Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. september 2025 15:25 Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir upplýsingum um ónýtta fermetra ríkisins. Vísir/Anton Brink Sextíu þúsund fermetrar í eigu eða leigu ríkisins standa nú tómir. Rúmlega fjórðungur þeirra stendur auður vegna staðfestra tilvika af raka og myglu. Heildarverðmæti fermetranna eru tæplega ellefu milljarðar króna. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, segir að 59.638 fermetrar af húsnæði sem er annað hvort í eigu eða leigu ríkisins standi nú tómir. „Stærstu einstöku eignir sem standa tómar, að hluta eða í heild, eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5–7 og Grensásvegur 9 sem áformað er að þróa nánar eða selja á almennum markaði,“ segir í svari ráðuneytisins. Flesta fermetrana má finna á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæpa 44 þúsund fermetra. Þar eru húsnæði í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins auk rúmra nítján þúsund fermetra sem eru ómerktir. Á Suðurlandi eru alls rúmir þrjú þúsund fermetrar, og rúmir 2500 á Suðurnesjum. Minnst er um ónýtta fermetra á Vestfjörðum þar sem þeir eru 564, 563 þeirra í eigu heilbrigðisráðuneytisins. Talið er að verðmæti ónýtta húsnæðisins víðs vegar um land séu 10,7 milljarðar króna. Fjórðungur húsnæðisins myglaður Af þeim þúsundum fermetra sem standa auðir eru um 26 prósent þeirra vegna staðfestra tilvika um myglu og raka. Húsnæðin eru flest á höfuðborgarsvæðinu og í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar - og háskólaráðuneytisins. Áætlað virði þeirra er 3,4 milljarðar króna. Starfsmenn ráðuneytanna sjálfra hafa lent í vandræðum með myglu. Árið 2023 sendi Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, allt starfsfólkið heim vegna svæsinnar myglu í húsakynnum ráðuneytisins. Endurgerð á húsnæði heilbrigðisráðuneytisins er þá tiltölulega nýlokið og flutti starfsfólk ráðuneytisins sig yfir í byrjun septembermánaðar. Einnig hefur starfsfólk félagsmálaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þurft að flytja sig um set vegna miklu. Gæti verið skynsamlegt að selja ónýtt hús Í tilefni þess að svarið við fyrirspurninni barst skrifaði Dagur skoðanagrein á Vísi. Þar rifjar hann upp að meira en sex ár eru síðan Tryggingastofnunin flutti frá Hlemmi. „Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin,“ segir Dagur. „Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er því skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, til dæmis með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum.“ Hann tekur sem dæmi nýju verkefnin Hafnar.haus, þar sem nú eru þrjú hundruð manns með aðstöðu fyrir listsköpun í Hafnarhúsi við Tryggvagötu en húsnæðið á að verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni. Þá segir hann líka frá að einkaaðili keypti gamla húsnæði Tryggingastofnunar fyrir sams konar starfsemi. Húsnæðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mygla Rekstur hins opinbera Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, segir að 59.638 fermetrar af húsnæði sem er annað hvort í eigu eða leigu ríkisins standi nú tómir. „Stærstu einstöku eignir sem standa tómar, að hluta eða í heild, eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5–7 og Grensásvegur 9 sem áformað er að þróa nánar eða selja á almennum markaði,“ segir í svari ráðuneytisins. Flesta fermetrana má finna á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæpa 44 þúsund fermetra. Þar eru húsnæði í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins auk rúmra nítján þúsund fermetra sem eru ómerktir. Á Suðurlandi eru alls rúmir þrjú þúsund fermetrar, og rúmir 2500 á Suðurnesjum. Minnst er um ónýtta fermetra á Vestfjörðum þar sem þeir eru 564, 563 þeirra í eigu heilbrigðisráðuneytisins. Talið er að verðmæti ónýtta húsnæðisins víðs vegar um land séu 10,7 milljarðar króna. Fjórðungur húsnæðisins myglaður Af þeim þúsundum fermetra sem standa auðir eru um 26 prósent þeirra vegna staðfestra tilvika um myglu og raka. Húsnæðin eru flest á höfuðborgarsvæðinu og í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar - og háskólaráðuneytisins. Áætlað virði þeirra er 3,4 milljarðar króna. Starfsmenn ráðuneytanna sjálfra hafa lent í vandræðum með myglu. Árið 2023 sendi Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, allt starfsfólkið heim vegna svæsinnar myglu í húsakynnum ráðuneytisins. Endurgerð á húsnæði heilbrigðisráðuneytisins er þá tiltölulega nýlokið og flutti starfsfólk ráðuneytisins sig yfir í byrjun septembermánaðar. Einnig hefur starfsfólk félagsmálaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þurft að flytja sig um set vegna miklu. Gæti verið skynsamlegt að selja ónýtt hús Í tilefni þess að svarið við fyrirspurninni barst skrifaði Dagur skoðanagrein á Vísi. Þar rifjar hann upp að meira en sex ár eru síðan Tryggingastofnunin flutti frá Hlemmi. „Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin,“ segir Dagur. „Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er því skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, til dæmis með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum.“ Hann tekur sem dæmi nýju verkefnin Hafnar.haus, þar sem nú eru þrjú hundruð manns með aðstöðu fyrir listsköpun í Hafnarhúsi við Tryggvagötu en húsnæðið á að verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni. Þá segir hann líka frá að einkaaðili keypti gamla húsnæði Tryggingastofnunar fyrir sams konar starfsemi.
Húsnæðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mygla Rekstur hins opinbera Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira