslega mikil breyting á störfum og stefnumótun þarf að taka mið af því,“ segir hún. Þá leggur hún til að íslensk haldi áfram vegferð sinni með Skotlandi og Nýja-Sjálandi að þróa mælikvarða fyrir árangur sem miða ekki bara við verga landframleiðslu. „Þetta er tilraun til að mæla fleira en bara verga landsframleiðslu. Það eru bara samfélagslegir þættir, sjálfbærni og almenn velsæld. Ég held að þessir mælikvarðar séu góðir og hvet stjórnvöld til að notast við þá,“ segir Halla. Hér er einungis stilkað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Stéttarfélög Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sprengisandur Vinnumarkaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira